Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir að þrír hafi verið fluttir með þyrlunni. Hann hafði ekki nánari upplýsingar um líðan eða slysið sjálft.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi vestra var um að ræða tveggja bifreiða árekstur sem olli því að önnur bifreiðin valt. Einn þeirra þriggja sem fluttir voru með þyrlunni hafi verið fluttur á börum en hinir tveir hafi verið á fótum. Lögregla gat ekki veitt nánari upplýsingar um líðan hinna slösuðu.
Holtavörðuheiðinni var lokað um tíma í dag vegna slyssins.
Holtavörðuheiði: Búið er að opna Holtavörðuheiði #færðin #lokað
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) September 26, 2021
Fréttin var uppfærð klukkan 17:20