Erlent

Mikill eldur á stærstu olíu­birgða­stöð Líbanons

Atli Ísleifsson skrifar
Sjónvarpsstöðin Al Jadeed greindi fyrst frá eldsvoðanum og að mikill hvellur hafi heyrst.
Sjónvarpsstöðin Al Jadeed greindi fyrst frá eldsvoðanum og að mikill hvellur hafi heyrst.

Gríðarmikill eldur braust út í bensóltanki á olíubirgðastöðinni Zahrani í Líbanon í morgun.

Zahrani-stöðin er sú stærsta í landinu, en sjónvarpsstöðin Al Jadeed greindi fyrst frá eldsvoðanum og að mikill hvellur hafi heyrst.

Talsmaður líbanska hersins segir að bensól sé í umræddum tanki. Unnið sé að því að rýma nálæg svæði á meðan reynt er að ráða niðurlögum eldsins og koma í veg fyrir að eldurinn nái til nálægra olíutanka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×