Kardináli ákærður fyrir kynferðisbrot gegn táningi Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2021 22:44 Theodore McCarrick á blaðamannafundi árið 2006. AP/J. Scott Applewhite Theodore McCarrick, fyrrverandi kardináli í Bandaríkjunum, hefur verið ákærður fyrir að brjóta kynferðislega á táningsdreng árið 1974. Hann er sakaður um að hafa meðal annars káfað á sextán ára dreng og brotið gegn honum á annan hátt í nokkur ár. McCarrick sem er 91 árs gamall og hafði áður mikil áhrif innan kaþólsku kirkjunnar, var sviptur embætti sínu af páfanum árið 2019. Þá hafði rannsókn Vatíkansins staðfest áratuga gamlan orðróm um að hann væri kynferðisbrotamaður og hefði brotið á börnum og fullorðnu fólki. AP fréttaveitan segir þetta í fyrsta sinn sem kardináli, starfandi eða ekki, sé ákærður fyrir kynferðisbrot í Bandaríkjunum. Rannsókn hófst eftir að lögmaður mannsins sendi bréf um ásakanirnar til saksóknara. Maðurinn sem McCarrick er sakaður um að hafa brotið á segir að árið 1974 hafi McCarrick verið prestur og í miklum samskiptum við fjölskyldu hans. Þegar bróðir mannsins var að gifta sig bað faðir hans McCarrick um að ræða við hann, því hann hafi verið að haga sér illa og neitað að mæta í kirkju. Maðurinn segir McCarrick hafa farið með sig í göngutúr þar sem hann káfaði á honum og seinna í brúðkaupsveislunni hafi hann brotið á honum inn í skáp. Brotin hafi haldið áfram næstu ár. Áðurnefnd rannsókn Vatíkansins leiddi í ljós að kirkjunni hefði borist ábendingar um möguleg brot McCarrick í það minnst frá árinu 1999. Biskupar, kardinálar og páfar höfðu gert lítið úr eða ýtt til hliðar ásökunum um kynferðisbrot en í skýrslu Vatíkansins sem AP vitnar í, segir að Jóhannes Páll páfi annar hafi borið hvað mesta sök. Hann gerði McCarrik að erkibiskupi Wasington DC, þrátt fyrir að rannsókn hefði þá staðfest að McCarrick hafði haft mök við prestslærlinga. Bandaríkin Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Þungar vikur framundan Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
McCarrick sem er 91 árs gamall og hafði áður mikil áhrif innan kaþólsku kirkjunnar, var sviptur embætti sínu af páfanum árið 2019. Þá hafði rannsókn Vatíkansins staðfest áratuga gamlan orðróm um að hann væri kynferðisbrotamaður og hefði brotið á börnum og fullorðnu fólki. AP fréttaveitan segir þetta í fyrsta sinn sem kardináli, starfandi eða ekki, sé ákærður fyrir kynferðisbrot í Bandaríkjunum. Rannsókn hófst eftir að lögmaður mannsins sendi bréf um ásakanirnar til saksóknara. Maðurinn sem McCarrick er sakaður um að hafa brotið á segir að árið 1974 hafi McCarrick verið prestur og í miklum samskiptum við fjölskyldu hans. Þegar bróðir mannsins var að gifta sig bað faðir hans McCarrick um að ræða við hann, því hann hafi verið að haga sér illa og neitað að mæta í kirkju. Maðurinn segir McCarrick hafa farið með sig í göngutúr þar sem hann káfaði á honum og seinna í brúðkaupsveislunni hafi hann brotið á honum inn í skáp. Brotin hafi haldið áfram næstu ár. Áðurnefnd rannsókn Vatíkansins leiddi í ljós að kirkjunni hefði borist ábendingar um möguleg brot McCarrick í það minnst frá árinu 1999. Biskupar, kardinálar og páfar höfðu gert lítið úr eða ýtt til hliðar ásökunum um kynferðisbrot en í skýrslu Vatíkansins sem AP vitnar í, segir að Jóhannes Páll páfi annar hafi borið hvað mesta sök. Hann gerði McCarrik að erkibiskupi Wasington DC, þrátt fyrir að rannsókn hefði þá staðfest að McCarrick hafði haft mök við prestslærlinga.
Bandaríkin Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Þungar vikur framundan Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira