Gugga um lífið eftir ferilinn : Stefndi á EM 2021, gat ekki neitað tilboði Eskilstuna og vildi vera meira með tvíburunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2021 10:00 Guðbjörg í leik með Djurgården. Bildbyrån/Johanna Lundberg Guðbjörg Gunnarsdóttir lagði hanskana nokkuð óvænt á hilluna nýverið eftir farsælan feril hér heima, erlendis sem og með íslenska landsliðinu. Ólíkt öðru atvinnuíþróttafólki sem hættir keppni þá hefur Gugga nú þegar tekið næsta skref og er orðinn markmannsþjálfari Eskilstuna í Svíþjóð. Gugga, eins og hún er nær alltaf kölluð, átti einkar farsælan feril sem markvörður. Hún byrjaði með FH hér heima, fór þaðan yfir í Val þar sem hún fjölda titla. Þaðan lá leiðin til Svíþjóðar en einnig hefur hún spilað í Þýskalandi og Noregi þar sem hún vann deildar- og bikartitla með Lilleström. Þá lék hún alls 64 A-landsleiki. 64 A landsleikir, þrjú stórmót og fjöldi frábærra minninga. Takk fyrir allt @GuggaGunnars Our former Nr1 has decided to retire - congratulations on a great career Guðbjorg Gunnarsdóttir!#dottir pic.twitter.com/6pVWFd2lmV— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 9, 2021 Þessi öflugi markvörður ætlaði að spila með Arna-Bjørnar í Noregi í vetur eftir að hafa tekið sér frí frá fótbolta vegna barnsburðar. Áætlanir hennar í Noregi gengu ekki upp og því ákvað hún að rifta samningi sínum, fara heim til Svíþjóðar og setja hanskana upp í hillu. Í kjölfarið fékk hún tilboð frá Eskilstuna sem leikur í sænsku úrvalsdeildinni um að verða markmannsþjálfari hjá liðinu, eitthvað sem hún hafði alltaf stefnt að þegar hanskarnir færu upp í hillu. Takk fyrir allt #endofanera pic.twitter.com/XL5Yng7vDa— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) August 9, 2021 Ég elska fótbolta en ég elska börnin mín meira „Það er erfið ákvörðun fyrir allasem ákveða að enda ferilinn, sama í hvaða íþrótt það er. Ég ætlaði alltaf að spila með landsliðinu á EM næsta sumar. Það var alltaf markmiðið þegar ég var ólétt af tvíburunum.“ „Það sem maður hugsar samt ekki alveg út í - eða ég áttaði mig ekki alveg á – er hversu mikil lífsbreyting þetta er. Það er alveg hægt að komast í jafn gott form og maður var í en að finna tímann til að gera allt jafn vel og áður, ég bara fann hann ekki. Ég elska fótbolta en ég elska börnin mín meira. Ég dáist hreinlega að stelpunum sem ná að gera þetta bæði af fullum krafti, spila fótbolta og eiga börn.“ Uhlsport gloves for the whole family #uhlsport #futurekeepers Big thanks to @UhlsportSweden pic.twitter.com/xiyFCwfUKo— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) November 12, 2020 Gugga íhugaði að vera áfram leikmaður en engin af þeim tilboðum sem hún og Mia Jalkerud, kærasta hennar, fengu var nægilega heillandi. „Við fjölskyldan hefðum alltaf þurft að flytja og vorum ekki tilbúin í það. Við Mia vorum komnar inn á að flytja heim til Stokkhólms, komast í rútínu og taka stöðuna út frá því. Þá kom Eskilstuna upp og í raun sannfærði mig um að ég gæti orðið geggjaður markmannsþjálfari.“ „Ég stefndi alltaf á að verða markmannsþjálfari þegar ég myndi hætt aða spila, hvenær sem það yrði. Hugsaði svo að ef lið í Allsvenskan (sænsku úrvalsdeildinni) vildi fá mig til starfa nú þegar þá væri það einfaldlega geggjað tækifæri.