Cuomo hættir í skugga ásakana Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2021 16:14 Andrew Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóri New York. AP/Mary Altaffer Andrew Cuomo hefur sagt af sér sem ríkisstjóri New York-ríkis. Það gerir hann eftir að ríkissaksóknari ríkisins birti skýrslu þar sem ríkisstjórinn er sakaður um áreitni í garð ellefu kvenna. Cuomo hefur verið ríkisstjóri í þrjú kjörtímabil en eftir að Letitia James, ríkissaksóknari New York, opinberaði skýrsluna hefur þrýstingur gegn honum aukist verulega. Forsvarsmenn Demókrataflokksins á landsvísu og í New York sögðu hann eiga að segja af sér. Þá stefndi jafnvel í að ríkisþingmenn New York myndu bola honum úr embætti. Kathy Hochul tekur við sem ríkisstjóri, þegar Cuomo lætur af embætti eftir tvær vikur. Hún er 62 ára gömul, Demókrati og fyrrverandi þingkona. Þá er hún fyrsta konan til að sitja í embætti ríkisstjóra New York, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hafnaði ásökunum Cuomo er sakaður um að hafa þuklað á ellefu konum, kysst þær og faðmað gegn vilja þeirra auk þess að hafa uppi óviðeigandi ummæli. Skrifstofa ríkisstjórans hafi verið „eitraður vinnustaður“ þar sem áreitni var látin líðast. Kathy Hochul tekur formlega við embætti ríkisstjóra eftir tvær vikur.AP/Mark Lennihan Cuomo hafnaði mörgu af því sem hann var sakaður um. Hann sagði einhverjar ásakanir vera tilbúning og þvertók fyrir að hafa káfað á konum. Ríkisstjórinn viðurkenndi þó að hafa látið frá sér óviðeigandi ummæli og baðst afsökunar á því. Sjá einnig: Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Ríkisstjórinn naut mikillar athygli þegar Covid-19 herjaði hvað verst á íbúa New York og þótti hann í fyrstu standa sig mjög vel í embætti. Vinsældir hans jukust til muna á landsvísu þegar hann tók sterka afstöðu með því að fólk væri með grímur, héldi sig heima færi eftir sóttvarnartillögum. Fljótt kom þó í ljós að undir stjórn hans höfðu embættismenn hylmt yfir fjölda þeirra sem dóu á dvalarheimilum í ríkinu. Þá var hann sömuleiðis gagnrýndur harðlega fyrir að þvinga dvalarheimili til að taka við sjúklingum sem voru að jafna sig af Covid-19. Það mál er til rannsóknar hjá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Bók til rannsóknar Einnig hafa saksóknarar í New York verið með nýja bók Cuomo til rannsóknar. Verið er að kanna hvort hann hafi brotið lög með því að láta opinbera starfsmenn sína hjálpa til við að skrifa bókina og auglýsa hana. Útlit var fyrir að Cuomo myndi sjálfur hagnast um um fimm milljónir dala á bókinni. Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Fyrrverandi aðstoðarkona Cuomo lýsir meintri kynferðisáreitni Fyrrverandi aðstoðarkona Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, sem hefur kært hann fyrir kynferðislega áreitni hefur stigið fram og lýst ofbeldinu í fyrsta sinn undir nafni. Konan er ein ellefu kvenna sem hafa sakað Cuomo um kynferðislega áreitni á tíma hans í embætti. 9. ágúst 2021 15:55 Aðstoðarmaður Cuomo segir af sér Melissa DeRosa, aðstoðarmaður Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, hefur sagt upp störfum. Nafn DeRosa kemur fram 187 sinnum í skýrslu saksóknara um kynferðislega áreitni Cuomo í garð kvenna, þar sem hún er meðal annars sökuð um að hafa hylmt yfir með yfirmanni sínum og hótað að minnsta kosti einum þolanda. 9. ágúst 2021 06:49 Ein kvennanna kærir Cuomo fyrir áreitni Kona sem sakar Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, um að hafa þuklað á brjósti sínu hefur lagt fram kæru á hendur honum. Kæran er sú fyrsta sem vitað er til vegna kynferðisáreitni ríkisstjórans. 