Fjarlægðu einn stærsta minnisvarðann um Suðurríkjaleiðtoga sem eftir var Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2021 21:17 Iðnaðarmenn söguðu efri hluta styttunnar af Lee af til að hægt væri að flytja hana í burtu. AP/Steve Helber Verkamenn fjarlægðu styttu af Robert E. Lee, hershöfðingja gömlu Suðurríkjanna, í höfuðborg Virginíuríkis í Bandaríkjunum í dag. Fögnuður braust út þegar styttunni var lyft af stalli sínum. Styttan af Lee í Richmond í Virginíu var einn stærsti minnisvarðinn um leiðtoga Suðurríkjanna sem eftir var í Bandaríkjunum. Hún var sex metra há en stallurinn sem hún sat á var tvöfalt hærri. Lee hafði trónað á hesti sínum þar frá 1890. Hann leiddi her Norður-Virginíu og Suðurríkjanna í borgarastríðinu. Ralph Northam, ríkisstjóri, skipaði fyrir um að styttan skyldi hverfa skömmu eftir að lögreglumenn drápu George Floyd í fyrra. Málsóknir töfðu að tilskipun ríkisstjórans væri framfylgt en Hæstiréttur Virginíu komst að lokum að þeirri niðurstöðu að ríkisyfirvöld mættu fjarlægja hana. Richmond varð höfuðborg Suðurríkjanna sem sögðu sig úr lögum við Bandaríkin árið 1861. Þau vildu ekki samþykkja að þrælahald yrði aflagt. Háðu þau blóðugt borgarastríð gegn Bandaríkjunum sem lauk árið 1865. Ýmis konar minnisvarðar um leiðtoga Suðurríkjanna skutu upp kollinum langt fram á 20. öldina. Fyrir mörgum voru þeir þó aðeins áminning um sársaukafullan tíma í sögu Bandaríkjanna. „Allar leifar eins og þessar sem varpa dýrðarljóma á glataðan málstað borgarastríðsins verður að taka niður,“ sagði Northam ríkisstjóri sem taldi styttuna tákna meira en 400 ára sögu sem Bandaríkjamenn ættu ekki að vera stoltir af. Devon Henry, eigandi verkatakafyrirtækisins sem fjarlægði styttuna af Lee, faðmar Fredu Thornton, móður sína. Hópur fólks fylgdist með og fagnaði þegar styttan af manninum sem leiddi her Suðurríkjanna hvarf af stalli sínum.AP/Steve Helber Drápið á Floyd í fyrra hleypti auknum krafti í baráttu fyrir því að minnisvarðar til heiðurs Suðurríkjunum og leiðtogum þeirra yrðu fjarlægðir víðsvegar um Bandaríkin. Víða voru styttur teknar niður og í Mississippi var ríkisfánunum breytt en í honum hafði verið innfelldur fáni Suðurríkjanna. Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Umdeild stytta í Charlottesville fjarlægð Stytta af hershöfðingjanum Robert E. Lee sem stóð í Frelsisgarðinum í Charlottesville í Bandaríkjunum hefur nú verið fjarlægð eftir nokkurra ára deilur. Styttunni hefur verið mótmælt harðlega af þeim sem berjast gegn kynþáttahatri. 11. júlí 2021 10:20 Fjarlægðu styttu af Suðurríkjahermanni Stytta sem sýnir hermann Suðurríkjanna úr Þrælastríðinu hefur verið tekin niður í borginni Charlottesville í Virginíu. 13. september 2020 08:43 Tóku fánann með suðurríkjakrossi niður í hinsta sinn Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Fáninn var sá síðasti í Bandaríkjunum sem var enn með merki gamla Suðurríkjasambandsins. 