Birkir Bjarna: „Ekki kjörstaða að vera ekki með okkar bestu menn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. október 2021 07:00 Birkir Bjarnason segir að íslenska landsliðið geti vel komið sér aftur á þann stall sem það var á áður. Mynd/Skjákskot Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti Armenum á í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag. Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska liðsins, fór yfir leikinn sem framundan er, og möguleika Íslands á að komast aftur á þann stall sem liðið var á áður. „Við höfum ekki byrjað vel, en við ætlum okkur að sýna okkar rétta andlit og gera betur,“ sagði Birkir. „Þó að við höfum gert margt mjög gott, þá eigum við til að missa svolítið í leikjunum. Við ætlum okkur að sýna að við getum gert betur.“ Miklar breytingar eru á hópnum á milli leikja, en Birkir segir að liðið ætli sér að gera það besta úr stöðunni. „Nei, alls ekki. En við verðum auðvitað bara að gera það besta úr þessu. Við erum með mjög ungt lið, en mjög gott lið. Við erum með marga mjög unga og efnilega stráka sem verða bara að fá að koma inn og sýna sitt.“ Birkir segir enn fremur að það hafi áhrif á hópinn þegar marga reynslubolta vanti, en telur þó að liðið sé á réttri leið. „Það er bara þannig að landsliðsfótbolti er ekki sá sami og að spila fyrir félagslið. Við verðum bara að reyna að koma okkur á þann stall sem við vorum á áður að vera virkilega að berjast um öll stig í hverjum einasta leik. Við erum á góðri leið í það tel ég, og vonandi byrjar það á morgun.“ Birkir bætti svo við að það taki auðvitað tíma að byggja upp nýtt lið. „Sérstaklega þegar við erum að tala um landsliðið, þá fáum við ekki marga daga saman. En núna erum við búnir að fá töluverðan tíma saman og við sjáum það bara á æfingum að við erum að tengja betur saman.“ „Við erum búnir að ganga í gegnum erfiðan tíma saman og við bara reynum að koma saman og vinna betur.“ En sér Birkir fyrir sér að íslenska landsliðið komist aftur á þann stall sem það var á áður? „Já, af hverju ekki? Við erum með ótrúlega efnilega unga stráka og eflaust þurfa þeir svolítinn tíma. En ég held að það sé mjög bjartur tími framundan.“ Að lokum sagði Birkir þó að það hafi aðeins pirrað þá eldri að hafa ekki sinn sterkasta hóp upp á síðkastið. „Það er náttúrulega alltaf þannig að það er ekki kjörstaða að vera ekki með okkar bestu menn. En svona er bara staðan og við horfum bara fram á við.“ Viðtalið við Birki má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
„Við höfum ekki byrjað vel, en við ætlum okkur að sýna okkar rétta andlit og gera betur,“ sagði Birkir. „Þó að við höfum gert margt mjög gott, þá eigum við til að missa svolítið í leikjunum. Við ætlum okkur að sýna að við getum gert betur.“ Miklar breytingar eru á hópnum á milli leikja, en Birkir segir að liðið ætli sér að gera það besta úr stöðunni. „Nei, alls ekki. En við verðum auðvitað bara að gera það besta úr þessu. Við erum með mjög ungt lið, en mjög gott lið. Við erum með marga mjög unga og efnilega stráka sem verða bara að fá að koma inn og sýna sitt.“ Birkir segir enn fremur að það hafi áhrif á hópinn þegar marga reynslubolta vanti, en telur þó að liðið sé á réttri leið. „Það er bara þannig að landsliðsfótbolti er ekki sá sami og að spila fyrir félagslið. Við verðum bara að reyna að koma okkur á þann stall sem við vorum á áður að vera virkilega að berjast um öll stig í hverjum einasta leik. Við erum á góðri leið í það tel ég, og vonandi byrjar það á morgun.“ Birkir bætti svo við að það taki auðvitað tíma að byggja upp nýtt lið. „Sérstaklega þegar við erum að tala um landsliðið, þá fáum við ekki marga daga saman. En núna erum við búnir að fá töluverðan tíma saman og við sjáum það bara á æfingum að við erum að tengja betur saman.“ „Við erum búnir að ganga í gegnum erfiðan tíma saman og við bara reynum að koma saman og vinna betur.“ En sér Birkir fyrir sér að íslenska landsliðið komist aftur á þann stall sem það var á áður? „Já, af hverju ekki? Við erum með ótrúlega efnilega unga stráka og eflaust þurfa þeir svolítinn tíma. En ég held að það sé mjög bjartur tími framundan.“ Að lokum sagði Birkir þó að það hafi aðeins pirrað þá eldri að hafa ekki sinn sterkasta hóp upp á síðkastið. „Það er náttúrulega alltaf þannig að það er ekki kjörstaða að vera ekki með okkar bestu menn. En svona er bara staðan og við horfum bara fram á við.“ Viðtalið við Birki má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira