Allar líkur á að Kishida taki við embætti forsætisráðherra af Suga Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2021 07:37 Yoshihide Suga og nýkjörinn formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins í Japan, Fumio Kishida. AP Stjórnarflokkur Japans, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, hefur valið Fumio Kishida sem nýjan formann. Fastlega er búist við að Kishida verði skipaður forsætisráðherra á allra næstu dögum og taki þar með við embættinu af Yoshihide Suga. Suga tilkynnti í byrjun mánaðar að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins, og þar með forsætisráðherra, eftir um ár í embætti. Hinn 64 ára Kishida gegndi embætti utanríkisráðherra landsins á árunum 2012 til 2017, auk þess að hafa setið á þingi frá árinu 1993 fyrir Hiroshima. Hann hafði betur gegn ráðherranum Taro Kono í baráttu um formannsstólinn. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn og samstarfsflokkar hans eru með meirihluta á japanska þinginu og eru því allar líkur á að Kishida verði staðfestur í embætti forsætisráðherra. Einnig er búist við að flokkarnir verði með meirihluta eftir þingkosningar sem fram fara í landinu í nóvember. Ný stefna í efnahagsmálum Kishida hefur talað fyrir nauðsyn þess að auka hagvöxt og fyrir breytingum á stefnu Japans í efnahagsmálum, þeirri sem Shinzo Abe, sem var forsætisráðherra landsins á árunum 2012 til 2020, lagði grunninn að. Vill Kishida meina að sú stefna þjóni fyrst og fremst stórfyrirtækjum. Fréttaskýrendur segja að litið sé á Kishida innan Frjálslynda lýðræðisflokksins sem leiðtoga til langs tíma. Suga tilkynnti 3. september að hann hugðist draga sig í hlé, en hann hafði sætt gagnrýni vegna stefnu stjórnar hans í faraldursmálum og sömuleiðis voru margir Japanir óánægðir með þá ákvörðun að halda Ólympíuleika í miðjum heimsfaraldri. Japan Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Suga tilkynnti í byrjun mánaðar að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins, og þar með forsætisráðherra, eftir um ár í embætti. Hinn 64 ára Kishida gegndi embætti utanríkisráðherra landsins á árunum 2012 til 2017, auk þess að hafa setið á þingi frá árinu 1993 fyrir Hiroshima. Hann hafði betur gegn ráðherranum Taro Kono í baráttu um formannsstólinn. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn og samstarfsflokkar hans eru með meirihluta á japanska þinginu og eru því allar líkur á að Kishida verði staðfestur í embætti forsætisráðherra. Einnig er búist við að flokkarnir verði með meirihluta eftir þingkosningar sem fram fara í landinu í nóvember. Ný stefna í efnahagsmálum Kishida hefur talað fyrir nauðsyn þess að auka hagvöxt og fyrir breytingum á stefnu Japans í efnahagsmálum, þeirri sem Shinzo Abe, sem var forsætisráðherra landsins á árunum 2012 til 2020, lagði grunninn að. Vill Kishida meina að sú stefna þjóni fyrst og fremst stórfyrirtækjum. Fréttaskýrendur segja að litið sé á Kishida innan Frjálslynda lýðræðisflokksins sem leiðtoga til langs tíma. Suga tilkynnti 3. september að hann hugðist draga sig í hlé, en hann hafði sætt gagnrýni vegna stefnu stjórnar hans í faraldursmálum og sömuleiðis voru margir Japanir óánægðir með þá ákvörðun að halda Ólympíuleika í miðjum heimsfaraldri.
Japan Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira