Segir það hlutverk lífs síns að vera eigandi Wrexham og mun alls ekki nota hugtakið „soccer“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2021 12:00 Ryan Reynolds er eigandi og stuðningsmaður Wrexham sem spilar í ensku E-deildinni. Goal Hollywood-stjarnan Ryan Reynolds hefur leikið nokkur stór hlutverk til þessa á lífsleiðinni. Að hans mati er þó ekkert stærra en að vera eigandi knattspyrnufélagsins Wrexham sem spilar í ensku E-deildinni um þessar mundir. „Þetta er hlutverk lífs míns, sem og Rob McElhenney,“ sagði Reynolds í viðtali við Sky fréttastofuna um nýtt hlutverk sitt og McElhenney en fyrr á þessu ári festu þeir kaup á Wrexham, knattspyrnuliði í Wales sem spilar þó í ensku deildarkeppninni. Síðan þá hafa þeir sett tvær milljónir punda í félagið sem var hársbreidd frá því að komast í umspil um sæti í D-deildinni á síðustu leiktíð. Reynolds, sem æfði fótbolta í 10 ár á sínum yngri árum, er frá Kanada en hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í fleiri ár ætlar ekki að nota bandaríska orðið yfir fótbolta er hann kemur til Wales. Ástæan er frekar einföld í hans huga. „Ég mun aldrei kalla þetta soccer. Mér er of umhugað um eigin velferð til þess,“ sagði leikarinn kíminn að venju. Can t get to the Racecourse Ground fast enough. Game on. #UpTheTown @Wrexham_AFC pic.twitter.com/tOZ0vMZcSt— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) February 10, 2021 Wrexham verður 157 ára á þessu ári en félagið var stofnað árið 1854. Um er að ræða þriðja elsta knattspyrnufélag í heiminum. Reynolds vill anda þessari sögu að sér þegar hann kemst loksins til Wales en vegna kórónufaraldursins hafa eigendurnir ekki komist í hinn sögufræga bæ Wrexham. „Það fyrsta sem við ætlum að gera er að fara á Racecourse-völlinn (heimavöll Wrexham) og eyða tíma á vellinum. Anda að okkur andrúmsloftinu og taka inn eins mikið að við getum. Svo viljum við koma að eins miklu og við getum í samfélaginu. Ég er mjög spenntur að upplifa allt sem bærinn hefur upp á að bjóða.“ Hollywood superstar Ryan Reynolds says being @Wrexham_AFC owner is the 'role of a lifetime' and that he hopes to visit the National League club soon | @VancityReynolds pic.twitter.com/0SYKNBXWaD— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 10, 2021 „Það er rík saga í bænum Wrexham og mikil ástríða fyrir knattspyrnufélaginu. Okkur líður eins og þetta tvennt sé tvinnað saman og við viljum lyfta bæði bænum og félaginu á hærri stall, gera það sýnilegra umheiminum,“ sagði Reynolds í viðtali sínu við Sky. Því til sönnunar má benda á stikluna hér að neðan en þeir Ryan og Rob hafa þegar hafist handa við framleiðslu á raunveruleikaþáttum sem snúa að félaginu. Wrexham var aðeins stigi frá því að komast í umspil E-deildarinnar á síðustu leiktíð en það er ljóst að þeir félagar Ryan og Rob stefna á að koma liðinu upp. Stærsta spurningin er hvort myndavélarnar muni trufla en þau sem hafa séð Netflix-þættina Sunderland ´Til I die muna hvernig það ævintýri fór. Fótbolti Enski boltinn Hollywood Wales Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Sjá meira
„Þetta er hlutverk lífs míns, sem og Rob McElhenney,“ sagði Reynolds í viðtali við Sky fréttastofuna um nýtt hlutverk sitt og McElhenney en fyrr á þessu ári festu þeir kaup á Wrexham, knattspyrnuliði í Wales sem spilar þó í ensku deildarkeppninni. Síðan þá hafa þeir sett tvær milljónir punda í félagið sem var hársbreidd frá því að komast í umspil um sæti í D-deildinni á síðustu leiktíð. Reynolds, sem æfði fótbolta í 10 ár á sínum yngri árum, er frá Kanada en hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í fleiri ár ætlar ekki að nota bandaríska orðið yfir fótbolta er hann kemur til Wales. Ástæan er frekar einföld í hans huga. „Ég mun aldrei kalla þetta soccer. Mér er of umhugað um eigin velferð til þess,“ sagði leikarinn kíminn að venju. Can t get to the Racecourse Ground fast enough. Game on. #UpTheTown @Wrexham_AFC pic.twitter.com/tOZ0vMZcSt— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) February 10, 2021 Wrexham verður 157 ára á þessu ári en félagið var stofnað árið 1854. Um er að ræða þriðja elsta knattspyrnufélag í heiminum. Reynolds vill anda þessari sögu að sér þegar hann kemst loksins til Wales en vegna kórónufaraldursins hafa eigendurnir ekki komist í hinn sögufræga bæ Wrexham. „Það fyrsta sem við ætlum að gera er að fara á Racecourse-völlinn (heimavöll Wrexham) og eyða tíma á vellinum. Anda að okkur andrúmsloftinu og taka inn eins mikið að við getum. Svo viljum við koma að eins miklu og við getum í samfélaginu. Ég er mjög spenntur að upplifa allt sem bærinn hefur upp á að bjóða.“ Hollywood superstar Ryan Reynolds says being @Wrexham_AFC owner is the 'role of a lifetime' and that he hopes to visit the National League club soon | @VancityReynolds pic.twitter.com/0SYKNBXWaD— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 10, 2021 „Það er rík saga í bænum Wrexham og mikil ástríða fyrir knattspyrnufélaginu. Okkur líður eins og þetta tvennt sé tvinnað saman og við viljum lyfta bæði bænum og félaginu á hærri stall, gera það sýnilegra umheiminum,“ sagði Reynolds í viðtali sínu við Sky. Því til sönnunar má benda á stikluna hér að neðan en þeir Ryan og Rob hafa þegar hafist handa við framleiðslu á raunveruleikaþáttum sem snúa að félaginu. Wrexham var aðeins stigi frá því að komast í umspil E-deildarinnar á síðustu leiktíð en það er ljóst að þeir félagar Ryan og Rob stefna á að koma liðinu upp. Stærsta spurningin er hvort myndavélarnar muni trufla en þau sem hafa séð Netflix-þættina Sunderland ´Til I die muna hvernig það ævintýri fór.
Fótbolti Enski boltinn Hollywood Wales Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Sjá meira