Byrjunarlið Íslands: Elías Rafn byrjar í sínum fyrsta A-landsleik, Birkir Már heldur sæti sínu og Jón Dagur fær loks sénsinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. október 2021 17:25 Elías Rafn Ólafsson varð mark Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM U21-landsliða í síðasta mánuði. Nú ver hann mark íslenska A-landsliðsins. VÍSIR/BÁRA Arnar Þór Viðarsson hefur tilkynnt sitt fyrsta byrjunarlið sem þjálfari A-landsliðs karla í fótbolta. Ísland mætir Armeníu í undankeppni HM kl. 19.45 á Laugardalsvelli. Athygli vekur að Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland í Danmörku, fær traustið en Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina í tveimur af þremur leikjum liðsins í síðasta landsliðsglugga. Elías Rafn hefur verið hreint út sagt frábær undanfarnar vikur með Midtjylland og er verðlaunaður fyrir það í kvöld. Byrjunarlið A karla gegn Armeníu. This is how we start our match against Armenia in the @FIFAWorldCup qualifiers.#fyririsland pic.twitter.com/uRNdCFG6Qq— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 8, 2021 Í bakvörðunum eru tveir af traustari landsliðsmönnum síðari ára. Birkir Már Sævarsson er hægra megin og Ari Freyr Skúlason vinstra megin. Verður þetta 102. landsleikurinns sem Birkir Már hefur spilað á meðan Ari Freyr er að leika sinn 82. landsleik. Í hjarta varnarinnar eru tveir leikmenn sem eru öllu reynslu minni, þeir Hjörtur Hermannsson og Brynjar Ingi Bjarnason. Þeir virðast vera nýjasta miðvarðarpar íslenska landsliðsins og fá traustið enn á ný. Á miðjunni er smá bland í poka. Birkir Bjarnason ber fyrirliðabandið og er reynslumestur þeirra þriggja sem byrja í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson er einnig þarna til að gefa ákveðna vigt, reynslu og gæði. Svo fær Þórir Jóhann Helgason tækifærið en hann stóð sig með prýði í síðasta verkefni. Reikna má með að hann verði sókndjarfastur þeirra þriggja. Þá fær Jón Dagur Þorsteinsson loks tækifæri í byrjunarliðinu. Hann og Albert Guðmundsson eru á öðrum hvorum vængnum nema þá að Arnar Þór hafi skipt úr 4-3-3 leikkerfi sínu og ákveðið að spila 4-2-3-1 í kvöld, þá gæti Albert verið í holunni og Þórir Jóhann á hægri vængnum. Að lokum er svo Viðar Örn Kjartansson fremstur. Byrjunarliðið í kvöld er þannig skipað: Markmaður: Elías Rafn Ólafsson. Varnarmenn: Birkir Már, Hjörtur, Brynjar Ingi og Ari Freyr. Miðjumenn: Guðlaugur Victor, Birkir Bjarnason (fyrirliði) og Þórir Jóhann. Vængmenn: Jón Dagur og Albert Guðmundsson. Sóknarmaður: Viðar Örn. Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Athygli vekur að Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland í Danmörku, fær traustið en Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina í tveimur af þremur leikjum liðsins í síðasta landsliðsglugga. Elías Rafn hefur verið hreint út sagt frábær undanfarnar vikur með Midtjylland og er verðlaunaður fyrir það í kvöld. Byrjunarlið A karla gegn Armeníu. This is how we start our match against Armenia in the @FIFAWorldCup qualifiers.#fyririsland pic.twitter.com/uRNdCFG6Qq— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 8, 2021 Í bakvörðunum eru tveir af traustari landsliðsmönnum síðari ára. Birkir Már Sævarsson er hægra megin og Ari Freyr Skúlason vinstra megin. Verður þetta 102. landsleikurinns sem Birkir Már hefur spilað á meðan Ari Freyr er að leika sinn 82. landsleik. Í hjarta varnarinnar eru tveir leikmenn sem eru öllu reynslu minni, þeir Hjörtur Hermannsson og Brynjar Ingi Bjarnason. Þeir virðast vera nýjasta miðvarðarpar íslenska landsliðsins og fá traustið enn á ný. Á miðjunni er smá bland í poka. Birkir Bjarnason ber fyrirliðabandið og er reynslumestur þeirra þriggja sem byrja í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson er einnig þarna til að gefa ákveðna vigt, reynslu og gæði. Svo fær Þórir Jóhann Helgason tækifærið en hann stóð sig með prýði í síðasta verkefni. Reikna má með að hann verði sókndjarfastur þeirra þriggja. Þá fær Jón Dagur Þorsteinsson loks tækifæri í byrjunarliðinu. Hann og Albert Guðmundsson eru á öðrum hvorum vængnum nema þá að Arnar Þór hafi skipt úr 4-3-3 leikkerfi sínu og ákveðið að spila 4-2-3-1 í kvöld, þá gæti Albert verið í holunni og Þórir Jóhann á hægri vængnum. Að lokum er svo Viðar Örn Kjartansson fremstur. Byrjunarliðið í kvöld er þannig skipað: Markmaður: Elías Rafn Ólafsson. Varnarmenn: Birkir Már, Hjörtur, Brynjar Ingi og Ari Freyr. Miðjumenn: Guðlaugur Victor, Birkir Bjarnason (fyrirliði) og Þórir Jóhann. Vængmenn: Jón Dagur og Albert Guðmundsson. Sóknarmaður: Viðar Örn. Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira