Skattamál og loftslagsmál helsti ásteytingarsteinninn Atli Ísleifsson skrifar 13. október 2021 10:29 Flest bendir til að Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz verði næsti kanslari Þýskalands. EPA Líkur eru á að þýski Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD), Græningjar og Frjálslyndir demókratar (FDP) muni ljúka könnunarviðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrir lok þessarar viku. Helst er deilt um skattamál og loftslagsmál í viðræðunum. Volker Wissing, framkvæmdastjóri Frjálslyndra demókrata, segist í samtali við þýska fjölmiðla reikna með að viðræðum ljúki í lok vikunnar og að þá tækju við formlegar viðræður milli flokkanna. Wissing segist bjartsýnn á framhaldið, en flokkarnir hafa annars lítið tjáð sig um framgang viðræðnanna. Í Þýskalandi er rætt um væntanlegt stjórnarmynstur sem „umferðarljósið“ þar sem vísað er í einkennisliti flokkanna – rauðan lit Jafnaðarmannaflokksins, gulan lit Frjálslyndra demókrata (FDP) og grænan lit Græningja. Flestir Þjóðverjar vilja „umferðarljósstjórn“ Deutsche Welle segir frá því að skoðanakannanir bendi til að 51 prósent Þjóðverja styðji myndun ríkisstjórnar flokkanna þriggja, umtalsvert fleiri en þeir sem styðja ríkisstjórnarmynstur með Kristilega demókrata, flokk kanslarans fráfarandi, Angelu Merkel, innanborðs. Þingkosningar fóru fram í Þýskalandi 26. september þar sem SPD, með Olaf Scholz í broddi fylkingar, hlaut flest þingsæti og Kristilegir demókratar næstflest. Niðurstöður þýsku kosninganna: Sósíaldemókratar (SDP): 25,7% Kristilegir demókratar (CDU-CSU): 24,1% Græningjar: 14,8% Frjálslyndir (FDP) 11,5% Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 10,3% Vinstriflokkurinn: 4,9% Skattamálin og loftslagsmálin SPD og Græningjar eru hugmyndafræðilega séð nokkuð líkir flokkar, en FDP sker sig nokkuð frá, sér í lagi þegar kemur að efnahagsmálum. Þýskir fjölmiðlar að flokkarnir hafi helst deilt um efnahags- og skattamál, sem og loftslagsmál. SPD og Græningjar styðja hóflegar skattahækkanir en Frjálslyndir demókratar eru slíkum hugmyndum mjög andsnúnir. Þá vilja Frjálslyndir demókratar treysta meira á hinn frjálsa markað þegar kemur að baráttunni gegn loftslagsbreytingum en hinir flokkarnir tveir sem vilja beita ríkisvaldinu í meiri mæli. Fari svo að samkomulag náist milli flokkanna fyrir helgi munu Græningjar þurfa að boða til flokksþings sem þyrfti að leggja blessun sína yfir samkomulagið. Flokkurinn hefur þó sagst munu geta haldið aukaflokksþing þegar á sunnudaginn til að afgreiða málið. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Græningjar vilja mynda stjórn með SPD og FDP Græningjar í Þýskalandi vilja taka upp könnunarviðræður við Jafnaðarmannaflokkinn (SDP) og Frjálsynda demókrata (FDP) um myndun nýrrar stjórnar. 6. október 2021 08:57 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Sjá meira
Volker Wissing, framkvæmdastjóri Frjálslyndra demókrata, segist í samtali við þýska fjölmiðla reikna með að viðræðum ljúki í lok vikunnar og að þá tækju við formlegar viðræður milli flokkanna. Wissing segist bjartsýnn á framhaldið, en flokkarnir hafa annars lítið tjáð sig um framgang viðræðnanna. Í Þýskalandi er rætt um væntanlegt stjórnarmynstur sem „umferðarljósið“ þar sem vísað er í einkennisliti flokkanna – rauðan lit Jafnaðarmannaflokksins, gulan lit Frjálslyndra demókrata (FDP) og grænan lit Græningja. Flestir Þjóðverjar vilja „umferðarljósstjórn“ Deutsche Welle segir frá því að skoðanakannanir bendi til að 51 prósent Þjóðverja styðji myndun ríkisstjórnar flokkanna þriggja, umtalsvert fleiri en þeir sem styðja ríkisstjórnarmynstur með Kristilega demókrata, flokk kanslarans fráfarandi, Angelu Merkel, innanborðs. Þingkosningar fóru fram í Þýskalandi 26. september þar sem SPD, með Olaf Scholz í broddi fylkingar, hlaut flest þingsæti og Kristilegir demókratar næstflest. Niðurstöður þýsku kosninganna: Sósíaldemókratar (SDP): 25,7% Kristilegir demókratar (CDU-CSU): 24,1% Græningjar: 14,8% Frjálslyndir (FDP) 11,5% Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 10,3% Vinstriflokkurinn: 4,9% Skattamálin og loftslagsmálin SPD og Græningjar eru hugmyndafræðilega séð nokkuð líkir flokkar, en FDP sker sig nokkuð frá, sér í lagi þegar kemur að efnahagsmálum. Þýskir fjölmiðlar að flokkarnir hafi helst deilt um efnahags- og skattamál, sem og loftslagsmál. SPD og Græningjar styðja hóflegar skattahækkanir en Frjálslyndir demókratar eru slíkum hugmyndum mjög andsnúnir. Þá vilja Frjálslyndir demókratar treysta meira á hinn frjálsa markað þegar kemur að baráttunni gegn loftslagsbreytingum en hinir flokkarnir tveir sem vilja beita ríkisvaldinu í meiri mæli. Fari svo að samkomulag náist milli flokkanna fyrir helgi munu Græningjar þurfa að boða til flokksþings sem þyrfti að leggja blessun sína yfir samkomulagið. Flokkurinn hefur þó sagst munu geta haldið aukaflokksþing þegar á sunnudaginn til að afgreiða málið.
Niðurstöður þýsku kosninganna: Sósíaldemókratar (SDP): 25,7% Kristilegir demókratar (CDU-CSU): 24,1% Græningjar: 14,8% Frjálslyndir (FDP) 11,5% Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 10,3% Vinstriflokkurinn: 4,9%
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Græningjar vilja mynda stjórn með SPD og FDP Græningjar í Þýskalandi vilja taka upp könnunarviðræður við Jafnaðarmannaflokkinn (SDP) og Frjálsynda demókrata (FDP) um myndun nýrrar stjórnar. 6. október 2021 08:57 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Sjá meira
Græningjar vilja mynda stjórn með SPD og FDP Græningjar í Þýskalandi vilja taka upp könnunarviðræður við Jafnaðarmannaflokkinn (SDP) og Frjálsynda demókrata (FDP) um myndun nýrrar stjórnar. 6. október 2021 08:57