Flugvöllum seinkar og sá þriðji líklega styttur Kristján Már Unnarsson skrifar 4. september 2021 08:24 Teikning af fyrirhugaðri flugstöð í Nuuk. Kalaallit Airports Bakslag er komið í flugvallaframkvæmdirnar á Grænlandi, stærstu innviðauppbyggingu í sögu landsins. Tilkynnt hefur verið um ársseinkun á völlunum í Nuuk og Ilulissat á sama tíma og horfur eru á að þriðji flugvöllurinn, í Qaqortoq, verði minnkaður í sparnaðarskyni. Flugvallafélag grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, tilkynnti í vikunni að opnun nýrrar 2.200 metra flugbrautar í Nuuk myndi frestast til ársins 2024, en áður var búið að skýra frá samsvarandi seinkun í Ilulissat. Til stóð að flugvellirnir yrðu tilbúnir árið 2023, sem og nýr 1.500 metra flugvöllur í Qaqortoq, en þar hafa framkvæmdir enn ekki hafist. Opnun nýs flugvallar í Nuuk frestast um eitt ár, til ársins 2024, miðað við nýjustu tilkynningu grænlenskra flugvallayfirvalda.Kalaallit Airports Í fréttatilkynningu er seinkunin einkum rakin til afleiðinga covid-19 faraldursins. Einnig hafi umfang verksins aukist með nýjum kröfum um búnað og aðstöðu, eins og um miðlínuljós í flugbraut og aðflugsljós. Þá hefur flugvallafélagið neyðst til að slá viðbótarlán upp á átján milljarða íslenskra króna til að mæta umframkostnaði. Flugvellirnir þrír. Framkvæmdir eru hafnar í Nuuk og Ilulissat en óvissa er um Qaqortoq.Stöð 2/Google Earth. Í vikunni var einnig birt skýrsla sem stjórnvöld létu gera um valkosti til að draga úr kostnaði við nýjan flugvöll í Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Búið er að bjóða verkið út tvisvar en í bæði skiptin reyndust tilboð nærri tvöfalt hærri en sá fjórtán milljarða króna fjárhagsrammi sem grænlensk stjórnvöld höfðu markað verkefninu. Í skýrslunni eru bornir saman möguleikar á að stytta brautina úr 1.500 metrum niður í 1.199 metra, 1.000 metra eða jafnvel 799 metra, samtímis því að minnka flugstöðina. Qaqortoq-flugvöllur var upphaflega hannaður með nægilega langri flugbraut fyrir smærri farþegaþotur eins og Airbus A220. Núna stefnir í að flugbrautin verði höfð styttri.Kalaallit Airports Fyrir Icelandair skiptir niðurstaðan máli upp á það hvaða flugvélartegundir verður hægt að nota í Grænlandsflugi félagsins. Þannig þurfa Bombardier Q200-vélarnar 1.000 metra braut meðan Q400-vélarnar þurfa 1.300 -1.400 metra braut. Í skýrslunni er þó bent á Q400-vélar Icelandair geti með takmörkuðu burðarþoli notað 1.200 metra braut. Boeing 737 max-þoturnar gætu síðan notað brautirnar í Nuuk og Ilulissat með 2.200 metra lengd. Naaja Nathanielsen er ráðherra innviða Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Samgönguráðherrann Naaja Nathanielsen segir í viðtali við Sermitsiaq að sér sýnist að 1.199 metra löng braut geti verið góður valkostur í Qaqortoq, þá með möguleika á lengingu í framtíðinni. Hún muni þó freista þess að ná breiðri samstöðu um málið á þjóðþinginu. Lagabreytingu þarf til þar sem 1.500 metra braut í Qaqortoq hafði verið áskilin í lögum um flugvallaframkvæmdirnar. Grænland Fréttir af flugi Icelandair Norðurslóðir Tengdar fréttir Óvíst um gerð þriðja nýja flugvallarins á Grænlandi Horfur eru á að Grænlendingar verði að sætta sig við að fá bara tvo nýja alþjóðflugvelli að sinni en ekki þrjá, eins og að var stefnt. Vegna fjárskorts hafa grænlensk stjórnvöld neyðst til að fresta gerð nýs aðalflugvallar fyrir Suður-Grænland. 