Einn slökkviliðsmaður hefur látist í eldunum en þeir virðast hafa kviknað á miðvikudaginn í hálendi fyrir ofan strandbæinn vinsæla Estepona á Costa del Sol, að því er segir í frétt Guardian.
Herlið hefur verið kallað út til aðstoðar við slökkvistörfin en svæðið er fjallent og erfitt yfirferðar.
Í gær voru sex þorp á svæðinu rýmd en á föstudag höfðu þorpsbúar í fimm öðrum þorpum einnig þurft að yfirgefa heimili sín.
Um 7.400 hektarar gróðurlendis hafa nú brunnið á svæðinu. Heimamenn segjast aldrei hafa sé viðlíka hamfarir en eldarnir hafa breitt úr sér með ógnarhraða um helgina.