2. júlí 2020 14:58 Hriktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Styttan af Lee í Richmond í Virginíu var einn stærsti minnisvarðinn um leiðtoga Suðurríkjanna sem eftir var í Bandaríkjunum. Hún var sex metra há en stallurinn sem hún sat á var tvöfalt hærri. Lee hafði trónað á hesti sínum þar frá 1890. Hann leiddi her Norður-Virginíu og Suðurríkjanna í borgarastríðinu. Ralph Northam, ríkisstjóri, skipaði fyrir um að styttan skyldi hverfa skömmu eftir að lögreglumenn drápu George Floyd í fyrra. Málsóknir töfðu að tilskipun ríkisstjórans væri framfylgt en Hæstiréttur Virginíu komst að lokum að þeirri niðurstöðu að ríkisyfirvöld mættu fjarlægja hana. Richmond varð höfuðborg Suðurríkjanna sem sögðu sig úr lögum við Bandaríkin árið 1861. Þau vildu ekki samþykkja að þrælahald yrði aflagt. Háðu þau blóðugt borgarastríð gegn Bandaríkjunum sem lauk árið 1865. Ýmis konar minnisvarðar um leiðtoga Suðurríkjanna skutu upp kollinum langt fram á 20. öldina. Fyrir mörgum voru þeir þó aðeins áminning um sársaukafullan tíma í sögu Bandaríkjanna. „Allar leifar eins og þessar sem varpa dýrðarljóma á glataðan málstað borgarastríðsins verður að taka niður,“ sagði Northam ríkisstjóri sem taldi styttuna tákna meira en 400 ára sögu sem Bandaríkjamenn ættu ekki að vera stoltir af. Devon Henry, eigandi verkatakafyrirtækisins sem fjarlægði styttuna af Lee, faðmar Fredu Thornton, móður sína. Hópur fólks fylgdist með og fagnaði þegar styttan af manninum sem leiddi her Suðurríkjanna hvarf af stalli sínum.AP/Steve Helber Drápið á Floyd í fyrra hleypti auknum krafti í baráttu fyrir því að minnisvarðar til heiðurs Suðurríkjunum og leiðtogum þeirra yrðu fjarlægðir víðsvegar um Bandaríkin. Víða voru styttur teknar niður og í Mississippi var ríkisfánunum breytt en í honum hafði verið innfelldur fáni Suðurríkjanna.
Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Umdeild stytta í Charlottesville fjarlægð Stytta af hershöfðingjanum Robert E. Lee sem stóð í Frelsisgarðinum í Charlottesville í Bandaríkjunum hefur nú verið fjarlægð eftir nokkurra ára deilur. Styttunni hefur verið mótmælt harðlega af þeim sem berjast gegn kynþáttahatri. 11. júlí 2021 10:20 Fjarlægðu styttu af Suðurríkjahermanni Stytta sem sýnir hermann Suðurríkjanna úr Þrælastríðinu hefur verið tekin niður í borginni Charlottesville í Virginíu. 13. september 2020 08:43 Tóku fánann með suðurríkjakrossi niður í hinsta sinn Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Fáninn var sá síðasti í Bandaríkjunum sem var enn með merki gamla Suðurríkjasambandsins. 2. júlí 2020 14:58 Hriktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Umdeild stytta í Charlottesville fjarlægð Stytta af hershöfðingjanum Robert E. Lee sem stóð í Frelsisgarðinum í Charlottesville í Bandaríkjunum hefur nú verið fjarlægð eftir nokkurra ára deilur. Styttunni hefur verið mótmælt harðlega af þeim sem berjast gegn kynþáttahatri. 11. júlí 2021 10:20
Fjarlægðu styttu af Suðurríkjahermanni Stytta sem sýnir hermann Suðurríkjanna úr Þrælastríðinu hefur verið tekin niður í borginni Charlottesville í Virginíu. 13. september 2020 08:43
Tóku fánann með suðurríkjakrossi niður í hinsta sinn Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Fáninn var sá síðasti í Bandaríkjunum sem var enn með merki gamla Suðurríkjasambandsins. 2. júlí 2020 14:58
Hriktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14