1. júlí 2021 23:10 Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Flugvallafélag grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, tilkynnti í vikunni að opnun nýrrar 2.200 metra flugbrautar í Nuuk myndi frestast til ársins 2024, en áður var búið að skýra frá samsvarandi seinkun í Ilulissat. Til stóð að flugvellirnir yrðu tilbúnir árið 2023, sem og nýr 1.500 metra flugvöllur í Qaqortoq, en þar hafa framkvæmdir enn ekki hafist. Opnun nýs flugvallar í Nuuk frestast um eitt ár, til ársins 2024, miðað við nýjustu tilkynningu grænlenskra flugvallayfirvalda.Kalaallit Airports Í fréttatilkynningu er seinkunin einkum rakin til afleiðinga covid-19 faraldursins. Einnig hafi umfang verksins aukist með nýjum kröfum um búnað og aðstöðu, eins og um miðlínuljós í flugbraut og aðflugsljós. Þá hefur flugvallafélagið neyðst til að slá viðbótarlán upp á átján milljarða íslenskra króna til að mæta umframkostnaði. Flugvellirnir þrír. Framkvæmdir eru hafnar í Nuuk og Ilulissat en óvissa er um Qaqortoq.Stöð 2/Google Earth. Í vikunni var einnig birt skýrsla sem stjórnvöld létu gera um valkosti til að draga úr kostnaði við nýjan flugvöll í Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Búið er að bjóða verkið út tvisvar en í bæði skiptin reyndust tilboð nærri tvöfalt hærri en sá fjórtán milljarða króna fjárhagsrammi sem grænlensk stjórnvöld höfðu markað verkefninu. Í skýrslunni eru bornir saman möguleikar á að stytta brautina úr 1.500 metrum niður í 1.199 metra, 1.000 metra eða jafnvel 799 metra, samtímis því að minnka flugstöðina. Qaqortoq-flugvöllur var upphaflega hannaður með nægilega langri flugbraut fyrir smærri farþegaþotur eins og Airbus A220. Núna stefnir í að flugbrautin verði höfð styttri.Kalaallit Airports Fyrir Icelandair skiptir niðurstaðan máli upp á það hvaða flugvélartegundir verður hægt að nota í Grænlandsflugi félagsins. Þannig þurfa Bombardier Q200-vélarnar 1.000 metra braut meðan Q400-vélarnar þurfa 1.300 -1.400 metra braut. Í skýrslunni er þó bent á Q400-vélar Icelandair geti með takmörkuðu burðarþoli notað 1.200 metra braut. Boeing 737 max-þoturnar gætu síðan notað brautirnar í Nuuk og Ilulissat með 2.200 metra lengd. Naaja Nathanielsen er ráðherra innviða Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Samgönguráðherrann Naaja Nathanielsen segir í viðtali við Sermitsiaq að sér sýnist að 1.199 metra löng braut geti verið góður valkostur í Qaqortoq, þá með möguleika á lengingu í framtíðinni. Hún muni þó freista þess að ná breiðri samstöðu um málið á þjóðþinginu. Lagabreytingu þarf til þar sem 1.500 metra braut í Qaqortoq hafði verið áskilin í lögum um flugvallaframkvæmdirnar.
Grænland Fréttir af flugi Icelandair Norðurslóðir Tengdar fréttir Óvíst um gerð þriðja nýja flugvallarins á Grænlandi Horfur eru á að Grænlendingar verði að sætta sig við að fá bara tvo nýja alþjóðflugvelli að sinni en ekki þrjá, eins og að var stefnt. Vegna fjárskorts hafa grænlensk stjórnvöld neyðst til að fresta gerð nýs aðalflugvallar fyrir Suður-Grænland. 1. júlí 2021 23:10 Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Óvíst um gerð þriðja nýja flugvallarins á Grænlandi Horfur eru á að Grænlendingar verði að sætta sig við að fá bara tvo nýja alþjóðflugvelli að sinni en ekki þrjá, eins og að var stefnt. Vegna fjárskorts hafa grænlensk stjórnvöld neyðst til að fresta gerð nýs aðalflugvallar fyrir Suður-Grænland. 1. júlí 2021 23:10
Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00
Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40
Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52