Það gekk mikið á fyrir leik en leikurinn í kvöld var sýndur í 160 löndum um heim allan. Þá voru Birkir Már Sævarsson og Birkir Bjarnason heiðraðir þar sem þeir léku sinn 100. landsleik gegn Norður-Makedóníu á dögunum.
Ísland fékk á sig mark snemma leiks þegar Serge Gnabry renndi sendingu Leroy Sané í netið.
Antonio Rüdiger tvöfaldaði forystuna um miðbik fyrri hálfleiks.
Jóhann Berg Guðmundsson átti þrumuskot í stöngina. Leroy Sané kom Þýskalandi í 3-0 skömmu síðar.
Timo Werner brenndi af fjölda færa.