“ „Svo hentaði það vel á þessum tímapunkti. Ég hefði örugglega alltaf hætt eftir EM næsta sumar og veit ekkert hvernig það hefði gengið að komast inn í markmannsþjálfun þá. Mér fannst þetta því nokkuð góð lending, að verða markmannsþjálfari. Þá get ég líka verið með á æfingum einstaka sinnum,“ sagði markvörðurinn fyrrverandi og hló. Ser fram emot en ny karriär som målvaktstränare och del av ledarstaben i Eskilstuna United Hlakka til að byrja nýjan feril sem markmannsþjálfari og hluti af þjálfarateymi Eskilstuna i @_OBOSDamallsv https://t.co/Ir8QbzrZ0w— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) August 10, 2021 Lífið eftir ferilinn gengur ágætlega „Þetta mun ganga mjög vel þegar Olivia og William fara á leikskóla. Sem stendur næ ég ekki að mæta á allar æfingar, er samt á flest öllum. Er að mæta svona þrisvar til fjórum sinnum í viku sem og í heimaleikina, sleppi útileikjunum sem stendur.“ „Það voru aðallega leikirnir í Noregi sem gerðu þetta erfitt fyrir okkur. Þar er gist á hóteli fyrir útileiki og við áttum marga slíka leiki í upphafi móts. Þannig að við vorum kannski í burtu frá Oliviu og William í 30 klukkustundir í senn. Þau voru þá hjá barnapíu sem þau voru nýbúin að kynnast þar sem það var lockdown í Noregi út af Covid-19 á þessum tíma. Ofan á þetta vorum við ekki með leikskólapláss fyrir þau.“ „Þetta var samt mjög erfið ákvörðun (að leggja hanskana á hilluna) þó það sé ákveðinn léttir að hafa tekið hana. Er nokkuð viss um að allt íþróttafólk finni fyrir ákveðnum tómleika þegar ferillinn er á enda en ég hef upplifað þrjú Evrópumót og er mjög spennt fyrir nýju hlutverki, nýjum ferli ef svo má að orði komast.“ „Fæ enn gæsahúð þegar ég hugsa til baka.“ Aðspurð út í hápunktana á ferlinum, þá aðallega með íslenska landsliðinu, þá nefndi Gugga meðal annars 1-0 sigur á Hollandi á EM 2013 og svo 3-2 útisigur á Þýskalandi í undankeppni HM 2019. „Besta upplifunin var örugglega eftir leikinn gegn Hollandi. Þóra Helgadóttir hafði spilað flesta af stóru leikjunum fram að þessu. Svo missti hún af fyrsta leik á mótinu vegna meiðsla, ég kom inn og stóð mig nægilega vel til að halda sætinu. Hélt því svo út mótið og þetta var örugglega besti leikurinn minn á öllu mótinu.“ „Ég man að Dóri (Halldór Björnsson) markmannsþjálfari kom í miðjum fagnaðarlátunum eftir leik og sagði mér að koma með sér upp að miðju. Man að ég var smá pirruð og skildi ekkert hvað hann var að spá. Hann fór með mig á miðjan völlinn, sagði mér að loka augunum, hlusta og taka þetta inn. Mótið var í Svíþjóð og það var fullt af Íslendingum í stúkunni sem létu vel í sér heyra og voru þarna að syngja nafnið mitt. Þetta var svo mikil upplifun, fæ enn gæsahúð þegar ég hugsa til baka.“ Þann 20. október 2017 mætti Ísland svo Þýskalandi ytra í undankeppni HM 2019. Þar vann íslenska liðið einn ótrúlegasta sigur sögunnar. Áður en það kom að þessum leik hafði þýska liðið leikið 68 leiki í undankeppni bæði HM og EM án þess að bíða ósigurs. Það sem meira er, liðið hafði unnið 66 leiki og gert aðeins tvö jafntefli. Það er þangað til Ísland kom í heimsókn. "Við fórum ekki til Þýskalands, pökkuðum í vörn og vonuðum það besta. Við komumst 3-1 yfir og unnum á endanum 3-2 í ótrúlegum leik.“ Guðbjörg í leiknum fræga gegn Þýskalandi.Vísir/Getty Telur jákvætt að stórlið Evrópu séu að stíga upp í kvennaboltanum Gugga var spurð út í uppgang kvennaboltans í Evrópu og þá þróun sem er að eiga sér stað. Það er að flest stærstu liða álfunnar halda nú úti kvennaliði og virðast vilja vinna titla í bæði karla- og kvennabolta. Nefnir hún sem dæmi Barcelona sem gjörsigraði spænsku úrvalsdeildina í vor ásamt því að vinna sannfærandi sigur í Meistaradeild Evrópu. „Þetta byrjar mögulega þegar enska knattspyrnusambandið ákveður að henda töluvert af fjármunum í deildina hjá sér fyrir svona 7-8 árum síðan. Deildin þar hefur verið í uppbyggingu síðan og margar af helst stjörnunum farið í ensku deildina. Enska sambandið setti líka fullt af pening í landsliðið, þær voru ekki með svona góðar áður. Hafa verið að byggja upp söluvöru sem virðist hafa gengið.