6. ágúst 2021 22:29 Biden hvetur Cuomo til að segja af sér Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag. 3. ágúst 2021 23:27 Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Cuomo hefur verið ríkisstjóri í þrjú kjörtímabil en eftir að Letitia James, ríkissaksóknari New York, opinberaði skýrsluna hefur þrýstingur gegn honum aukist verulega. Forsvarsmenn Demókrataflokksins á landsvísu og í New York sögðu hann eiga að segja af sér. Þá stefndi jafnvel í að ríkisþingmenn New York myndu bola honum úr embætti. Kathy Hochul tekur við sem ríkisstjóri, þegar Cuomo lætur af embætti eftir tvær vikur. Hún er 62 ára gömul, Demókrati og fyrrverandi þingkona. Þá er hún fyrsta konan til að sitja í embætti ríkisstjóra New York, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hafnaði ásökunum Cuomo er sakaður um að hafa þuklað á ellefu konum, kysst þær og faðmað gegn vilja þeirra auk þess að hafa uppi óviðeigandi ummæli. Skrifstofa ríkisstjórans hafi verið „eitraður vinnustaður“ þar sem áreitni var látin líðast. Kathy Hochul tekur formlega við embætti ríkisstjóra eftir tvær vikur.AP/Mark Lennihan Cuomo hafnaði mörgu af því sem hann var sakaður um. Hann sagði einhverjar ásakanir vera tilbúning og þvertók fyrir að hafa káfað á konum. Ríkisstjórinn viðurkenndi þó að hafa látið frá sér óviðeigandi ummæli og baðst afsökunar á því. Sjá einnig: Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Ríkisstjórinn naut mikillar athygli þegar Covid-19 herjaði hvað verst á íbúa New York og þótti hann í fyrstu standa sig mjög vel í embætti. Vinsældir hans jukust til muna á landsvísu þegar hann tók sterka afstöðu með því að fólk væri með grímur, héldi sig heima færi eftir sóttvarnartillögum. Fljótt kom þó í ljós að undir stjórn hans höfðu embættismenn hylmt yfir fjölda þeirra sem dóu á dvalarheimilum í ríkinu. Þá var hann sömuleiðis gagnrýndur harðlega fyrir að þvinga dvalarheimili til að taka við sjúklingum sem voru að jafna sig af Covid-19. Það mál er til rannsóknar hjá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Bók til rannsóknar Einnig hafa saksóknarar í New York verið með nýja bók Cuomo til rannsóknar. Verið er að kanna hvort hann hafi brotið lög með því að láta opinbera starfsmenn sína hjálpa til við að skrifa bókina og auglýsa hana. Útlit var fyrir að Cuomo myndi sjálfur hagnast um um fimm milljónir dala á bókinni.
Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Fyrrverandi aðstoðarkona Cuomo lýsir meintri kynferðisáreitni Fyrrverandi aðstoðarkona Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, sem hefur kært hann fyrir kynferðislega áreitni hefur stigið fram og lýst ofbeldinu í fyrsta sinn undir nafni. Konan er ein ellefu kvenna sem hafa sakað Cuomo um kynferðislega áreitni á tíma hans í embætti. 9. ágúst 2021 15:55 Aðstoðarmaður Cuomo segir af sér Melissa DeRosa, aðstoðarmaður Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, hefur sagt upp störfum. Nafn DeRosa kemur fram 187 sinnum í skýrslu saksóknara um kynferðislega áreitni Cuomo í garð kvenna, þar sem hún er meðal annars sökuð um að hafa hylmt yfir með yfirmanni sínum og hótað að minnsta kosti einum þolanda. 9. ágúst 2021 06:49 Ein kvennanna kærir Cuomo fyrir áreitni Kona sem sakar Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, um að hafa þuklað á brjósti sínu hefur lagt fram kæru á hendur honum. Kæran er sú fyrsta sem vitað er til vegna kynferðisáreitni ríkisstjórans. 6. ágúst 2021 22:29 Biden hvetur Cuomo til að segja af sér Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag. 3. ágúst 2021 23:27 Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Fyrrverandi aðstoðarkona Cuomo lýsir meintri kynferðisáreitni Fyrrverandi aðstoðarkona Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, sem hefur kært hann fyrir kynferðislega áreitni hefur stigið fram og lýst ofbeldinu í fyrsta sinn undir nafni. Konan er ein ellefu kvenna sem hafa sakað Cuomo um kynferðislega áreitni á tíma hans í embætti. 9. ágúst 2021 15:55
Aðstoðarmaður Cuomo segir af sér Melissa DeRosa, aðstoðarmaður Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, hefur sagt upp störfum. Nafn DeRosa kemur fram 187 sinnum í skýrslu saksóknara um kynferðislega áreitni Cuomo í garð kvenna, þar sem hún er meðal annars sökuð um að hafa hylmt yfir með yfirmanni sínum og hótað að minnsta kosti einum þolanda. 9. ágúst 2021 06:49
Ein kvennanna kærir Cuomo fyrir áreitni Kona sem sakar Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, um að hafa þuklað á brjósti sínu hefur lagt fram kæru á hendur honum. Kæran er sú fyrsta sem vitað er til vegna kynferðisáreitni ríkisstjórans. 6. ágúst 2021 22:29
Biden hvetur Cuomo til að segja af sér Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag. 3. ágúst 2021 23:27
Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23