Erlent

Mælt með að nauðgunarmáli gegn Ronaldo verði vísað frá

Kjartan Kjartansson skrifar
Cristiano Ronaldo greiddi konunni til að þegja um ásakanir sínar árið 2010. Hann leikur fyrir Manchester United á Englandi.
Cristiano Ronaldo greiddi konunni til að þegja um ásakanir sínar árið 2010. Hann leikur fyrir Manchester United á Englandi. Vísir/EPA

Dómari í Bandaríkjunum mælir með því að einkamál konu gegn Cristiano Ronaldo vegna nauðgunar verði vísað frá dómi. Lögmaður knattspyrnumannsins fagnar tillögunni.

Konan sakar portúgalska knattspyrnumanninn um að hafa nauðgað sér á hóteli í Las Vegas árið 2009. Saksóknarar ákváðu að ákæra Ronaldo ekki þar sem þeir töldu sig ekki geta sannað á hann sökina. Hún höfðaði því einkamál gegn honum.

Málið er enn í höndum dómara en meðdómandi sem fór yfir það mælir með því að því verði vísað frá dómi. Hann telur að lögmenn konunnar hefðu ekki átt að leggja skilaboð á milli Ronaldo og lögmanna hans sem var lekið í stórum gagnaleka fram í málinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.



Lögmaður Ronaldo fagnar tillögunni. Knattspyrnumaðurinn hefur alla tíð neitað sök en hann greiddi konunni til að þegja um ásakanirnar árið 2010. Lögmenn hennar segja að hún hafi ekki verið hæf til þess að skrifa undir samkomulagið á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×