“ „Sérð aðrar deildir vera að gera slíkt hið sama. Deildin á Spáni til dæmis orðin frábær og bestu liðin þar gjörsamlega geggjuð. Þessi lönd, sem hafa verið hvað stærst karla megin í langan tíma, þau eru orðin geggjuð kvenna megin sem þýðir að áhorfið eykst til muna.“ „Það er mun svalara að Guðbjörg Gunnarsdóttir skrifi undir hjá Barcelona heldur en hjá liði í Skandinavíu sem hefur samt náð mun meiri árangri ef til lengri tíma er litið. Það er kannski skrítið að það sé þannig en þetta hjálpar vonandi til að keyra áhugann enn frekar upp.“ „Það er allt önnur krafa í dag.“ Að endingu var Guðbjörg spurð út í markvörslu, umræðuefni sem blaðamaður gæti rætt langt fram í rauðan dauðann. Guðbjörg er 36 ára gömul og man því tímana tvenna er kemur að því að standa milli stanganna. „Það er allt önnur krafa í dag. Að vera góður í fótunum þegar ég byrjaði að æfa þýddi einfaldlega að geta sparkað langt, sett boltann í ákveðin svæði og leyst einföldustu pressu.“ „Það þarf allt annan leikskilning í dag. Markvörður þarf að vita hvar plássið er út frá hvaða leikkerfi mótherjinn spilar, til dæmis hvort liðið sé með einn eða tvo framherja. Þetta þarftu að vita áður en þú færð sendingu í leik.“ „Í dag þarf markvörður að geta leyst flóknari pressu, spilað út en samt verið tilbúinn að fá boltann aftur. Það er jafn mikilvægt og að geta sparkað langt eða í ákveðin svæði. Þetta var ekki krafa fyrir tíu árum síðan.“ „Svo hefur það breyst hvernig markverðir verjast einn á einn gegn framherjum. Það var alltaf einn af mínum kostum, að vera snögg af línunni. Núna er meira kennt hvernig á að blokka skot af stuttu færi: komast nálægt andstæðingnum, halda líkamanum uppréttum og verja þannig.“ „Ég var sneggri niður og át boltann oft áður en skotið kom. Stundum vill maður bara sjá markverði henda sér fyrir boltann og éta hann upp,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og núverandi markmannsþjálfari Eskilstuna, að lokum. Guðbörg varð marki Djurgården í Svíþjóð lengst af sem atvinnumaður erlendis.Djurgården Fótbolti Sænski boltinn Tímamót Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Guðbjörg í þjálfarateymi Eskilstuna Guðbjörg Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og atvinnumaður í knattspyrnu, var ekki lengi að finna sér starf eftir að hafa lagt hanskana á hilluna. 10. ágúst 2021 12:57 Kveðjum rignir yfir Guðbjörgu - „Einn besti markmaður sem Ísland hefur átt“ Fyrrum landsliðskonan í fótbolta, Guðbjörg Gunnarsdóttir, tilkynnti í morgun að hún hefði lagt markmannshanskana á hilluna. Fyrrum félagar Guðbjargar í landsliðinu kepptust við að þakka henni fyrir sig í dag. 9. ágúst 2021 22:15 Guðbjörg leggur hanskana á hilluna Hin margreynda Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur ákveðið að leggja markmannshanskana á hilluna. Hún mun þó vera áfram tengd fótbolta en vill ekki gefa upp hvað framtíðin ber í skauti sér. 9. ágúst 2021 09:31 Guðbjörg fékk ekki leikskólapláss og yfirgefur Noreg Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Arna-Bjørnar. Ástæðan er álag heima fyrir en Guðbjörg fékk til að mynda ekki leikskólapláss fyrir eins árs gamla tvíbura sína. 14. júlí 2021 11:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Gugga, eins og hún er nær alltaf kölluð, átti einkar farsælan feril sem markvörður. Hún byrjaði með FH hér heima, fór þaðan yfir í Val þar sem hún fjölda titla. Þaðan lá leiðin til Svíþjóðar en einnig hefur hún spilað í Þýskalandi og Noregi þar sem hún vann deildar- og bikartitla með Lilleström. Þá lék hún alls 64 A-landsleiki. 