Birkir Bjarna: „Ekki kjörstaða að vera ekki með okkar bestu menn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. október 2021 07:00 Birkir Bjarnason segir að íslenska landsliðið geti vel komið sér aftur á þann stall sem það var á áður. Mynd/Skjákskot Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti Armenum á í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag. Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska liðsins, fór yfir leikinn sem framundan er, og möguleika Íslands á að komast aftur á þann stall sem liðið var á áður. „Við höfum ekki byrjað vel, en við ætlum okkur að sýna okkar rétta andlit og gera betur,“ sagði Birkir. „Þó að við höfum gert margt mjög gott, þá eigum við til að missa svolítið í leikjunum. Við ætlum okkur að sýna að við getum gert betur.“ Miklar breytingar eru á hópnum á milli leikja, en Birkir segir að liðið ætli sér að gera það besta úr stöðunni. „Nei, alls ekki. En við verðum auðvitað bara að gera það besta úr þessu. Við erum með mjög ungt lið, en mjög gott lið. Við erum með marga mjög unga og efnilega stráka sem verða bara að fá að koma inn og sýna sitt.“ Birkir segir enn fremur að það hafi áhrif á hópinn þegar marga reynslubolta vanti, en telur þó að liðið sé á réttri leið. „Það er bara þannig að landsliðsfótbolti er ekki sá sami og að spila fyrir félagslið. Við verðum bara að reyna að koma okkur á þann stall sem við vorum á áður að vera virkilega að berjast um öll stig í hverjum einasta leik. Við erum á góðri leið í það tel ég, og vonandi byrjar það á morgun.“ Birkir bætti svo við að það taki auðvitað tíma að byggja upp nýtt lið. „Sérstaklega þegar við erum að tala um landsliðið, þá fáum við ekki marga daga saman. En núna erum við búnir að fá töluverðan tíma saman og við sjáum það bara á æfingum að við erum að tengja betur saman.“ „Við erum búnir að ganga í gegnum erfiðan tíma saman og við bara reynum að koma saman og vinna betur.“ En sér Birkir fyrir sér að íslenska landsliðið komist aftur á þann stall sem það var á áður? „Já, af hverju ekki? Við erum með ótrúlega efnilega unga stráka og eflaust þurfa þeir svolítinn tíma. En ég held að það sé mjög bjartur tími framundan.“ Að lokum sagði Birkir þó að það hafi aðeins pirrað þá eldri að hafa ekki sinn sterkasta hóp upp á síðkastið. „Það er náttúrulega alltaf þannig að það er ekki kjörstaða að vera ekki með okkar bestu menn. En svona er bara staðan og við horfum bara fram á við.“ Viðtalið við Birki má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
„Við höfum ekki byrjað vel, en við ætlum okkur að sýna okkar rétta andlit og gera betur,“ sagði Birkir. „Þó að við höfum gert margt mjög gott, þá eigum við til að missa svolítið í leikjunum. Við ætlum okkur að sýna að við getum gert betur.“ Miklar breytingar eru á hópnum á milli leikja, en Birkir segir að liðið ætli sér að gera það besta úr stöðunni. „Nei, alls ekki. En við verðum auðvitað bara að gera það besta úr þessu. Við erum með mjög ungt lið, en mjög gott lið. Við erum með marga mjög unga og efnilega stráka sem verða bara að fá að koma inn og sýna sitt.“ Birkir segir enn fremur að það hafi áhrif á hópinn þegar marga reynslubolta vanti, en telur þó að liðið sé á réttri leið. „Það er bara þannig að landsliðsfótbolti er ekki sá sami og að spila fyrir félagslið. Við verðum bara að reyna að koma okkur á þann stall sem við vorum á áður að vera virkilega að berjast um öll stig í hverjum einasta leik. Við erum á góðri leið í það tel ég, og vonandi byrjar það á morgun.“ Birkir bætti svo við að það taki auðvitað tíma að byggja upp nýtt lið. „Sérstaklega þegar við erum að tala um landsliðið, þá fáum við ekki marga daga saman. En núna erum við búnir að fá töluverðan tíma saman og við sjáum það bara á æfingum að við erum að tengja betur saman.“ „Við erum búnir að ganga í gegnum erfiðan tíma saman og við bara reynum að koma saman og vinna betur.“ En sér Birkir fyrir sér að íslenska landsliðið komist aftur á þann stall sem það var á áður? „Já, af hverju ekki? Við erum með ótrúlega efnilega unga stráka og eflaust þurfa þeir svolítinn tíma. En ég held að það sé mjög bjartur tími framundan.“ Að lokum sagði Birkir þó að það hafi aðeins pirrað þá eldri að hafa ekki sinn sterkasta hóp upp á síðkastið. „Það er náttúrulega alltaf þannig að það er ekki kjörstaða að vera ekki með okkar bestu menn. En svona er bara staðan og við horfum bara fram á við.“ Viðtalið við Birki má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira