Þjálfari Danmerkur á sér draum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2021 17:16 Hjulmand á hliðarlínunni í er Danmörk vann Ísrael 5-0 fyrir framan stútfullan Parken í Kaupmannahöfn. EPA-EFE/Mads Claus Rasmussen Kasper Hjulmand, þjálfara danska landsliðsins í fótbolta, á sér þann draum að gera dönsku þjóðina stolta af því sjá landslið sitt spila. Miðað við gengi liðsins undanfarið hlýtur sá draumur að rætast fyrr en síðar. Hjulmand hefur nú stýrt liðinu í rúmt ár og hefur gert vægast sagt góða hluti. Liðið komst alla leið í undanúrslit Evrópumótsins sem fram fór í sumar þrátt fyrir mikið áfall strax í fyrsta leik. Þá er liðið með fullt hús þegar undankeppni HM er hálfnuð. Það sem meira er, það hefur ekki enn fengið á sig mark. Í 21 leik undir stjórn Hjulmand hafa aðeins fimm tapast. Tveir af þessum fimm leikjum komu á EM, annars vegar í leiknum þar sem Eriksen hné niður gegn Finnlandi og svo gegn Belgíu í næsta leik aðeins örfáum dögum síðar. Raunar er það svo að þrjú af fimm töpum liðsins undir hans stjórn hafa komið gegn Belgíu. „Ég átti mér – og á mér enn – draum um að landsliðið okkar geri alla Dani stolta og spennta, sama hvar þeir eru staddir. Ég trúi því virkilega að við sem þjóð getum verið stolt af þessum liði,“ sagði þessi magnaði þjálfari í viðtali eftir frábæran 5-0 sigur gegn Ísrael. „Í leikmannahópnum höfum við alvöru fyrirmyndir,“ bætti hann við. „Að finna fyrir spennunni og áhuganum á vellinum þegar leikmenn stíga á stokk, spila eftir sinni bestu getu ásamt því að gefa allt í leikinn. Ég er mjög heppinn að fá að taka þátt í því.“ „Hinn draumurinn minn er að vinna eitthvað. Við verðum að gera atlögu að titlum. Við höfum tekið stór skref í þá átt og ég er mjög hamingjusamur og stoltur af því sem við höfum áorkað til þessa,“ sagði Hjulmand að endingu en það er ljóst að hann vill meira. „Ég er þegar farinn að hlakka til landsliðsverkefnisins í október,“ sagði hann að lokum. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Hjulmand hefur nú stýrt liðinu í rúmt ár og hefur gert vægast sagt góða hluti. Liðið komst alla leið í undanúrslit Evrópumótsins sem fram fór í sumar þrátt fyrir mikið áfall strax í fyrsta leik. Þá er liðið með fullt hús þegar undankeppni HM er hálfnuð. Það sem meira er, það hefur ekki enn fengið á sig mark. Í 21 leik undir stjórn Hjulmand hafa aðeins fimm tapast. Tveir af þessum fimm leikjum komu á EM, annars vegar í leiknum þar sem Eriksen hné niður gegn Finnlandi og svo gegn Belgíu í næsta leik aðeins örfáum dögum síðar. Raunar er það svo að þrjú af fimm töpum liðsins undir hans stjórn hafa komið gegn Belgíu. „Ég átti mér – og á mér enn – draum um að landsliðið okkar geri alla Dani stolta og spennta, sama hvar þeir eru staddir. Ég trúi því virkilega að við sem þjóð getum verið stolt af þessum liði,“ sagði þessi magnaði þjálfari í viðtali eftir frábæran 5-0 sigur gegn Ísrael. „Í leikmannahópnum höfum við alvöru fyrirmyndir,“ bætti hann við. „Að finna fyrir spennunni og áhuganum á vellinum þegar leikmenn stíga á stokk, spila eftir sinni bestu getu ásamt því að gefa allt í leikinn. Ég er mjög heppinn að fá að taka þátt í því.“ „Hinn draumurinn minn er að vinna eitthvað. Við verðum að gera atlögu að titlum. Við höfum tekið stór skref í þá átt og ég er mjög hamingjusamur og stoltur af því sem við höfum áorkað til þessa,“ sagði Hjulmand að endingu en það er ljóst að hann vill meira. „Ég er þegar farinn að hlakka til landsliðsverkefnisins í október,“ sagði hann að lokum.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira