Hótað vegna kynhneigðar sinnar: „Þeir sögðu að það ætti að setja homma í útrýmingarbúðir“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2021 15:30 Arnar Máni segir ljóst að mennirnir viti að það sem þeir séu að gera sé rangt. Þeir sjái hins vegar ekki eftir því. Aðsend Hinseginfólk og fatlað fólk hefur undanfarna daga fengið símtöl og skilaboð á samfélagsmiðlum frá óprúttnum aðilum sem hafa hótað þeim barsmíðum og lífláti. Upptökur af slíkum símtölum hafa farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla undanfarna daga en málið hefur verið kært til lögreglu. „Þeir sögðu í einu símtalinu að það ætti að setja homma í útrýmingarbúðir eins og voru fyrir gyðinga,“ segir Arnar Máni Ingólfsson, förðunarfræðingur, sem hefur undanfarna viku fengið símtöl og skilaboð frá hópi sem segist kalla sig „Hommabanasveitina“. Arnar vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann birti upptöku úr símtali frá hópnum. Þar má meðal annars heyra þessa aðila kalla sig „hommabanasveitina“, þeir hafi þó „ekki drepið neina homma“ en þeir séu að „drepa hommann í þér“ eins og þeir orða það. Í kjölfarið skapaðist mikil umræða um málið á Twitter, Instagram, Facebook og TikTok og segir Arnar að síðan umræðan hófst hafi hann heyrt frá mörgum öðrum sem hafi fengið hótanir frá sömu aðilum. „Ég veit til þess að þeir eru að áreita fleira fólk, fólk með fatlanir, transfólk, fólk sem er á einhverfurófinu. Ég er búinn að tala við eina mömmu, sem sagði mér að hún eigi einhverfan strák sem þeir eru búnir að vera að áreita líka. Hún sendi mér skjáskot af lista af fólki sem hann er búinn að blokka á Facebook og þetta eru nokkrir aðgangar með sama einstaklingnum þannig að þeir eru greinilega búnir að vera að lengi,“ segir Arnar í samtali við fréttastofu. Fór að gráta þegar þeir kölluðu hann barnaníðing Hjá honum sjálfum byrjuðu símtölin að streyma inn á miðvikudaginn í síðustu viku en hann segist hafa fengið nokkur símtöl frá aðilunum eftir það. Hann viti til þess að allavega þrír hafi tekið þátt í símtölunum við hann en hann telur einn höfuðpaur á bak við hópinn. Í hópnum séu alla vega tveir menn og ein kona. „Ég myndi halda að aðal maðurinn sé alla vega þrítugur en hinn um tvítugt. Sem gerir þetta enn alvarlegra. Ég er ekki að segja að það væri í lagi ef þetta væru 13 eða 14 ára strákar en maður gæti allavega sýnt því meiri skilning. Þá eru þetta bara einhverjir vitlausir krakkar sem halda að þetta sé fyndið,“ segir Arnar. Hér má sjá brot af þeim skilaboðum sem Arnar hefur fengið frá hópnum. Arnar telur að Facebook-aðgangurinn sem notaður var til að senda honum skilaboðin sé gervi-aðgangur.Aðsend Hann segir orðræðu fólksins hafa haft veruleg áhrif á hann. „Ég lít þetta mjög alvarlegum augum og ég viðurkenni alveg að það tók á að heyra svona menn tala svona, sérstaklega þegar þeir voru að saka mig um að vera barnaníðingur,“ segir Arnar og vísar þar til ummæla sem hann birti upptöku af. Í upptökunni heyrist einn mannanna segja að þeir séu að „buffa hommana“ fyrir „þetta venjulega, að nauðga börnum eins og hommarnir gera.“ „Ég fór alveg að gráta yfir þessu og mér leið ömurlega fyrst. En ég ákvað svo að pósta þessu á netið til að finna þessa menn. Þetta er líka komið á borð lögreglunnar og er í rannsókn þar,“ segir Arnar en fréttastofa hefur fengið það staðfest hjá lögreglu að kæra hafi verið lögð fram vegna málsins. „Útrýmingarbúðir fyrir homma“ Hann segir upptökurnar sem hafi verið birtar aðeins brotabrot af því sem fólkið hafi sagt við hann í símtölunum. „Ég á upptökur sem eru í kring um þrjátíu mínútur en það er ekki allt saman og það sem ég er búinn að pósta á netið er bara bínulítið brot af því sem þeir hafa sagt. Þeir sögðu líka meðal annars að það ætti að setja homma í útrýmingabúðir eins og voru fyrir gyðinga. Hann sagði líka í einu símtalinu að hann eigi vin sem sé kallaður Halli rauði því hann er búinn að berja svo marga homma og svo mikið af hommablóði búið að slettast á hann. Þannig að þetta er bara ógeðslegt.