Þjálfari Danmerkur á sér draum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2021 17:16 Hjulmand á hliðarlínunni í er Danmörk vann Ísrael 5-0 fyrir framan stútfullan Parken í Kaupmannahöfn. EPA-EFE/Mads Claus Rasmussen Kasper Hjulmand, þjálfara danska landsliðsins í fótbolta, á sér þann draum að gera dönsku þjóðina stolta af því sjá landslið sitt spila. Miðað við gengi liðsins undanfarið hlýtur sá draumur að rætast fyrr en síðar. Hjulmand hefur nú stýrt liðinu í rúmt ár og hefur gert vægast sagt góða hluti. Liðið komst alla leið í undanúrslit Evrópumótsins sem fram fór í sumar þrátt fyrir mikið áfall strax í fyrsta leik. Þá er liðið með fullt hús þegar undankeppni HM er hálfnuð. Það sem meira er, það hefur ekki enn fengið á sig mark. Í 21 leik undir stjórn Hjulmand hafa aðeins fimm tapast. Tveir af þessum fimm leikjum komu á EM, annars vegar í leiknum þar sem Eriksen hné niður gegn Finnlandi og svo gegn Belgíu í næsta leik aðeins örfáum dögum síðar. Raunar er það svo að þrjú af fimm töpum liðsins undir hans stjórn hafa komið gegn Belgíu. „Ég átti mér – og á mér enn – draum um að landsliðið okkar geri alla Dani stolta og spennta, sama hvar þeir eru staddir. Ég trúi því virkilega að við sem þjóð getum verið stolt af þessum liði,“ sagði þessi magnaði þjálfari í viðtali eftir frábæran 5-0 sigur gegn Ísrael. „Í leikmannahópnum höfum við alvöru fyrirmyndir,“ bætti hann við. „Að finna fyrir spennunni og áhuganum á vellinum þegar leikmenn stíga á stokk, spila eftir sinni bestu getu ásamt því að gefa allt í leikinn. Ég er mjög heppinn að fá að taka þátt í því.“ „Hinn draumurinn minn er að vinna eitthvað. Við verðum að gera atlögu að titlum. Við höfum tekið stór skref í þá átt og ég er mjög hamingjusamur og stoltur af því sem við höfum áorkað til þessa,“ sagði Hjulmand að endingu en það er ljóst að hann vill meira. „Ég er þegar farinn að hlakka til landsliðsverkefnisins í október,“ sagði hann að lokum. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Hjulmand hefur nú stýrt liðinu í rúmt ár og hefur gert vægast sagt góða hluti. Liðið komst alla leið í undanúrslit Evrópumótsins sem fram fór í sumar þrátt fyrir mikið áfall strax í fyrsta leik. Þá er liðið með fullt hús þegar undankeppni HM er hálfnuð. Það sem meira er, það hefur ekki enn fengið á sig mark. Í 21 leik undir stjórn Hjulmand hafa aðeins fimm tapast. Tveir af þessum fimm leikjum komu á EM, annars vegar í leiknum þar sem Eriksen hné niður gegn Finnlandi og svo gegn Belgíu í næsta leik aðeins örfáum dögum síðar. Raunar er það svo að þrjú af fimm töpum liðsins undir hans stjórn hafa komið gegn Belgíu. „Ég átti mér – og á mér enn – draum um að landsliðið okkar geri alla Dani stolta og spennta, sama hvar þeir eru staddir. Ég trúi því virkilega að við sem þjóð getum verið stolt af þessum liði,“ sagði þessi magnaði þjálfari í viðtali eftir frábæran 5-0 sigur gegn Ísrael. „Í leikmannahópnum höfum við alvöru fyrirmyndir,“ bætti hann við. „Að finna fyrir spennunni og áhuganum á vellinum þegar leikmenn stíga á stokk, spila eftir sinni bestu getu ásamt því að gefa allt í leikinn. Ég er mjög heppinn að fá að taka þátt í því.“ „Hinn draumurinn minn er að vinna eitthvað. Við verðum að gera atlögu að titlum. Við höfum tekið stór skref í þá átt og ég er mjög hamingjusamur og stoltur af því sem við höfum áorkað til þessa,“ sagði Hjulmand að endingu en það er ljóst að hann vill meira. „Ég er þegar farinn að hlakka til landsliðsverkefnisins í október,“ sagði hann að lokum.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira