Setti út á val þjálfarans á Instagram en er fyrirliði í Laugardalnum í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2021 12:01 Henrikh Mkhitaryan hefur verið fyrirliði Armeníu um árabil og er klár í slaginn gegn Íslandi í kvöld. Getty/Lukasz Sobala Það velkist enginn í vafa um hver skærasta stjarna mótherja Íslands í kvöld er. Fyrirliðinn Henrikh Mkhitaryan leiðir Armena væntanlega inn á Laugardalsvöll en samband hans við spænska þjálfarann Joaquín Caparrós hefur þó virst stirt. Mkhitaryan er lifandi goðsögn í Armeníu og hefur til að mynda tíu sinnum verið valinn knattspyrnumaður ársins þar í landi. Þessi 32 ára, sóknarsinnaði miðjumaður skoraði fyrir Roma í ítalska boltanum um liðna helgi. Áður hefur hann spilað með Arsenal, Manchester United og Dortmund, eftir að hafa fyrst vakið athygli hjá Shaktar Donetsk. Mkhitaryan var ekki með Armeníu í 2-0 sigrinum gegn Íslandi í mars en hann var þá frá keppni vegna meiðsla. Ekki sannfærandi ástæður Þjálfarinn Caparrós ákvað svo að velja Mkhitaryan ekki í landsliðshóp sinn vegna vináttulandsleikja í júní. Það fór öfugt ofan í fyrirliðann sem furðaði sig á ákvörðuninni í færslu á Instagram. Þar skrifaði hann: View this post on Instagram A post shared by Henrikh Mkhitaryan (@micki_taryan) „Mér til furðu hef ég fengið að vita það hjá þjálfarateymi landsliðs Armeníu að einhverra hluta vegna verði ég ekki valinn í komandi landsleiki. Ástæðurnar sem mér voru gefnar voru ekki sannfærandi. Engu að síður stend ég með strákunum og óska þeim alls hins besta í komandi leikjum.“ Caparrós svaraði færslunni og sagðist einfaldlega hafa viljað prófa nýja leikmenn í vináttulandsleikjunum. Mkhitaryan væri liðinu mikilvægur. Þjálfarinn sagðist hins vegar aldrei koma til með að láta aðra hafa áhrif á leikmannaval sitt. Í þessum vináttulandsleikjum gerði Armenía 1-1 jafntefli við Króatíu en tapaði 3-1 fyrir Svíþjóð. Mættir til Íslands eftir mikil vonbrigði í síðustu leikjum Í september sneri Mkhitaryan aftur í landsliðshóp Armena og lék allar 270 mínúturnar í leikjunum við Norður-Makedóníu, Þýskaland og Liechtenstein. Frammistaða liðsins olli miklum vonbrigðum en Armenía gerði markalaust jafntefli við N-Makedóníu, tapaði 6-0 gegn Þýskalandi og gerði svo 1-1 jafntefli við eitt allra slakasta landslið Evrópu; Liechtenstein. Nú eru Mkhitaryan og félagar mættir til Íslands og æfðu þeir í kuldanum á Laugardalsvelli í gær. Þrátt fyrir gengið í september er Armenía í 2. sæti J-riðils með 11 stig, sjö stigum á undan Íslandi sem með sigri í kvöld getur haldið í veika von um að enda í 2. sætinu og komast í HM-umspil. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir „Það er mjög erfitt að pirra mig“ Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að ungu leikmennirnir í landsliðinu þurfi að læra hratt og vel. Hann ergir sig ekki á því hve marga leikmenn vantar í hópinn að þessu sinni. 8. október 2021 08:01 Birkir fyrirliði í landsleik 102: Segist ekki berjast við nafna sinn um metið Í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar, Kára Árnasonar og Jóhanns Bergs Guðmundssonar kemur það í hlut Birkis Bjarnasonar að vera fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta í leiknum við Armeníu á morgun. 7. október 2021 13:39 Reyndu að sannfæra Jóhann en hafa ekki rætt ummælin um KSÍ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta segist ekki hafa rætt við Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliða Íslands í síðasta landsleikjaglugga, um afstöðu Jóhanns til vinnubragða KSÍ. 5. október 2021 15:36 Arnar: Þarft ekkert að vinna fyrir NASA til að sjá að þetta var eina ákvörðunin sem við gátum tekið Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, ræddi samskipti sín við Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ, í aðdraganda að hann valdi nýjasta landsliðshóp sinn en það gerði hann á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í dag. 5. október 2021 15:43 „Honum finnst hann vera bestur og mér finnst ég vera bestur“ Markvörðurinn ungi Elías Rafn Ólafsson gæti mögulega spilað sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland mætir Armeníu annað kvöld í undankeppni HM. Hann á í harðri samkeppni í landsliðinu sem og hjá Midtjylland sem er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. 7. október 2021 08:01 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira
