Hermann og Martin gagnrýna aumingjana sem fela sig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 10:00 Martin í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Dröfn Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, tekur undir orð föður síns, Hermanns Haukssonar, að hetjur í málefnum líðandi stundar séu bæði þolendur og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem hefur farið mikinn í umræðu um kynferðisofbeldi undanfarna daga. Einnig gagnrýna þeir feðgar þá aumingja sem fela sig og láta aðra um að þrífa upp skítinn eftir sig. Aðeins eru nokkrir dagar síðan Martin Hermannsson, sem leikur með Valencia á Spáni, setti spurningamerki við starfshætti Knattspyrnusambands Íslands í sambandi við þá umræðu sem hefur átt sér stað í kringum ofbeldi sem leikmenn liðsins hafa reynst sekir um í gegnum tíðina. Martin vildi ekki tjá sig frekar um málið þá er Vísir hafði samband við hann en hefur tekið undir orð föður síns á Twitter í dag. „Hetjurnar mínar eru þolendurnir og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem hafa stigið upp síðustu daga. Á meðan fela aumingjarnir sig og láta aðra svara fyrir sinn skít. Þið vitið hverjir þið eruð,“ sagði Hermann á Twitter-síðu sinni. Hetjurnar mínar eru þolendurnir og @HannaBVilhj sem hafa stigið upp síðustu daga , á meðan fela aumingjarnir sig og láta aðra svara fyrir sinn skít. Þið vitið hverjir ÞIÐ eruð — Hermann Hauksson (@HemmiHauks) August 29, 2021 Martin tók undir þessi orð með því að birta færsluna á sínu Twitter með textanum „Ég get ekki orðað þetta betur!“ Er það sama yfirskrift og hann notaði um helgina þegar hann endurbirti færslu Tönju Tómasdóttur, lögræðings og umboðsmanns. Sú var svo hljóðandi: „Hvenær er ábending eða tilkynning með formlegum hætti? Þarf að skrifa bréf, undirrita það með tveimur vottum, stimpla og senda það með pósti? Er ekki nóg að starfsmenn og aðrir sem meðal annars hafa tengsl við þolanda hafi upplýst stjórnendur meðal annars um kynferðisbrot? Nei ég bara spyr.“ Síðan sú færsla birtist hefur Guðni Bergsson sagt af sér sem formaður KSÍ en Klara Bjartmarz situr enn sem framkvæmdastjóri. Ræddi Borghildur Sigurðardóttir, annar af varaformönnum KSÍ, það í Bítinu á Bylgjunni í dag. „Ég ætla ekki að tjá mig um það. Við erum ekki komin lengra í þessu ferli en að taka þau skref sem við ákváðum að taka. Okkur fannst þau mikilvægast til að byrja með,“ sagði Borghildur í viðtalinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Engin formleg tillaga um aukaþing borin upp á fundi stjórnar Stjórn KSÍ ætlar að sitja fram að næsta ársþingi sem fram fer í febrúar. Þó var rætt á fundi stjórnarinnar um helgina að boða til aukaþings þar sem kosin yrði ný stjórn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 08:59 Var ekki möguleiki að allir myndu stíga frá borði og skilja allt eftir óstarfhæft Borghildur Sigurðardóttir, annar af varaformönnum KSÍ, ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun um þá stöðu sem nú er uppi hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Hún segir stjórn sambandsins ekki hafa gengið frá borði í heild sinni þar sem þá yrði sambandið óstarfhæft. 30. ágúst 2021 08:31 Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar. 29. ágúst 2021 18:06 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Einnig gagnrýna þeir feðgar þá aumingja sem fela sig og láta aðra um að þrífa upp skítinn eftir sig. Aðeins eru nokkrir dagar síðan Martin Hermannsson, sem leikur með Valencia á Spáni, setti spurningamerki við starfshætti Knattspyrnusambands Íslands í sambandi við þá umræðu sem hefur átt sér stað í kringum ofbeldi sem leikmenn liðsins hafa reynst sekir um í gegnum tíðina. Martin vildi ekki tjá sig frekar um málið þá er Vísir hafði samband við hann en hefur tekið undir orð föður síns á Twitter í dag. „Hetjurnar mínar eru þolendurnir og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem hafa stigið upp síðustu daga. Á meðan fela aumingjarnir sig og láta aðra svara fyrir sinn skít. Þið vitið hverjir þið eruð,“ sagði Hermann á Twitter-síðu sinni. Hetjurnar mínar eru þolendurnir og @HannaBVilhj sem hafa stigið upp síðustu daga , á meðan fela aumingjarnir sig og láta aðra svara fyrir sinn skít. Þið vitið hverjir ÞIÐ eruð — Hermann Hauksson (@HemmiHauks) August 29, 2021 Martin tók undir þessi orð með því að birta færsluna á sínu Twitter með textanum „Ég get ekki orðað þetta betur!“ Er það sama yfirskrift og hann notaði um helgina þegar hann endurbirti færslu Tönju Tómasdóttur, lögræðings og umboðsmanns. Sú var svo hljóðandi: „Hvenær er ábending eða tilkynning með formlegum hætti? Þarf að skrifa bréf, undirrita það með tveimur vottum, stimpla og senda það með pósti? Er ekki nóg að starfsmenn og aðrir sem meðal annars hafa tengsl við þolanda hafi upplýst stjórnendur meðal annars um kynferðisbrot? Nei ég bara spyr.“ Síðan sú færsla birtist hefur Guðni Bergsson sagt af sér sem formaður KSÍ en Klara Bjartmarz situr enn sem framkvæmdastjóri. Ræddi Borghildur Sigurðardóttir, annar af varaformönnum KSÍ, það í Bítinu á Bylgjunni í dag. „Ég ætla ekki að tjá mig um það. Við erum ekki komin lengra í þessu ferli en að taka þau skref sem við ákváðum að taka. Okkur fannst þau mikilvægast til að byrja með,“ sagði Borghildur í viðtalinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Engin formleg tillaga um aukaþing borin upp á fundi stjórnar Stjórn KSÍ ætlar að sitja fram að næsta ársþingi sem fram fer í febrúar. Þó var rætt á fundi stjórnarinnar um helgina að boða til aukaþings þar sem kosin yrði ný stjórn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 08:59 Var ekki möguleiki að allir myndu stíga frá borði og skilja allt eftir óstarfhæft Borghildur Sigurðardóttir, annar af varaformönnum KSÍ, ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun um þá stöðu sem nú er uppi hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Hún segir stjórn sambandsins ekki hafa gengið frá borði í heild sinni þar sem þá yrði sambandið óstarfhæft. 30. ágúst 2021 08:31 Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar. 29. ágúst 2021 18:06 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Engin formleg tillaga um aukaþing borin upp á fundi stjórnar Stjórn KSÍ ætlar að sitja fram að næsta ársþingi sem fram fer í febrúar. Þó var rætt á fundi stjórnarinnar um helgina að boða til aukaþings þar sem kosin yrði ný stjórn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 08:59
Var ekki möguleiki að allir myndu stíga frá borði og skilja allt eftir óstarfhæft Borghildur Sigurðardóttir, annar af varaformönnum KSÍ, ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun um þá stöðu sem nú er uppi hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Hún segir stjórn sambandsins ekki hafa gengið frá borði í heild sinni þar sem þá yrði sambandið óstarfhæft. 30. ágúst 2021 08:31
Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar. 29. ágúst 2021 18:06