“ Honum finnist sorglegt að fólk hugsi enn svona. „Mér finnst bara sorglegt að fólk hugsi svona enn þá og fólk gerir sér ekki alveg grein fyrir því. Margir segja að hinsegin fólk, fatlaðir og fólk með annan húðlit hafi það svo gott hérna en við eigum samt langt í land með svona hluti. Fólk er bara farið að leyna skoðunum sínum og segja þær svo á „fake-accountum“ á netinu,“ segir Arnar. Málið ekki einsdæmi hér á landi Alexander Sigurður Sigfússon deildi upptökum og skjáskotum úr samtölum Arnars og hópsins á Instagram í gær og skapaðist gífurleg umræða um málið vegna þess. Fjöldi fólks deildi umræðunni á hringrás sinni á Instagram og segir Alexander í samtali við fréttastofu að í morgun hafi tólf þúsund manns horft á hringrás hans um málið. Hann tekur undir með Arnari að enn sé langt í land. Alexander deildi upptökunum á Instagram og skapaðist gífurleg umræða um hótanirnar á þeim miðli.Aðsend „Mér finnst þetta bara ógeðslegt en það sem ég hugsaði var að það þyrfti að koma þessu í dreifingu af því að ég veit um svo mörg svona mál sem hafa ekki einu sinni fengið að líta dagsins ljós hér á Íslandi. Það er ástæðan fyrir því að mig langaði að taka þessa umræðu, bæði því mig langaði að hjálpa vini mínum en líka af því að það eru fleiri sem eru að lenda í þessu og það þarf að opna augun fyrir fólki að þetta hatur er enn til staðar og það hefur ekkert farið þó margir haldi að Ísland sé svo mikil paradís fyrir hinsegin einstaklinga,“ segir Alexander. Flestir hinsegin einstaklingar hafi orðið fyrir aðkasti Fjöldi fólks hafi sett sig í samband við hann vegna umræðunnar og lýst svipaðri upplifun. „Það var rosalega mikið af fólki sem tók þátt og var að áframdeila þessu story og miklu meira en ég bjóst við. Ég kíkti á það í morgun og þá voru yfir 12 þúsund manns búnir að horfa á þetta, margir búnir að áframdeila, margir að senda á mig skilaboð, sérstaklega mæður sem eru miður sín og margir krakkar sem eru enn í skápnum og voru að tala um að það sé akkúrat svona hegðun sem geri það svo erfitt að stíga fyrstu skrefin út úr skápnum,“ segir Alexander. „Ég held að ég geti sagt það að flestir sem eru hinsegin hafi orðið fyrir einhverju aðkasti af einhverju tagi í gegn um tíðina. Ég hef orðið fyrir aðkasti og margir sem ég þekki. Það er eitthvað sem hefur verið horft fram hjá, ég gerði til dæmis ekkert í því sem ég varð fyrir. Ég talaði um það en svo varð ekkert meira úr því.“ Hinsegin Lögreglumál Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Fleiri fréttir Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Sjá meira
„Þeir sögðu í einu símtalinu að það ætti að setja homma í útrýmingarbúðir eins og voru fyrir gyðinga,“ segir Arnar Máni Ingólfsson, förðunarfræðingur, sem hefur undanfarna viku fengið símtöl og skilaboð frá hópi sem segist kalla sig „Hommabanasveitina“. Arnar vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann birti upptöku úr símtali frá hópnum. Þar má meðal annars heyra þessa aðila kalla sig „hommabanasveitina“, þeir hafi þó „ekki drepið neina homma“ en þeir séu að „drepa hommann í þér“ eins og þeir orða það. Í kjölfarið skapaðist mikil umræða um málið á Twitter, Instagram, Facebook og TikTok og segir Arnar að síðan umræðan hófst hafi hann heyrt frá mörgum öðrum sem hafi fengið hótanir frá sömu aðilum. „Ég veit til þess að þeir eru að áreita fleira fólk, fólk með fatlanir, transfólk, fólk sem er á einhverfurófinu. Ég er búinn að tala við eina mömmu, sem sagði mér að hún eigi einhverfan strák sem þeir eru búnir að vera að áreita líka. Hún sendi mér skjáskot af lista af fólki sem hann er búinn að blokka á Facebook og þetta eru nokkrir aðgangar með sama einstaklingnum þannig að þeir eru greinilega búnir að vera að lengi,“ segir Arnar í samtali við fréttastofu. Fór að gráta þegar þeir kölluðu hann barnaníðing Hjá honum sjálfum byrjuðu símtölin að streyma inn á miðvikudaginn í síðustu viku en hann segist hafa fengið nokkur símtöl frá aðilunum eftir það. Hann viti til þess að allavega þrír hafi tekið þátt í símtölunum við hann en hann telur einn höfuðpaur á bak við hópinn. Í hópnum séu alla vega tveir menn og ein kona. „Ég myndi halda að aðal maðurinn sé alla vega þrítugur en hinn um tvítugt. Sem gerir þetta enn alvarlegra. Ég er ekki að segja að það væri í lagi ef þetta væru 13 eða 14 ára strákar en maður gæti allavega sýnt því meiri skilning. Þá eru þetta bara einhverjir vitlausir krakkar sem halda að þetta sé fyndið,“ segir Arnar. Hér má sjá brot af þeim skilaboðum sem Arnar hefur fengið frá hópnum. Arnar telur að Facebook-aðgangurinn sem notaður var til að senda honum skilaboðin sé gervi-aðgangur.Aðsend Hann segir orðræðu fólksins hafa haft veruleg áhrif á hann. „Ég lít þetta mjög alvarlegum augum og ég viðurkenni alveg að það tók á að heyra svona menn tala svona, sérstaklega þegar þeir voru að saka mig um að vera barnaníðingur,“ segir Arnar og vísar þar til ummæla sem hann birti upptöku af. Í upptökunni heyrist einn mannanna segja að þeir séu að „buffa hommana“ fyrir „þetta venjulega, að nauðga börnum eins og hommarnir gera.“ „Ég fór alveg að gráta yfir þessu og mér leið ömurlega fyrst. En ég ákvað svo að pósta þessu á netið til að finna þessa menn. Þetta er líka komið á borð lögreglunnar og er í rannsókn þar,“ segir Arnar en fréttastofa hefur fengið það staðfest hjá lögreglu að kæra hafi verið lögð fram vegna málsins. „Útrýmingarbúðir fyrir homma“ Hann segir upptökurnar sem hafi verið birtar aðeins brotabrot af því sem fólkið hafi sagt við hann í símtölunum. „Ég á upptökur sem eru í kring um þrjátíu mínútur en það er ekki allt saman og það sem ég er búinn að pósta á netið er bara bínulítið brot af því sem þeir hafa sagt. Þeir sögðu líka meðal annars að það ætti að setja homma í útrýmingabúðir eins og voru fyrir gyðinga. Hann sagði líka í einu símtalinu að hann eigi vin sem sé kallaður Halli rauði því hann er búinn að berja svo marga homma og svo mikið af hommablóði búið að slettast á hann. Þannig að þetta er bara ógeðslegt.“ Honum finnist sorglegt að fólk hugsi enn svona. „Mér finnst bara sorglegt að fólk hugsi svona enn þá og fólk gerir sér ekki alveg grein fyrir því. Margir segja að hinsegin fólk, fatlaðir og fólk með annan húðlit hafi það svo gott hérna en við eigum samt langt í land með svona hluti. Fólk er bara farið að leyna skoðunum sínum og segja þær svo á „fake-accountum“ á netinu,“ segir Arnar. Málið ekki einsdæmi hér á landi Alexander Sigurður Sigfússon deildi upptökum og skjáskotum úr samtölum Arnars og hópsins á Instagram í gær og skapaðist gífurleg umræða um málið vegna þess. Fjöldi fólks deildi umræðunni á hringrás sinni á Instagram og segir Alexander í samtali við fréttastofu að í morgun hafi tólf þúsund manns horft á hringrás hans um málið. Hann tekur undir með Arnari að enn sé langt í land. Alexander deildi upptökunum á Instagram og skapaðist gífurleg umræða um hótanirnar á þeim miðli.Aðsend „Mér finnst þetta bara ógeðslegt en það sem ég hugsaði var að það þyrfti að koma þessu í dreifingu af því að ég veit um svo mörg svona mál sem hafa ekki einu sinni fengið að líta dagsins ljós hér á Íslandi. Það er ástæðan fyrir því að mig langaði að taka þessa umræðu, bæði því mig langaði að hjálpa vini mínum en líka af því að það eru fleiri sem eru að lenda í þessu og það þarf að opna augun fyrir fólki að þetta hatur er enn til staðar og það hefur ekkert farið þó margir haldi að Ísland sé svo mikil paradís fyrir hinsegin einstaklinga,“ segir Alexander. Flestir hinsegin einstaklingar hafi orðið fyrir aðkasti Fjöldi fólks hafi sett sig í samband við hann vegna umræðunnar og lýst svipaðri upplifun. „Það var rosalega mikið af fólki sem tók þátt og var að áframdeila þessu story og miklu meira en ég bjóst við. Ég kíkti á það í morgun og þá voru yfir 12 þúsund manns búnir að horfa á þetta, margir búnir að áframdeila, margir að senda á mig skilaboð, sérstaklega mæður sem eru miður sín og margir krakkar sem eru enn í skápnum og voru að tala um að það sé akkúrat svona hegðun sem geri það svo erfitt að stíga fyrstu skrefin út úr skápnum,“ segir Alexander. „Ég held að ég geti sagt það að flestir sem eru hinsegin hafi orðið fyrir einhverju aðkasti af einhverju tagi í gegn um tíðina. Ég hef orðið fyrir aðkasti og margir sem ég þekki. Það er eitthvað sem hefur verið horft fram hjá, ég gerði til dæmis ekkert í því sem ég varð fyrir. Ég talaði um það en svo varð ekkert meira úr því.“
Hinsegin Lögreglumál Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Fleiri fréttir Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Sjá meira