Talið er að þúsund manns hafi fallið í átökum stjórnarhersins og hersveita Talibana að undanförnu. Biden hvatti í gær leiðtoga Afganistans til að sameinast í baráttunni um yfirráðin í landinu.
Herlið Bandaríkjamanna er að mestu horfið frá landinu eftir tuttugu ára veru þar. Bandaríkjaher sér þó enn um loftvarnir, greiðir laun afgangskra hermanna og útvegar þeim vopn og vistir.
Talibanar hafa náð að minnsta kosti átta af þrjátíu og fjórum héraðshöfuðborgum á sitt vald á unaförnum vikum, stundum án þess að hleypt væri af einu einasta skoti.
Biden segir Afgana sjálfa þurfa að berjast fyrir land sitt.
Washington Post hafði eftir ónafngreindum embættismönnum Bandaríkjahers í gær að Kabúl, höfuðborg Afganistan, gæti fallið í hendur Talibana innan þriggja mánaða.