Byrjunarlið Íslands: Elías Rafn byrjar í sínum fyrsta A-landsleik, Birkir Már heldur sæti sínu og Jón Dagur fær loks sénsinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. október 2021 17:25 Elías Rafn Ólafsson varð mark Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM U21-landsliða í síðasta mánuði. Nú ver hann mark íslenska A-landsliðsins. VÍSIR/BÁRA Arnar Þór Viðarsson hefur tilkynnt sitt fyrsta byrjunarlið sem þjálfari A-landsliðs karla í fótbolta. Ísland mætir Armeníu í undankeppni HM kl. 19.45 á Laugardalsvelli. Athygli vekur að Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland í Danmörku, fær traustið en Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina í tveimur af þremur leikjum liðsins í síðasta landsliðsglugga. Elías Rafn hefur verið hreint út sagt frábær undanfarnar vikur með Midtjylland og er verðlaunaður fyrir það í kvöld. Byrjunarlið A karla gegn Armeníu. This is how we start our match against Armenia in the @FIFAWorldCup qualifiers.#fyririsland pic.twitter.com/uRNdCFG6Qq— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 8, 2021 Í bakvörðunum eru tveir af traustari landsliðsmönnum síðari ára. Birkir Már Sævarsson er hægra megin og Ari Freyr Skúlason vinstra megin. Verður þetta 102. landsleikurinns sem Birkir Már hefur spilað á meðan Ari Freyr er að leika sinn 82. landsleik. Í hjarta varnarinnar eru tveir leikmenn sem eru öllu reynslu minni, þeir Hjörtur Hermannsson og Brynjar Ingi Bjarnason. Þeir virðast vera nýjasta miðvarðarpar íslenska landsliðsins og fá traustið enn á ný. Á miðjunni er smá bland í poka. Birkir Bjarnason ber fyrirliðabandið og er reynslumestur þeirra þriggja sem byrja í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson er einnig þarna til að gefa ákveðna vigt, reynslu og gæði. Svo fær Þórir Jóhann Helgason tækifærið en hann stóð sig með prýði í síðasta verkefni. Reikna má með að hann verði sókndjarfastur þeirra þriggja. Þá fær Jón Dagur Þorsteinsson loks tækifæri í byrjunarliðinu. Hann og Albert Guðmundsson eru á öðrum hvorum vængnum nema þá að Arnar Þór hafi skipt úr 4-3-3 leikkerfi sínu og ákveðið að spila 4-2-3-1 í kvöld, þá gæti Albert verið í holunni og Þórir Jóhann á hægri vængnum. Að lokum er svo Viðar Örn Kjartansson fremstur. Byrjunarliðið í kvöld er þannig skipað: Markmaður: Elías Rafn Ólafsson. Varnarmenn: Birkir Már, Hjörtur, Brynjar Ingi og Ari Freyr. Miðjumenn: Guðlaugur Victor, Birkir Bjarnason (fyrirliði) og Þórir Jóhann. Vængmenn: Jón Dagur og Albert Guðmundsson. Sóknarmaður: Viðar Örn. Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Athygli vekur að Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland í Danmörku, fær traustið en Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina í tveimur af þremur leikjum liðsins í síðasta landsliðsglugga. Elías Rafn hefur verið hreint út sagt frábær undanfarnar vikur með Midtjylland og er verðlaunaður fyrir það í kvöld. Byrjunarlið A karla gegn Armeníu. This is how we start our match against Armenia in the @FIFAWorldCup qualifiers.#fyririsland pic.twitter.com/uRNdCFG6Qq— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 8, 2021 Í bakvörðunum eru tveir af traustari landsliðsmönnum síðari ára. Birkir Már Sævarsson er hægra megin og Ari Freyr Skúlason vinstra megin. Verður þetta 102. landsleikurinns sem Birkir Már hefur spilað á meðan Ari Freyr er að leika sinn 82. landsleik. Í hjarta varnarinnar eru tveir leikmenn sem eru öllu reynslu minni, þeir Hjörtur Hermannsson og Brynjar Ingi Bjarnason. Þeir virðast vera nýjasta miðvarðarpar íslenska landsliðsins og fá traustið enn á ný. Á miðjunni er smá bland í poka. Birkir Bjarnason ber fyrirliðabandið og er reynslumestur þeirra þriggja sem byrja í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson er einnig þarna til að gefa ákveðna vigt, reynslu og gæði. Svo fær Þórir Jóhann Helgason tækifærið en hann stóð sig með prýði í síðasta verkefni. Reikna má með að hann verði sókndjarfastur þeirra þriggja. Þá fær Jón Dagur Þorsteinsson loks tækifæri í byrjunarliðinu. Hann og Albert Guðmundsson eru á öðrum hvorum vængnum nema þá að Arnar Þór hafi skipt úr 4-3-3 leikkerfi sínu og ákveðið að spila 4-2-3-1 í kvöld, þá gæti Albert verið í holunni og Þórir Jóhann á hægri vængnum. Að lokum er svo Viðar Örn Kjartansson fremstur. Byrjunarliðið í kvöld er þannig skipað: Markmaður: Elías Rafn Ólafsson. Varnarmenn: Birkir Már, Hjörtur, Brynjar Ingi og Ari Freyr. Miðjumenn: Guðlaugur Victor, Birkir Bjarnason (fyrirliði) og Þórir Jóhann. Vængmenn: Jón Dagur og Albert Guðmundsson. Sóknarmaður: Viðar Örn. Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira