Fótbolti

Blikabanarnir Aberdeen þurfa á sigri að halda í seinni leiknum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ryan Hedges skorar sitt annað mark í leiknum gegn Breiðablik sem fram fór í Skotlandi. Hann og liðsfélagar hans þurfa nú á sigri að halda ef þeir ætla sér að komast í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.
Ryan Hedges skorar sitt annað mark í leiknum gegn Breiðablik sem fram fór í Skotlandi. Hann og liðsfélagar hans þurfa nú á sigri að halda ef þeir ætla sér að komast í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Scott Baxter/Getty Images

Skoska liðið Aberdeen sló Breiðablik út í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þeir heimsótti Qarabak frá Aserbaídsjan í fyrri leik liðanna um laust sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og þurftu að sætta sig við 1-0 tap.

Jaime Romero kom heimamönnum í forystu eftir stoðsendingu frá Kady Malinowski eftir hálftíma leik og staðanb því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Hvorugu liðinu tókst að finna netmöskvana í seinni hálfleik og Qarabak fer því með eins marks forystu í seinni leik liðanna.

Seinni viðureignin fer fram eftir slétta viku, en það lið sem hefur betur í þessu einvígi nælir sér í sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×