Byrjunarlið Íslands: Elías Rafn byrjar í sínum fyrsta A-landsleik, Birkir Már heldur sæti sínu og Jón Dagur fær loks sénsinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. október 2021 17:25 Elías Rafn Ólafsson varð mark Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM U21-landsliða í síðasta mánuði. Nú ver hann mark íslenska A-landsliðsins. VÍSIR/BÁRA Arnar Þór Viðarsson hefur tilkynnt sitt fyrsta byrjunarlið sem þjálfari A-landsliðs karla í fótbolta. Ísland mætir Armeníu í undankeppni HM kl. 19.45 á Laugardalsvelli. Athygli vekur að Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland í Danmörku, fær traustið en Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina í tveimur af þremur leikjum liðsins í síðasta landsliðsglugga. Elías Rafn hefur verið hreint út sagt frábær undanfarnar vikur með Midtjylland og er verðlaunaður fyrir það í kvöld. Byrjunarlið A karla gegn Armeníu. This is how we start our match against Armenia in the @FIFAWorldCup qualifiers.#fyririsland pic.twitter.com/uRNdCFG6Qq— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 8, 2021 Í bakvörðunum eru tveir af traustari landsliðsmönnum síðari ára. Birkir Már Sævarsson er hægra megin og Ari Freyr Skúlason vinstra megin. Verður þetta 102. landsleikurinns sem Birkir Már hefur spilað á meðan Ari Freyr er að leika sinn 82. landsleik. Í hjarta varnarinnar eru tveir leikmenn sem eru öllu reynslu minni, þeir Hjörtur Hermannsson og Brynjar Ingi Bjarnason. Þeir virðast vera nýjasta miðvarðarpar íslenska landsliðsins og fá traustið enn á ný. Á miðjunni er smá bland í poka. Birkir Bjarnason ber fyrirliðabandið og er reynslumestur þeirra þriggja sem byrja í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson er einnig þarna til að gefa ákveðna vigt, reynslu og gæði. Svo fær Þórir Jóhann Helgason tækifærið en hann stóð sig með prýði í síðasta verkefni. Reikna má með að hann verði sókndjarfastur þeirra þriggja. Þá fær Jón Dagur Þorsteinsson loks tækifæri í byrjunarliðinu. Hann og Albert Guðmundsson eru á öðrum hvorum vængnum nema þá að Arnar Þór hafi skipt úr 4-3-3 leikkerfi sínu og ákveðið að spila 4-2-3-1 í kvöld, þá gæti Albert verið í holunni og Þórir Jóhann á hægri vængnum. Að lokum er svo Viðar Örn Kjartansson fremstur. Byrjunarliðið í kvöld er þannig skipað: Markmaður: Elías Rafn Ólafsson. Varnarmenn: Birkir Már, Hjörtur, Brynjar Ingi og Ari Freyr. Miðjumenn: Guðlaugur Victor, Birkir Bjarnason (fyrirliði) og Þórir Jóhann. Vængmenn: Jón Dagur og Albert Guðmundsson. Sóknarmaður: Viðar Örn. Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sjá meira
Athygli vekur að Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland í Danmörku, fær traustið en Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina í tveimur af þremur leikjum liðsins í síðasta landsliðsglugga. Elías Rafn hefur verið hreint út sagt frábær undanfarnar vikur með Midtjylland og er verðlaunaður fyrir það í kvöld. Byrjunarlið A karla gegn Armeníu. This is how we start our match against Armenia in the @FIFAWorldCup qualifiers.#fyririsland pic.twitter.com/uRNdCFG6Qq— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 8, 2021 Í bakvörðunum eru tveir af traustari landsliðsmönnum síðari ára. Birkir Már Sævarsson er hægra megin og Ari Freyr Skúlason vinstra megin. Verður þetta 102. landsleikurinns sem Birkir Már hefur spilað á meðan Ari Freyr er að leika sinn 82. landsleik. Í hjarta varnarinnar eru tveir leikmenn sem eru öllu reynslu minni, þeir Hjörtur Hermannsson og Brynjar Ingi Bjarnason. Þeir virðast vera nýjasta miðvarðarpar íslenska landsliðsins og fá traustið enn á ný. Á miðjunni er smá bland í poka. Birkir Bjarnason ber fyrirliðabandið og er reynslumestur þeirra þriggja sem byrja í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson er einnig þarna til að gefa ákveðna vigt, reynslu og gæði. Svo fær Þórir Jóhann Helgason tækifærið en hann stóð sig með prýði í síðasta verkefni. Reikna má með að hann verði sókndjarfastur þeirra þriggja. Þá fær Jón Dagur Þorsteinsson loks tækifæri í byrjunarliðinu. Hann og Albert Guðmundsson eru á öðrum hvorum vængnum nema þá að Arnar Þór hafi skipt úr 4-3-3 leikkerfi sínu og ákveðið að spila 4-2-3-1 í kvöld, þá gæti Albert verið í holunni og Þórir Jóhann á hægri vængnum. Að lokum er svo Viðar Örn Kjartansson fremstur. Byrjunarliðið í kvöld er þannig skipað: Markmaður: Elías Rafn Ólafsson. Varnarmenn: Birkir Már, Hjörtur, Brynjar Ingi og Ari Freyr. Miðjumenn: Guðlaugur Victor, Birkir Bjarnason (fyrirliði) og Þórir Jóhann. Vængmenn: Jón Dagur og Albert Guðmundsson. Sóknarmaður: Viðar Örn. Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sjá meira