Mkhitaryan er lifandi goðsögn í Armeníu og hefur til að mynda tíu sinnum verið valinn knattspyrnumaður ársins þar í landi. Þessi 32 ára, sóknarsinnaði miðjumaður skoraði fyrir Roma í ítalska boltanum um liðna helgi. Áður hefur hann spilað með Arsenal, Manchester United og Dortmund, eftir að hafa fyrst vakið athygli hjá Shaktar Donetsk. Mkhitaryan var ekki með Armeníu í 2-0 sigrinum gegn Íslandi í mars en hann var þá frá keppni vegna meiðsla. Ekki sannfærandi ástæður Þjálfarinn Caparrós ákvað svo að velja Mkhitaryan ekki í landsliðshóp sinn vegna vináttulandsleikja í júní. Það fór öfugt ofan í fyrirliðann sem furðaði sig á ákvörðuninni í færslu á Instagram. Þar skrifaði hann: View this post on Instagram A post shared by Henrikh Mkhitaryan (@micki_taryan) „Mér til furðu hef ég fengið að vita það hjá þjálfarateymi landsliðs Armeníu að einhverra hluta vegna verði ég ekki valinn í komandi landsleiki. Ástæðurnar sem mér voru gefnar voru ekki sannfærandi. Engu að síður stend ég með strákunum og óska þeim alls hins besta í komandi leikjum.“ Caparrós svaraði færslunni og sagðist einfaldlega hafa viljað prófa nýja leikmenn í vináttulandsleikjunum. Mkhitaryan væri liðinu mikilvægur. Þjálfarinn sagðist hins vegar aldrei koma til með að láta aðra hafa áhrif á leikmannaval sitt. Í þessum vináttulandsleikjum gerði Armenía 1-1 jafntefli við Króatíu en tapaði 3-1 fyrir Svíþjóð. Mættir til Íslands eftir mikil vonbrigði í síðustu leikjum Í september sneri Mkhitaryan aftur í landsliðshóp Armena og lék allar 270 mínúturnar í leikjunum við Norður-Makedóníu, Þýskaland og Liechtenstein. Frammistaða liðsins olli miklum vonbrigðum en Armenía gerði markalaust jafntefli við N-Makedóníu, tapaði 6-0 gegn Þýskalandi og gerði svo 1-1 jafntefli við eitt allra slakasta landslið Evrópu; Liechtenstein. Nú eru Mkhitaryan og félagar mættir til Íslands og æfðu þeir í kuldanum á Laugardalsvelli í gær. Þrátt fyrir gengið í september er Armenía í 2. sæti J-riðils með 11 stig, sjö stigum á undan Íslandi sem með sigri í kvöld getur haldið í veika von um að enda í 2. sætinu og komast í HM-umspil.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir „Það er mjög erfitt að pirra mig“ Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að ungu leikmennirnir í landsliðinu þurfi að læra hratt og vel. Hann ergir sig ekki á því hve marga leikmenn vantar í hópinn að þessu sinni. 8. október 2021 08:01 Birkir fyrirliði í landsleik 102: Segist ekki berjast við nafna sinn um metið Í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar, Kára Árnasonar og Jóhanns Bergs Guðmundssonar kemur það í hlut Birkis Bjarnasonar að vera fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta í leiknum við Armeníu á morgun. 7. október 2021 13:39 Reyndu að sannfæra Jóhann en hafa ekki rætt ummælin um KSÍ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta segist ekki hafa rætt við Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliða Íslands í síðasta landsleikjaglugga, um afstöðu Jóhanns til vinnubragða KSÍ. 5. október 2021 15:36 Arnar: Þarft ekkert að vinna fyrir NASA til að sjá að þetta var eina ákvörðunin sem við gátum tekið Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, ræddi samskipti sín við Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ, í aðdraganda að hann valdi nýjasta landsliðshóp sinn en það gerði hann á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í dag. 5. október 2021 15:43 „Honum finnst hann vera bestur og mér finnst ég vera bestur“ Markvörðurinn ungi Elías Rafn Ólafsson gæti mögulega spilað sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland mætir Armeníu annað kvöld í undankeppni HM. Hann á í harðri samkeppni í landsliðinu sem og hjá Midtjylland sem er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. 7. október 2021 08:01 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira
„Það er mjög erfitt að pirra mig“ Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að ungu leikmennirnir í landsliðinu þurfi að læra hratt og vel. Hann ergir sig ekki á því hve marga leikmenn vantar í hópinn að þessu sinni. 8. október 2021 08:01
Birkir fyrirliði í landsleik 102: Segist ekki berjast við nafna sinn um metið Í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar, Kára Árnasonar og Jóhanns Bergs Guðmundssonar kemur það í hlut Birkis Bjarnasonar að vera fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta í leiknum við Armeníu á morgun. 7. október 2021 13:39
Reyndu að sannfæra Jóhann en hafa ekki rætt ummælin um KSÍ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta segist ekki hafa rætt við Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliða Íslands í síðasta landsleikjaglugga, um afstöðu Jóhanns til vinnubragða KSÍ. 5. október 2021 15:36
Arnar: Þarft ekkert að vinna fyrir NASA til að sjá að þetta var eina ákvörðunin sem við gátum tekið Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, ræddi samskipti sín við Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ, í aðdraganda að hann valdi nýjasta landsliðshóp sinn en það gerði hann á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í dag. 5. október 2021 15:43
„Honum finnst hann vera bestur og mér finnst ég vera bestur“ Markvörðurinn ungi Elías Rafn Ólafsson gæti mögulega spilað sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland mætir Armeníu annað kvöld í undankeppni HM. Hann á í harðri samkeppni í landsliðinu sem og hjá Midtjylland sem er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. 7. október 2021 08:01