Fótbolti

Byrjunarlið Íslands: Brynjar Ingi hefur náð sér, nýir bakverðir og Stefán Teitur byrjar sinn fyrsta mótsleik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Brynjar Ingi er í byrjunarliðinu þrátt fyrir að hafa meiðst gegn Armeníu.
Brynjar Ingi er í byrjunarliðinu þrátt fyrir að hafa meiðst gegn Armeníu. Getty/Boris Streubel

Ísland mætir Liechtenstein í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Töluverðar breytingar eru frá 1-1 jafnteflinu gegn Armeníu á föstudagskvöld.

Um er að ræða síðasta heimaleik liðsins í undankeppninni. Gestirnir eru eina liðið sem er með færri stig en Ísland í J-riðli. Hópur liðsins fyrir leik dagsins var orðinn einkar þunnskipaður vegna meiðsla og leikbanna. Þá yfirgaf Guðlaugur Victor Pálsson hópinn eftir jafnteflið gegn Armeníu. 

Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson samt sem áður enn og aftur á óvart en fjölmargar breytingar eru gerðar frá síðasta leik.

Elías Rafn Ólafsson heldur sæti sínu í byrjunarliði Íslands og byrjar því sinn A-landsleik í kvöld. Alfons Sampsted og Guðmundur Þórarinsson fá tækifæri í bakvörðunum og þá kemur Daníel Leó Grétarsson inn í byrjunarliðið eftir að hafa leyst Brynjar Inga Bjarnason af hólmi í hálfleik gegn Armeníu. Brynjar Ingi hefur náð sér af meiðslum og er í liðinu á kostnað Hjartar Hermannssonar. 

Á miðjunni byrjar Stefán Teitur Þórðarson sinn fyrsta mótsleik fyrir íslenska A-landsliðið. Með honum á miðjunni eru Birkir Bjarnason (fyrirliði liðsins) og Þórir Jóhann Helgason. Fremstu þrír eru svo þeir sömu og gegn Armeníu.

Byrjunarlið Íslands: 

Markvörður: Elías Rafn Ólafsson

Hægri bakvörður: Alfons Sampsted

Vinstri bakvörður: Guðmundur Þórarinsson

Miðverðir: Daníel Leó Grétarsson og Brynjar Ingi Bjarnason

Miðjumenn: Birkir Bjarnason, Stefán Teitur Þórðarsson og Þórir Jóhann Helgason.

Hægri vængmaður: Albert Guðmundsson.

Vinstri vængmaður: Jón Dagur Þorsteinsson.

Framherji: Viðar Örn Kjartansson.

Leikur Íslands og Liechtenstein hefst klukkan 18:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Vísir/Vilhelm
Mynd/Vilhelm
Mynd/Vilhelm
Mynd/Vilhelm
Mynd/Vilhelm
Mynd/Vilhelm

Tengdar fréttir

Þunnskipaður hópur gegn Liechtenstein í kvöld

Ofan á mikil forföll fyrir leiki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta nú í október hafa nú bæst leikbönn og frekari forföll eftir 1-1 jafnteflið við Armeníu á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×