64 A landsleikir, þrjú stórmót og fjöldi frábærra minninga. Takk fyrir allt @GuggaGunnars Our former Nr1 has decided to retire - congratulations on a great career Guðbjorg Gunnarsdóttir!#dottir pic.twitter.com/6pVWFd2lmV— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 9, 2021 Þessi öflugi markvörður ætlaði að spila með Arna-Bjørnar í Noregi í vetur eftir að hafa tekið sér frí frá fótbolta vegna barnsburðar. Áætlanir hennar í Noregi gengu ekki upp og því ákvað hún að rifta samningi sínum, fara heim til Svíþjóðar og setja hanskana upp í hillu. Í kjölfarið fékk hún tilboð frá Eskilstuna sem leikur í sænsku úrvalsdeildinni um að verða markmannsþjálfari hjá liðinu, eitthvað sem hún hafði alltaf stefnt að þegar hanskarnir færu upp í hillu. Takk fyrir allt #endofanera pic.twitter.com/XL5Yng7vDa— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) August 9, 2021 Ég elska fótbolta en ég elska börnin mín meira „Það er erfið ákvörðun fyrir allasem ákveða að enda ferilinn, sama í hvaða íþrótt það er. Ég ætlaði alltaf að spila með landsliðinu á EM næsta sumar. Það var alltaf markmiðið þegar ég var ólétt af tvíburunum.“ „Það sem maður hugsar samt ekki alveg út í - eða ég áttaði mig ekki alveg á – er hversu mikil lífsbreyting þetta er. Það er alveg hægt að komast í jafn gott form og maður var í en að finna tímann til að gera allt jafn vel og áður, ég bara fann hann ekki. Ég elska fótbolta en ég elska börnin mín meira. Ég dáist hreinlega að stelpunum sem ná að gera þetta bæði af fullum krafti, spila fótbolta og eiga börn.“ Uhlsport gloves for the whole family #uhlsport #futurekeepers Big thanks to @UhlsportSweden pic.twitter.com/xiyFCwfUKo— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) November 12, 2020 Gugga íhugaði að vera áfram leikmaður en engin af þeim tilboðum sem hún og Mia Jalkerud, kærasta hennar, fengu var nægilega heillandi. „Við fjölskyldan hefðum alltaf þurft að flytja og vorum ekki tilbúin í það. Við Mia vorum komnar inn á að flytja heim til Stokkhólms, komast í rútínu og taka stöðuna út frá því. Þá kom Eskilstuna upp og í raun sannfærði mig um að ég gæti orðið geggjaður markmannsþjálfari.“ „Ég stefndi alltaf á að verða markmannsþjálfari þegar ég myndi hætt aða spila, hvenær sem það yrði. Hugsaði svo að ef lið í Allsvenskan (sænsku úrvalsdeildinni) vildi fá mig til starfa nú þegar þá væri það einfaldlega geggjað tækifæri.“ „Svo hentaði það vel á þessum tímapunkti. Ég hefði örugglega alltaf hætt eftir EM næsta sumar og veit ekkert hvernig það hefði gengið að komast inn í markmannsþjálfun þá. Mér fannst þetta því nokkuð góð lending, að verða markmannsþjálfari. Þá get ég líka verið með á æfingum einstaka sinnum,“ sagði markvörðurinn fyrrverandi og hló. Ser fram emot en ny karriär som målvaktstränare och del av ledarstaben i Eskilstuna United Hlakka til að byrja nýjan feril sem markmannsþjálfari og hluti af þjálfarateymi Eskilstuna i @_OBOSDamallsv https://t.co/Ir8QbzrZ0w— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) August 10, 2021 Lífið eftir ferilinn gengur ágætlega „Þetta mun ganga mjög vel þegar Olivia og William fara á leikskóla. Sem stendur næ ég ekki að mæta á allar æfingar, er samt á flest öllum. Er að mæta svona þrisvar til fjórum sinnum í viku sem og í heimaleikina, sleppi útileikjunum sem stendur.“ „Það voru aðallega leikirnir í Noregi sem gerðu þetta erfitt fyrir okkur. Þar er gist á hóteli fyrir útileiki og við áttum marga slíka leiki í upphafi móts. Þannig að við vorum kannski í burtu frá Oliviu og William í 30 klukkustundir í senn. Þau voru þá hjá barnapíu sem þau voru nýbúin að kynnast þar sem það var lockdown í Noregi út af Covid-19 á þessum tíma. Ofan á þetta vorum við ekki með leikskólapláss fyrir þau.