Öskuillur Van Gaal: „Þú veist ekkert hvað þú ert að tala um, ert bara blaðamaður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2021 16:31 Louis van Gaal er einstakur í alla staði. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Hinn sjötugi þjálfari hollenska landsliðsins, Louis van Gaal, var ekki parsáttur við fullyrðingu blaðamanns fyrir leik Hollands og Tyrklands. Fullyrðingin sneri þó ekki að spilamennsku Hollands heldur að enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea. Holland rúllaði yfir Tyrkland í toppslag G-riðils í gær er liðin mættust í Amsterdam, lokatölur 6-1 Hollendingum í vil sem nýttu sér það að Çağlar Söyüncü, miðvörður Tyrklands, lét reka sig af velli undir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 3-0. Spilamennska Hollands er eitt en framkoma Louis van Gaal er annað. Eins og Vísir greindi frá er Van Gaal ekki par hrifinn af Formúlu 1 og nú er ljóst að hann er mikill aðdáandi Thomas Tuchel og Chelsea. Svo mikill aðdáandi er hann að þjálfarinn lét blaðamanninn Valentijn Drissen heyra það sem finnst Chelsea spila varnarsinnaðan bolta. „Það er alls ekki þannig Valentijn. Þú veist ekkert um hvað þú ert að tala. Mér þykir leitt að segja það en þú ert bara blaðamaður. Þú ert að reyna koma þinni sýn á framfæri en þú hefur enga fótboltasýn. Þú býrð yfir sýn fyrir dagblaðið þitt, frábært. Það vekur athygli og allt það,“ sagði Van Gaal öskuillur eftir að Drissen dirfðist að gefa til kynna að Chelsea væri varnarsinnað lið. Hann hélt svo áfram að láta blaðamanninn heyra það. „Það er hægt að sækja á góðan hátt með 5-3-2 eða 5-2-3 leikkerfi. Það sýnir Chelsea með fullt af mismunandi leikmönnum. Ég tek hatt minn ofan fyrir Tuchel,“ bætti hann við og þóttist taka ósýnilegan hatt af höfði sínu. „Þú ættir að lesa bókina mína því ég held þú hafir gert það,“ sagði Van Gaal að endingu. Myndband af þessum orðaskiptum má sjá hér að neðan. Einnig sést Memphis, aðalstjarna Hollands, glotta við tönn og taka góðan vatnssopa er Van Gaal byrjaði að láta gamminn geysa. Memphis Depay's "Oh, mate, you've really gone and done it now" mood as he quietly laughs and drinks his water is perfect.pic.twitter.com/pZDZgrxA8W— MUNDIAL (@MundialMag) September 7, 2021 Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Holland, Tyrkland og Ísrael með stórsigra Undankeppni HM 2022 hélt áfram í dag og það voru 13 leikir á dagskrá. Hollendingar og Tyrkir unnu sína leiki í G-riðli og lyfta sér upp fyrir Norðmenn í efstu tvö sætin. Þá unnu Ísraelar sterkan 5-2 sigur á Austurríkismönnum. 4. september 2021 21:18 Þrettán ára fékk sekt og fimm ára bann fyrir sjálfu með Memphis Sjálfan sem þrettán ára strákur fékk af sér með Memphis Depay í leik Hollands og Svartfjallalands í undankeppni HM 2022 á laugardaginn reyndist dýr. 7. september 2021 14:59 Van Gaal ekki hrifinn af Formúlu 1: „Bara mieeeeuw, mieeeeuw“ Hinn sjötugi Louis van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins í fótbolta, er ekki hrifinn af Formúlu 1 þó svo að einn besti ökumaður heims um þessar mundir sé Hollendingur. 7. september 2021 11:31 Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Sjá meira
