Hefur áhyggjur af Íslendingum á rauðum svæðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. júlí 2021 13:11 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þáði seinni sprautuna í dag. Vísir/Sunna Karen Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að þau fimm smit sem greindust utan sóttkvíar í gær minni okkur á að veiran sé úti í samfélaginu. Fjöldi Íslendinga sem staddur sé erlendis á svokölluðum rauðum svæðum sé einnig áhyggjuefni. Svandís var ein af þeim sem þáði seinni sprautu bólusetningar í Laugardalshöllinni í dag á síðasta degi fyrir sumarfrí þeirra starfsmanna sem þar hafa unnið hörðum höndum að því að bólusetja landsmenn. Fimm greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Svandís segir þessi tíðindi minna á að veiran sé enn til staðar. „Þesar tölur sem við sjáum núna minnir okkur á það að veiran er út í samfélaginu sem þýðir það að við þurfum að halda áfram að hugsa um okkar viðkvæmasta fólk, halda áfram að spritta á okkar hendurnar, passa fjarlægðir og fara varlega,“ sagði Svandís er hún ræddi við Sunnu Karen Sigurþórsdóttur fréttamann í Laugardalshöllinni skömmu fyrir hádegi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vera að íhuga stöðuna sem nú sé komin upp í tengslum við hin nýju innanlandssmit en Svandís reiknar þó ekki með að sóttvarnaraðgerðir verði hertar á ný á næstunni, þó „annað eins hafi nú gerst“ eins og hún komst að orði. Það er talsverður fjöldi Íslendinga á rauðum svæðum. Spáni, Katalóníu og víðar. Er það áhyggjuefni? „Já, það er það auðvitað. Við þurfum að fara sérstaklega varlega þar sem að veiran er í uppsveiflu. Sums staðar í löndunum í kringum okkar hefur hún verið að aukast fremur en hitt. Við þekkjum þetta, við höfum verið að horfa á þessi kort og þessi rauðu svæði og svo framvegis undanfarna mánuði. Við þurfum að gæta sérstaklega að þessu,“ sagði Svandís. Hún segist ætla að fylgja ráðleggingum Þórólfs og njóta sumarsins á Íslandi. „Þórólfur hefur ráðlagt það að við séum heima eins og við getum og að við ferðumst innanlands og ég ætla að gera það“. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðalög Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íhugar hvort grípa þurfi til aðgerða Fimm greindust með Covid19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Sóttvarnalæknir íhugar hertar aðgerðir. Hann segir ekki öll kurl komin til grafar og á von að fleiri tilfellum á næstu dögum. 14. júlí 2021 12:07 Sá smitaði er starfsmaður á Bankastræti Club Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld. 14. júlí 2021 11:59 Fimm smit utan sóttkvíar og á annað hundrað í sóttkví Í gær greindust fimm COVID-19 smit innanlands, allir utan sóttkvía, þrír eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. 14. júlí 2021 11:01 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Sjá meira
Svandís var ein af þeim sem þáði seinni sprautu bólusetningar í Laugardalshöllinni í dag á síðasta degi fyrir sumarfrí þeirra starfsmanna sem þar hafa unnið hörðum höndum að því að bólusetja landsmenn. Fimm greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Svandís segir þessi tíðindi minna á að veiran sé enn til staðar. „Þesar tölur sem við sjáum núna minnir okkur á það að veiran er út í samfélaginu sem þýðir það að við þurfum að halda áfram að hugsa um okkar viðkvæmasta fólk, halda áfram að spritta á okkar hendurnar, passa fjarlægðir og fara varlega,“ sagði Svandís er hún ræddi við Sunnu Karen Sigurþórsdóttur fréttamann í Laugardalshöllinni skömmu fyrir hádegi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vera að íhuga stöðuna sem nú sé komin upp í tengslum við hin nýju innanlandssmit en Svandís reiknar þó ekki með að sóttvarnaraðgerðir verði hertar á ný á næstunni, þó „annað eins hafi nú gerst“ eins og hún komst að orði. Það er talsverður fjöldi Íslendinga á rauðum svæðum. Spáni, Katalóníu og víðar. Er það áhyggjuefni? „Já, það er það auðvitað. Við þurfum að fara sérstaklega varlega þar sem að veiran er í uppsveiflu. Sums staðar í löndunum í kringum okkar hefur hún verið að aukast fremur en hitt. Við þekkjum þetta, við höfum verið að horfa á þessi kort og þessi rauðu svæði og svo framvegis undanfarna mánuði. Við þurfum að gæta sérstaklega að þessu,“ sagði Svandís. Hún segist ætla að fylgja ráðleggingum Þórólfs og njóta sumarsins á Íslandi. „Þórólfur hefur ráðlagt það að við séum heima eins og við getum og að við ferðumst innanlands og ég ætla að gera það“.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðalög Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íhugar hvort grípa þurfi til aðgerða Fimm greindust með Covid19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Sóttvarnalæknir íhugar hertar aðgerðir. Hann segir ekki öll kurl komin til grafar og á von að fleiri tilfellum á næstu dögum. 14. júlí 2021 12:07 Sá smitaði er starfsmaður á Bankastræti Club Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld. 14. júlí 2021 11:59 Fimm smit utan sóttkvíar og á annað hundrað í sóttkví Í gær greindust fimm COVID-19 smit innanlands, allir utan sóttkvía, þrír eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. 14. júlí 2021 11:01 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Sjá meira
Íhugar hvort grípa þurfi til aðgerða Fimm greindust með Covid19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Sóttvarnalæknir íhugar hertar aðgerðir. Hann segir ekki öll kurl komin til grafar og á von að fleiri tilfellum á næstu dögum. 14. júlí 2021 12:07
Sá smitaði er starfsmaður á Bankastræti Club Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld. 14. júlí 2021 11:59
Fimm smit utan sóttkvíar og á annað hundrað í sóttkví Í gær greindust fimm COVID-19 smit innanlands, allir utan sóttkvía, þrír eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. 14. júlí 2021 11:01