Innlent

Vitað er af einum Íslendingi í Kabúl

Árni Sæberg skrifar
Kabúl er illa leikin eftir átök síðustu missera.
Kabúl er illa leikin eftir átök síðustu missera. Sayed Khodaiberdi Sada/Getty

Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins staðfestir í samtali við fréttastofu að vitað sé um einn íslending í Kabúl. 

Sveinn segir að Íslendingurinn sé í Afganistan á vegum Atlantshafsbandalagsins og njóti því verndar. Hann segir að utanríkisþjónustan sé ekki að beita sér fyrir því að koma Íslendingnum heim enda sé talið að hann sé óhultur undir verndarvæng NATO.

Flest ríki heimsins gera nú reka að því að koma þegnum sínum frá Afganistan sem fyrst enda stefnir í að Talíbanar nái öllum völdum í landinu á hverri stundu.

Samkvæmt afgönskum hafa Talíbanar ruðst inn í höfuðborgina Kabúl og forseti landsins, Ashraf Ghani, virðist hafa flúið land.

Árni Arnþórsson, Íslendingur sem búið hefur í Kabúl síðastliðin þrjú ár, sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að útlendingar væru ekki öruggir í Afganistan undir stjórn Talíbana.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×