Fullkomin byrjun Flick Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2021 15:30 Hansi Flick rífur í spaðann á manninum sem íslenska liðið komst einfaldlega ekki nálægt, Joshua Kimmich. Alex Grimm/Getty Images Eftir vægast sagt slakt Evrópumót í sumar þar sem hápunkturinn – og eini punkturinn – var sigur á Portúgal í stórskemmtilegum leik í riðlakeppninni hætti Joachim Löw störfum sem þjálfari þýska landsliðsins og Hansi Flick tók við. Hinn 56 ára gamli Hans-Dieter Flick var aðstoðarþjálfari þýska landsliðsins frá árunum 2006 til 2014 og hefur eflaust dreymt um að stýra liðinu síðan liðið varð heimsmeistari í Brasilíu á lokaári hans sem aðstoðarþjálfari. Eftir tvö frábær ár sem aðalþjálfari Bayern München var loks komið að því, hann var orðinn aðalþjálfari þýska landsliðsins. Færa má rök fyrir því að byrjun Flick með liðið hafi verið fullkomin þó svo að liðið hafi ef til vill ekki verið að mæta sterkustu andstæðingum í heimi. Þó lokatölurnar í fyrsta leik hans með liðið, 2-0 útisigur á Liechtenstein, hljómi ekkert frábærlega var frammistaða liðsins með eindæmum góð ásamt því að hann rúllaði vel á leikmannahópi liðsins. Í kjölfarið fylgdi 6-0 heimasigur á Armeníu þar sem hann rúllaði aftur vel á liðinu og ef marka má tölfræði leiksins var sigurinn síst of stór. Í lokin var það svo 4-0 sigur á Laugardalsvelli sem var þrátt fyrir stangarskot Jóhanns Bergs Guðmundssonar í síðari hálfleik síst of stór. Þrír leikir í undankeppni HM 2022, þrír sigrar, markatalan 12-0 og raunar er ljóst að þó mótherjar Þýskalands hefðu skorað úr öllum skotum sínum hefðu þeir samt ekki náð að fara með sigur af hólmi. Liechtenstein átti vissulega tvö skot framhjá á meðan Armenar áttu eitt á markið og eitt framhjá. Á sama tíma áttu Þjóðverjar 23 skot í fyrri leiknum og 19 í þeim síðari. Íslenska liðið átti alls fjögur skot, tvö á markið og tvö framhjá en að sama skapi áttu Þjóðverjar 18 skot í Laugardalnum í gær. Það er ljóst að Þýskaland fer einkar vel af stað undir stjórn Flick og mun eflaust aðeins verða betra þegar fram líða stundir. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Sjá meira
Hinn 56 ára gamli Hans-Dieter Flick var aðstoðarþjálfari þýska landsliðsins frá árunum 2006 til 2014 og hefur eflaust dreymt um að stýra liðinu síðan liðið varð heimsmeistari í Brasilíu á lokaári hans sem aðstoðarþjálfari. Eftir tvö frábær ár sem aðalþjálfari Bayern München var loks komið að því, hann var orðinn aðalþjálfari þýska landsliðsins. Færa má rök fyrir því að byrjun Flick með liðið hafi verið fullkomin þó svo að liðið hafi ef til vill ekki verið að mæta sterkustu andstæðingum í heimi. Þó lokatölurnar í fyrsta leik hans með liðið, 2-0 útisigur á Liechtenstein, hljómi ekkert frábærlega var frammistaða liðsins með eindæmum góð ásamt því að hann rúllaði vel á leikmannahópi liðsins. Í kjölfarið fylgdi 6-0 heimasigur á Armeníu þar sem hann rúllaði aftur vel á liðinu og ef marka má tölfræði leiksins var sigurinn síst of stór. Í lokin var það svo 4-0 sigur á Laugardalsvelli sem var þrátt fyrir stangarskot Jóhanns Bergs Guðmundssonar í síðari hálfleik síst of stór. Þrír leikir í undankeppni HM 2022, þrír sigrar, markatalan 12-0 og raunar er ljóst að þó mótherjar Þýskalands hefðu skorað úr öllum skotum sínum hefðu þeir samt ekki náð að fara með sigur af hólmi. Liechtenstein átti vissulega tvö skot framhjá á meðan Armenar áttu eitt á markið og eitt framhjá. Á sama tíma áttu Þjóðverjar 23 skot í fyrri leiknum og 19 í þeim síðari. Íslenska liðið átti alls fjögur skot, tvö á markið og tvö framhjá en að sama skapi áttu Þjóðverjar 18 skot í Laugardalnum í gær. Það er ljóst að Þýskaland fer einkar vel af stað undir stjórn Flick og mun eflaust aðeins verða betra þegar fram líða stundir.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45