“ „Þetta var samt mjög erfið ákvörðun (að leggja hanskana á hilluna) þó það sé ákveðinn léttir að hafa tekið hana. Er nokkuð viss um að allt íþróttafólk finni fyrir ákveðnum tómleika þegar ferillinn er á enda en ég hef upplifað þrjú Evrópumót og er mjög spennt fyrir nýju hlutverki, nýjum ferli ef svo má að orði komast.“ „Fæ enn gæsahúð þegar ég hugsa til baka.“ Aðspurð út í hápunktana á ferlinum, þá aðallega með íslenska landsliðinu, þá nefndi Gugga meðal annars 1-0 sigur á Hollandi á EM 2013 og svo 3-2 útisigur á Þýskalandi í undankeppni HM 2019. „Besta upplifunin var örugglega eftir leikinn gegn Hollandi. Þóra Helgadóttir hafði spilað flesta af stóru leikjunum fram að þessu. Svo missti hún af fyrsta leik á mótinu vegna meiðsla, ég kom inn og stóð mig nægilega vel til að halda sætinu. Hélt því svo út mótið og þetta var örugglega besti leikurinn minn á öllu mótinu.“ „Ég man að Dóri (Halldór Björnsson) markmannsþjálfari kom í miðjum fagnaðarlátunum eftir leik og sagði mér að koma með sér upp að miðju. Man að ég var smá pirruð og skildi ekkert hvað hann var að spá. Hann fór með mig á miðjan völlinn, sagði mér að loka augunum, hlusta og taka þetta inn. Mótið var í Svíþjóð og það var fullt af Íslendingum í stúkunni sem létu vel í sér heyra og voru þarna að syngja nafnið mitt. Þetta var svo mikil upplifun, fæ enn gæsahúð þegar ég hugsa til baka.“ Þann 20. október 2017 mætti Ísland svo Þýskalandi ytra í undankeppni HM 2019. Þar vann íslenska liðið einn ótrúlegasta sigur sögunnar. Áður en það kom að þessum leik hafði þýska liðið leikið 68 leiki í undankeppni bæði HM og EM án þess að bíða ósigurs. Það sem meira er, liðið hafði unnið 66 leiki og gert aðeins tvö jafntefli. Það er þangað til Ísland kom í heimsókn. "Við fórum ekki til Þýskalands, pökkuðum í vörn og vonuðum það besta. Við komumst 3-1 yfir og unnum á endanum 3-2 í ótrúlegum leik.“ Guðbjörg í leiknum fræga gegn Þýskalandi.Vísir/Getty Telur jákvætt að stórlið Evrópu séu að stíga upp í kvennaboltanum Gugga var spurð út í uppgang kvennaboltans í Evrópu og þá þróun sem er að eiga sér stað. Það er að flest stærstu liða álfunnar halda nú úti kvennaliði og virðast vilja vinna titla í bæði karla- og kvennabolta. Nefnir hún sem dæmi Barcelona sem gjörsigraði spænsku úrvalsdeildina í vor ásamt því að vinna sannfærandi sigur í Meistaradeild Evrópu. „Þetta byrjar mögulega þegar enska knattspyrnusambandið ákveður að henda töluvert af fjármunum í deildina hjá sér fyrir svona 7-8 árum síðan. Deildin þar hefur verið í uppbyggingu síðan og margar af helst stjörnunum farið í ensku deildina. Enska sambandið setti líka fullt af pening í landsliðið, þær voru ekki með svona góðar áður. Hafa verið að byggja upp söluvöru sem virðist hafa gengið.“ „Sérð aðrar deildir vera að gera slíkt hið sama. Deildin á Spáni til dæmis orðin frábær og bestu liðin þar gjörsamlega geggjuð. Þessi lönd, sem hafa verið hvað stærst karla megin í langan tíma, þau eru orðin geggjuð kvenna megin sem þýðir að áhorfið eykst til muna.“ „Það er mun svalara að Guðbjörg Gunnarsdóttir skrifi undir hjá Barcelona heldur en hjá liði í Skandinavíu sem hefur samt náð mun meiri árangri ef til lengri tíma er litið. Það er kannski skrítið að það sé þannig en þetta hjálpar vonandi til að keyra áhugann enn frekar upp.“ „Það er allt önnur krafa í dag.