Átján ár frá jafnteflinu fræga | Arnar Þór og Eiður Smári nú á hliðarlínunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2021 07:31 Eiður Smári og Oliver Kahn á góðri stundu. Martin Rose/Getty Images Fyrir átján árum og tveimur dögum, eða 6577 dögum síðan, gerðu Ísland og Þýskaland markalaust jafntefli á Laugardalsvelli í undankeppni EM í fótbolta. Ísland fær tækifæri til að endurtaka leikinn í kvöld er Þýskaland mætir á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2022. Haustið 2003 mætti þýska landsliðið á Laugardalsvall Oliver Kahn í markinu, Carsten Ramelow í vörninni, Sebastian Kehl, Michael Ballack og Bernd Schneider á miðjunni að ógleymdum Miroslav Klose upp á topp. Þeir komust hvorki lönd né strönd gegn íslensku liði með Árna Gaut Arason í markinu. Pétur Marteinsson, Ólaf Örn Bjarnason, Indriða Sigurðsson, Lárus Orra Sigurðsson og Hermann Hreiðarsson í vörninni. Jóhannes Karl og Þórður Guðjónsson voru á miðjunni ásamt Rúnari Kristinssyni. Að lokum voru Eiður Smári Guðjohnsen og Heiðar Helguson fremstu menn. Inn af varamannabekk Íslands komu þeir Helgi Sigurðsson, Arnar Grétarsson og núverandi landsliðsþjálfari, Arnar Þór Viðarsson. Oliver Kahn og Heiðar Helguson elduðu grátt silfur saman í leiknum á Laugardalsvelli þann 6. september 2003.Vísir/ÞORVALDUR Ö. KRISTMUNDSSON Leikurinn er ef til vill hvað frægastur fyrir það þegar Heiðar Helguson sagði Oliver Kahn til syndanna. Það og búningi Íslands á þeim tíma. Þjálfarateymi Íslands tók því þátt í leiknum fyrir hartnær 18 árum síðan. Andri Lucas Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára, gæti spilað er Þjóðverjar mæta á Laugardalsvöllinn á nýjan leik. Sömu sögu er að segja af Rúnari Alex Rúnarssyni – syni Rúnars Kristinssonar – sem og af Ísaki Bergmanni Jóhannessyni – syni Jóhannes Karls Guðjónssonar. Þjóðverjar hefndu vissulega fyrri markalausa jafnteflið er þeir unnu Ísland 3-0 heima og því margt líkt með viðureignum liðanna tveggja árið 2003 og nú 2021. Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist á Laugardalsvelli í kvöld. Eiður Smári og Rúnar Kristinsson skilja hvorki upp né niður í ákvörðun dómarans.Kurt Vinion/Getty Images Leikur Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2022 sem fram fer í Katar. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Þá má finna umfjöllun, viðtöl og einkunnir að leik loknum. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira
Haustið 2003 mætti þýska landsliðið á Laugardalsvall Oliver Kahn í markinu, Carsten Ramelow í vörninni, Sebastian Kehl, Michael Ballack og Bernd Schneider á miðjunni að ógleymdum Miroslav Klose upp á topp. Þeir komust hvorki lönd né strönd gegn íslensku liði með Árna Gaut Arason í markinu. Pétur Marteinsson, Ólaf Örn Bjarnason, Indriða Sigurðsson, Lárus Orra Sigurðsson og Hermann Hreiðarsson í vörninni. Jóhannes Karl og Þórður Guðjónsson voru á miðjunni ásamt Rúnari Kristinssyni. Að lokum voru Eiður Smári Guðjohnsen og Heiðar Helguson fremstu menn. Inn af varamannabekk Íslands komu þeir Helgi Sigurðsson, Arnar Grétarsson og núverandi landsliðsþjálfari, Arnar Þór Viðarsson. Oliver Kahn og Heiðar Helguson elduðu grátt silfur saman í leiknum á Laugardalsvelli þann 6. september 2003.Vísir/ÞORVALDUR Ö. KRISTMUNDSSON Leikurinn er ef til vill hvað frægastur fyrir það þegar Heiðar Helguson sagði Oliver Kahn til syndanna. Það og búningi Íslands á þeim tíma. Þjálfarateymi Íslands tók því þátt í leiknum fyrir hartnær 18 árum síðan. Andri Lucas Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára, gæti spilað er Þjóðverjar mæta á Laugardalsvöllinn á nýjan leik. Sömu sögu er að segja af Rúnari Alex Rúnarssyni – syni Rúnars Kristinssonar – sem og af Ísaki Bergmanni Jóhannessyni – syni Jóhannes Karls Guðjónssonar. Þjóðverjar hefndu vissulega fyrri markalausa jafnteflið er þeir unnu Ísland 3-0 heima og því margt líkt með viðureignum liðanna tveggja árið 2003 og nú 2021. Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist á Laugardalsvelli í kvöld. Eiður Smári og Rúnar Kristinsson skilja hvorki upp né niður í ákvörðun dómarans.Kurt Vinion/Getty Images Leikur Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2022 sem fram fer í Katar. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Þá má finna umfjöllun, viðtöl og einkunnir að leik loknum.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira