Upplegg Allegri virkaði og Juventus vann Evrópumeistarana Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2021 21:10 Federico Chiesa fagnar marki sínu með Massimiliano Allegri, þjálfara Juventus. Giuseppe Maffia/Getty Images Juventus vann 1-0 sigur á Evrópumeisturum Chelsea er liðin mættust á Allianz-vellinum í kvöld. Sigurmarkið skoraði Federico Chiesa í upphafi síðari hálfleiks. Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, sagði fyrir leik að hann ætlaði að prófa nýja „undarlega“ taktík þar sem lið hans væri án Alvaro Morata og Paulo Dybala í kvöld. Það virkaði heldur betur þar sem lærisveinar hans unnu vægast sagt mikilvægan sigur á Chelsea. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Chiesa eftir góða sendingu Federico Bernardeschi inn fyrir vörn Chelsea. Chiesa var þarna að skora sitt fimmta mark í síðustu fimm leikjum fyrir Juventus í Meistaradeildinni. Antonio Rudiger didn't fancy chasing Chiesa down pic.twitter.com/4DwaoOKt1D— Goal (@goal) September 29, 2021 Þrátt fyrir að vera í leit að marki ákvað Thomas Tuchel að setja þýska framherjann Timo Werner ekki inn á og fór það svo að Juventus vann leikinn 1-0. Juventus er því á toppi H-riðils með sex stig að loknum tveimur umferðum. Þar á eftir koma Chelsea og Zenit St. Pétursborg með þrjú stig á meðan Malmö rekur lestina án stiga. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu Fótbolti
Juventus vann 1-0 sigur á Evrópumeisturum Chelsea er liðin mættust á Allianz-vellinum í kvöld. Sigurmarkið skoraði Federico Chiesa í upphafi síðari hálfleiks. Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, sagði fyrir leik að hann ætlaði að prófa nýja „undarlega“ taktík þar sem lið hans væri án Alvaro Morata og Paulo Dybala í kvöld. Það virkaði heldur betur þar sem lærisveinar hans unnu vægast sagt mikilvægan sigur á Chelsea. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Chiesa eftir góða sendingu Federico Bernardeschi inn fyrir vörn Chelsea. Chiesa var þarna að skora sitt fimmta mark í síðustu fimm leikjum fyrir Juventus í Meistaradeildinni. Antonio Rudiger didn't fancy chasing Chiesa down pic.twitter.com/4DwaoOKt1D— Goal (@goal) September 29, 2021 Þrátt fyrir að vera í leit að marki ákvað Thomas Tuchel að setja þýska framherjann Timo Werner ekki inn á og fór það svo að Juventus vann leikinn 1-0. Juventus er því á toppi H-riðils með sex stig að loknum tveimur umferðum. Þar á eftir koma Chelsea og Zenit St. Pétursborg með þrjú stig á meðan Malmö rekur lestina án stiga. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.