Holland rúllaði yfir Tyrkland í toppslag G-riðils í gær er liðin mættust í Amsterdam, lokatölur 6-1 Hollendingum í vil sem nýttu sér það að Çağlar Söyüncü, miðvörður Tyrklands, lét reka sig af velli undir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 3-0. Spilamennska Hollands er eitt en framkoma Louis van Gaal er annað. Eins og Vísir greindi frá er Van Gaal ekki par hrifinn af Formúlu 1 og nú er ljóst að hann er mikill aðdáandi Thomas Tuchel og Chelsea. Svo mikill aðdáandi er hann að þjálfarinn lét blaðamanninn Valentijn Drissen heyra það sem finnst Chelsea spila varnarsinnaðan bolta. „Það er alls ekki þannig Valentijn. Þú veist ekkert um hvað þú ert að tala. Mér þykir leitt að segja það en þú ert bara blaðamaður. Þú ert að reyna koma þinni sýn á framfæri en þú hefur enga fótboltasýn. Þú býrð yfir sýn fyrir dagblaðið þitt, frábært. Það vekur athygli og allt það,“ sagði Van Gaal öskuillur eftir að Drissen dirfðist að gefa til kynna að Chelsea væri varnarsinnað lið. Hann hélt svo áfram að láta blaðamanninn heyra það. „Það er hægt að sækja á góðan hátt með 5-3-2 eða 5-2-3 leikkerfi. Það sýnir Chelsea með fullt af mismunandi leikmönnum. Ég tek hatt minn ofan fyrir Tuchel,“ bætti hann við og þóttist taka ósýnilegan hatt af höfði sínu. „Þú ættir að lesa bókina mína því ég held þú hafir gert það,“ sagði Van Gaal að endingu. Myndband af þessum orðaskiptum má sjá hér að neðan. Einnig sést Memphis, aðalstjarna Hollands, glotta við tönn og taka góðan vatnssopa er Van Gaal byrjaði að láta gamminn geysa. Memphis Depay's "Oh, mate, you've really gone and done it now" mood as he quietly laughs and drinks his water is perfect.pic.twitter.com/pZDZgrxA8W— MUNDIAL (@MundialMag) September 7, 2021
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Holland, Tyrkland og Ísrael með stórsigra Undankeppni HM 2022 hélt áfram í dag og það voru 13 leikir á dagskrá. Hollendingar og Tyrkir unnu sína leiki í G-riðli og lyfta sér upp fyrir Norðmenn í efstu tvö sætin. Þá unnu Ísraelar sterkan 5-2 sigur á Austurríkismönnum. 4. september 2021 21:18 Þrettán ára fékk sekt og fimm ára bann fyrir sjálfu með Memphis Sjálfan sem þrettán ára strákur fékk af sér með Memphis Depay í leik Hollands og Svartfjallalands í undankeppni HM 2022 á laugardaginn reyndist dýr. 7. september 2021 14:59 Van Gaal ekki hrifinn af Formúlu 1: „Bara mieeeeuw, mieeeeuw“ Hinn sjötugi Louis van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins í fótbolta, er ekki hrifinn af Formúlu 1 þó svo að einn besti ökumaður heims um þessar mundir sé Hollendingur. 7. september 2021 11:31 Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Sjá meira
Holland, Tyrkland og Ísrael með stórsigra Undankeppni HM 2022 hélt áfram í dag og það voru 13 leikir á dagskrá. Hollendingar og Tyrkir unnu sína leiki í G-riðli og lyfta sér upp fyrir Norðmenn í efstu tvö sætin. Þá unnu Ísraelar sterkan 5-2 sigur á Austurríkismönnum. 4. september 2021 21:18
Þrettán ára fékk sekt og fimm ára bann fyrir sjálfu með Memphis Sjálfan sem þrettán ára strákur fékk af sér með Memphis Depay í leik Hollands og Svartfjallalands í undankeppni HM 2022 á laugardaginn reyndist dýr. 7. september 2021 14:59
Van Gaal ekki hrifinn af Formúlu 1: „Bara mieeeeuw, mieeeeuw“ Hinn sjötugi Louis van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins í fótbolta, er ekki hrifinn af Formúlu 1 þó svo að einn besti ökumaður heims um þessar mundir sé Hollendingur. 7. september 2021 11:31