“ Að endingu var Guðbjörg spurð út í markvörslu, umræðuefni sem blaðamaður gæti rætt langt fram í rauðan dauðann. Guðbjörg er 36 ára gömul og man því tímana tvenna er kemur að því að standa milli stanganna. „Það er allt önnur krafa í dag. Að vera góður í fótunum þegar ég byrjaði að æfa þýddi einfaldlega að geta sparkað langt, sett boltann í ákveðin svæði og leyst einföldustu pressu.“ „Það þarf allt annan leikskilning í dag. Markvörður þarf að vita hvar plássið er út frá hvaða leikkerfi mótherjinn spilar, til dæmis hvort liðið sé með einn eða tvo framherja. Þetta þarftu að vita áður en þú færð sendingu í leik.“ „Í dag þarf markvörður að geta leyst flóknari pressu, spilað út en samt verið tilbúinn að fá boltann aftur. Það er jafn mikilvægt og að geta sparkað langt eða í ákveðin svæði. Þetta var ekki krafa fyrir tíu árum síðan.“ „Svo hefur það breyst hvernig markverðir verjast einn á einn gegn framherjum. Það var alltaf einn af mínum kostum, að vera snögg af línunni. Núna er meira kennt hvernig á að blokka skot af stuttu færi: komast nálægt andstæðingnum, halda líkamanum uppréttum og verja þannig.“ „Ég var sneggri niður og át boltann oft áður en skotið kom. Stundum vill maður bara sjá markverði henda sér fyrir boltann og éta hann upp,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og núverandi markmannsþjálfari Eskilstuna, að lokum. Guðbörg varð marki Djurgården í Svíþjóð lengst af sem atvinnumaður erlendis.Djurgården
Fótbolti Sænski boltinn Tímamót Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Guðbjörg í þjálfarateymi Eskilstuna Guðbjörg Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og atvinnumaður í knattspyrnu, var ekki lengi að finna sér starf eftir að hafa lagt hanskana á hilluna. 10. ágúst 2021 12:57 Kveðjum rignir yfir Guðbjörgu - „Einn besti markmaður sem Ísland hefur átt“ Fyrrum landsliðskonan í fótbolta, Guðbjörg Gunnarsdóttir, tilkynnti í morgun að hún hefði lagt markmannshanskana á hilluna. Fyrrum félagar Guðbjargar í landsliðinu kepptust við að þakka henni fyrir sig í dag. 9. ágúst 2021 22:15 Guðbjörg leggur hanskana á hilluna Hin margreynda Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur ákveðið að leggja markmannshanskana á hilluna. Hún mun þó vera áfram tengd fótbolta en vill ekki gefa upp hvað framtíðin ber í skauti sér. 9. ágúst 2021 09:31 Guðbjörg fékk ekki leikskólapláss og yfirgefur Noreg Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Arna-Bjørnar. Ástæðan er álag heima fyrir en Guðbjörg fékk til að mynda ekki leikskólapláss fyrir eins árs gamla tvíbura sína. 14. júlí 2021 11:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Guðbjörg í þjálfarateymi Eskilstuna Guðbjörg Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og atvinnumaður í knattspyrnu, var ekki lengi að finna sér starf eftir að hafa lagt hanskana á hilluna. 10. ágúst 2021 12:57
Kveðjum rignir yfir Guðbjörgu - „Einn besti markmaður sem Ísland hefur átt“ Fyrrum landsliðskonan í fótbolta, Guðbjörg Gunnarsdóttir, tilkynnti í morgun að hún hefði lagt markmannshanskana á hilluna. Fyrrum félagar Guðbjargar í landsliðinu kepptust við að þakka henni fyrir sig í dag. 9. ágúst 2021 22:15
Guðbjörg leggur hanskana á hilluna Hin margreynda Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur ákveðið að leggja markmannshanskana á hilluna. Hún mun þó vera áfram tengd fótbolta en vill ekki gefa upp hvað framtíðin ber í skauti sér. 9. ágúst 2021 09:31
Guðbjörg fékk ekki leikskólapláss og yfirgefur Noreg Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Arna-Bjørnar. Ástæðan er álag heima fyrir en Guðbjörg fékk til að mynda ekki leikskólapláss fyrir eins árs gamla tvíbura sína. 14. júlí 2021 11:00