Fótbolti

Danir komnir langleiðina til Katar - Sjáðu öll úrslit kvöldsins

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kasper Hjulmand að gera frábæra hluti með danska landsliðið.
Kasper Hjulmand að gera frábæra hluti með danska landsliðið. vísir/Getty

Síðustu leikjum dagsins í undankeppni HM lauk nú rétt í þessu. Danir eru heitasta lið unankeppninnar til þessa og héldu uppteknum hætti í kvöld þegar þeir heimsóttu Moldavíu.

Danmörk vann öruggan 0-4 sigur þar sem Andreas Skov Olsen, Simon Kjær, Christian Nörgaard og Joachim Maehle voru á skotskónum. 

Yfirburðir Danmerkur í F-riðlinum algjörir þar sem þeir hafa fullt hús stiga eftir sjö umferðir; hafa skorað 26 mörk og haldið marki sínu hreinu í öllum leikjunum til þessa.

Önnur úrslit kvöldsins

Ungverjaland 0 - 1 Albanía

0-1 Armando Broja ('80 )

Pólland 5 - 0 San Marinó

1-0 Karol Swiderski ('10 )

2-0 Cristian Brolli ('20 , sjálfsmark)

3-0 Tomasz Kedziora ('50 )

4-0 Adam Buksa ('84 )

5-0 Krzysztof Piatek ('90 )

Færeyjar 0 - 2 Austurríki

0-1 Konrad Laimer ('26 )

0-2 Marcel Sabitzer ('48 )

Moldavía 0 - 4 Danmörk

0-1 Andreas Olsen ('23 )

0-2 Simon Kjaer ('34 )

0-3 Christian Norgaard ('39 )

0-4 Joakim Maehle ('44 )

Sviss 2 - 0 Norður-Írland

1-0 Steven Zuber ('45 )

2-0 Christian Fassnacht ('90 )


Tengdar fréttir

Englendingar skoruðu fimm í Andorra

Enska landsliðið í fótbolta átti ekki í neinum vandræðum með Andorra þegar liðin mættust í undankeppni HM í Katar í smáríkinu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×