Hefur áhrif á Ísland að vera án lykilmanna en þekki ekki ástæðurnar Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2021 13:00 Leon Goretzka á blaðamannafundi í Stuttgart í dag. Getty/Tom Weller Leon Goretzka, miðjubuff Bayern München og þýska landsliðsins, segir það að sjálfsögðu hafa áhrif á íslenska landsliðið að í það vanti lykilleikmenn. Hann kvaðst hins vegar ekki þekkja ástæður þess að þeir yrðu ekki með á Laugardalsvelli á morgun og vildi því ekki tjá sig um þær. „Auðvitað hjálpar að það vanti lykilmenn í íslenska liðið,“ sagði Goretzka á blaðamannafundi í dag, aðspurður hvort það kæmi til með að gagnast þýska liðinu innan vallar að íslenskir landsliðsmenn hefðu undanfarið verið sakaðir um ofbeldis- og kynferðisbrot. Þýskur blaðamaður benti Goretzka á að Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson yrðu ekki með í leiknum, en Gylfi var handtekinn í sumar grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku og Kolbeinn greiddi tveimur konum skaðabætur vegna hegðunar sinnar gagnvart þeim. „Það hefur svo sannarlega áhrif þegar andstæðingarnir eru án mikilvægra leikmanna. En ég þekki ekki ástæðurnar fyrir því að þeir eru ekki með og get ekki tjáð mig um þær,“ sagði Goretzka og virtist undrandi á spurningum um málið. Þjóðverjar mæta til landsins með höfuðið hátt eftir að hafa tekið toppsæti J-riðils af Armenum með því að vinna þá 6-0 á sunnudaginn. Ísland þarf helst á sigri að halda til að eiga enn einhverja möguleika á að komast á HM en virðist ekki líklegt til afreka eftir 2-0 tap gegn Rúmeníu og 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu. Goretzka hafði fátt um íslenska liðið að segja: „Við búum okkur auðvitað mjög vel undir þennan leik. Við hugsum aðallega um okkur sjálfa, ætlum að vera vel skipulagðir og halda áfram að bæta okkur í því að komast í góðar stöður og sækja hratt. En við ræðum það svo bara í kvöld við hverju við þurfum að búast frá mótherjum okkar.“ HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
„Auðvitað hjálpar að það vanti lykilmenn í íslenska liðið,“ sagði Goretzka á blaðamannafundi í dag, aðspurður hvort það kæmi til með að gagnast þýska liðinu innan vallar að íslenskir landsliðsmenn hefðu undanfarið verið sakaðir um ofbeldis- og kynferðisbrot. Þýskur blaðamaður benti Goretzka á að Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson yrðu ekki með í leiknum, en Gylfi var handtekinn í sumar grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku og Kolbeinn greiddi tveimur konum skaðabætur vegna hegðunar sinnar gagnvart þeim. „Það hefur svo sannarlega áhrif þegar andstæðingarnir eru án mikilvægra leikmanna. En ég þekki ekki ástæðurnar fyrir því að þeir eru ekki með og get ekki tjáð mig um þær,“ sagði Goretzka og virtist undrandi á spurningum um málið. Þjóðverjar mæta til landsins með höfuðið hátt eftir að hafa tekið toppsæti J-riðils af Armenum með því að vinna þá 6-0 á sunnudaginn. Ísland þarf helst á sigri að halda til að eiga enn einhverja möguleika á að komast á HM en virðist ekki líklegt til afreka eftir 2-0 tap gegn Rúmeníu og 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu. Goretzka hafði fátt um íslenska liðið að segja: „Við búum okkur auðvitað mjög vel undir þennan leik. Við hugsum aðallega um okkur sjálfa, ætlum að vera vel skipulagðir og halda áfram að bæta okkur í því að komast í góðar stöður og sækja hratt. En við ræðum það svo bara í kvöld við hverju við þurfum að búast frá mótherjum okkar.“
HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira