Kári Kristján og Viðar Halldórsson gagnrýndu landsliðið: „Fyrirliðinn eins og stytta“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2021 11:30 Birkir Bjarnason var fyrirliði íslands í gær. Vísir/Jónína Guðbjörg Kári Kristján Kristjánsson, margreyndur landsliðsmaður í handbolta, og Viðar Halldórsson, prófessor við Háskóla Ísland og íþróttaráðgjafi, létu leikmenn íslenska landsliðið heyra það fyrir að syngja ekki með þjóðsöng Íslands fyrir leik liðsins gegn Armeníu. Ísland og Armenía gerðu 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu í gær. Kári Kristján, sem á að baki 148 A-landsleiki í handbolta, birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sendi leikmönnum íslenska landsliðsins væna pillu. „Kann enginn helvítis Þjóðsönginn? Og eitt gerpið að japla tyggjó á meðan … fyrirliðinn eins og stytta! Átakanlegt!“ sagði Kári Kristján á Facebook-síðu sinni eftir jafntefli gærdagsins. Skjáskot af færslu Kára Kristjáns á Facebook og svari Viðars.Facebook Viðar Halldórsson, prófessor við Háskóla Íslands, tók undir orð Kára. „Algjörlega sammála Kári! Rannsókn frá EM í fótbolta 2016 sýndi að liðin sem sungu með þjóðsöngnum stóðu sig betur en hin. Stemningin skiptir heldur betur máli. Að syngja þjappar fólki saman og dregur úr yfirspennu. Þetta vitið þið í handboltanum.“ „Bara heldur helvítis betur. Lágmarkskrafa að virða augnablikið!“ svaraði Kári. Viðar tjáði sig einnig um skot á stemningu sem og ákefð á Twitter-síðu sinn að leik loknum. „Þegar íslensk landslið ná lengst þá einkennast þau ef mikilli ákefð og stemningu. Nýja íslenska landsliðið er skipað efnilegum og flottum fótboltamönnum en skortir þessa liðsstemningu. Fyrsta skref: syngja með þjóðsöngnum. Áfram veginn…“ Þegar íslensk landslið ná lengst þá einkennast þau ef mikilli ákefð og stemningu. Nýja íslenska landsliðið er skipað efnilegum og flottum fótboltamönnum en skortir þessa liðsstemningu. Fyrsta skref: syngja með þjóðsöngnum. Áfram veginn — Viðar Halldórsson (@VidarHalldrsson) October 8, 2021 Ísland mætir Liechtenstein á mánudaginn kemur, þann 11. október, á Laugardalsvelli og verður forvitnilegt að sjá hvort leikmenn liðsins taki betur undir með þjóðsöngnum heldur en í gærkvöld. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Armenía 1-1 | Ísak bjargaði stigi gegn Armenum Ísland og Armenía skildu jöfn, 1-1, í undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. 8. október 2021 21:20 Twitter um jafntefli Íslands og Armeníu: Fleiri mætt á leiki með Fram á Laugardalsvelli og lögreglumál að Ísak Bergmann hafi ekki byrjað Ísland gerði 1-1 jafntefli við Armeníu í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði mark Íslands í leiknum og varð um leið yngsti leikmaður sögunnar til að skora fyrir íslenska A-landsliðið. 8. október 2021 21:06 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Ísland og Armenía gerðu 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu í gær. Kári Kristján, sem á að baki 148 A-landsleiki í handbolta, birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sendi leikmönnum íslenska landsliðsins væna pillu. „Kann enginn helvítis Þjóðsönginn? Og eitt gerpið að japla tyggjó á meðan … fyrirliðinn eins og stytta! Átakanlegt!“ sagði Kári Kristján á Facebook-síðu sinni eftir jafntefli gærdagsins. Skjáskot af færslu Kára Kristjáns á Facebook og svari Viðars.Facebook Viðar Halldórsson, prófessor við Háskóla Íslands, tók undir orð Kára. „Algjörlega sammála Kári! Rannsókn frá EM í fótbolta 2016 sýndi að liðin sem sungu með þjóðsöngnum stóðu sig betur en hin. Stemningin skiptir heldur betur máli. Að syngja þjappar fólki saman og dregur úr yfirspennu. Þetta vitið þið í handboltanum.“ „Bara heldur helvítis betur. Lágmarkskrafa að virða augnablikið!“ svaraði Kári. Viðar tjáði sig einnig um skot á stemningu sem og ákefð á Twitter-síðu sinn að leik loknum. „Þegar íslensk landslið ná lengst þá einkennast þau ef mikilli ákefð og stemningu. Nýja íslenska landsliðið er skipað efnilegum og flottum fótboltamönnum en skortir þessa liðsstemningu. Fyrsta skref: syngja með þjóðsöngnum. Áfram veginn…“ Þegar íslensk landslið ná lengst þá einkennast þau ef mikilli ákefð og stemningu. Nýja íslenska landsliðið er skipað efnilegum og flottum fótboltamönnum en skortir þessa liðsstemningu. Fyrsta skref: syngja með þjóðsöngnum. Áfram veginn — Viðar Halldórsson (@VidarHalldrsson) October 8, 2021 Ísland mætir Liechtenstein á mánudaginn kemur, þann 11. október, á Laugardalsvelli og verður forvitnilegt að sjá hvort leikmenn liðsins taki betur undir með þjóðsöngnum heldur en í gærkvöld.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Armenía 1-1 | Ísak bjargaði stigi gegn Armenum Ísland og Armenía skildu jöfn, 1-1, í undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. 8. október 2021 21:20 Twitter um jafntefli Íslands og Armeníu: Fleiri mætt á leiki með Fram á Laugardalsvelli og lögreglumál að Ísak Bergmann hafi ekki byrjað Ísland gerði 1-1 jafntefli við Armeníu í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði mark Íslands í leiknum og varð um leið yngsti leikmaður sögunnar til að skora fyrir íslenska A-landsliðið. 8. október 2021 21:06 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Armenía 1-1 | Ísak bjargaði stigi gegn Armenum Ísland og Armenía skildu jöfn, 1-1, í undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. 8. október 2021 21:20
Twitter um jafntefli Íslands og Armeníu: Fleiri mætt á leiki með Fram á Laugardalsvelli og lögreglumál að Ísak Bergmann hafi ekki byrjað Ísland gerði 1-1 jafntefli við Armeníu í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði mark Íslands í leiknum og varð um leið yngsti leikmaður sögunnar til að skora fyrir íslenska A-landsliðið. 8. október 2021 21:06