Fótbolti

Gunnar og Kaj Leo í lands­liðs­hópi Fær­eyja

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gunnar Nielsen, markvörður FH og Færeyja.
Gunnar Nielsen, markvörður FH og Færeyja. Vísir/Vilhelm

Gunnar Nielsen, markvörður FH, og Kaj Leo í Bartalsstovu, vængmaður Íslandsmeistara Vals, hafa verið valdir í færeyska landsliðið sem mun spila þrjá leiki í undankeppni HM 2022 í upphafi næsta mánaðar.

Framundan eru þrír heimaleikir hjá Færeyjum. Verða leikirnir þrír gegn Ísrael, Danmörku og Moldóvu allir spilaðir á þjóðarleikvanginum í Þórshöfn. Þar verða tveir leikmenn úr Pepsi Max deild karla hér á landi sem og þrír leikmenn sem hafa spilað hér á landi.

Hinn 34 ára gamli Gunnar á að baki 63 landsleiki á meðan hinn þrítugi Kaj Leo á að baki 27 leiki. Íslandsvinirnir þrír eru þeir Brandur Olsen, René Joensen og Sonni Ragnar Nattestad.

Færeyingar eru aðeins með eitt stig þegar þremur leikjum er lokið í undankeppni HM. Liðið gerði 1-1 jafntefli ytra gegn Moldóvu en tapaði 3-1 í Austurríki og 4-0 í Skotlandi.

Kaj Leo fagnar marki fyrir Val.Vísir/Hulda Margrét



Fleiri fréttir

Sjá meira


×