Nýsjálenskur galdramaður látinn taka pokann sinn eftir tveggja áratuga starf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. október 2021 11:19 Galdramaðurinn hefur starfað fyrir Christchurch í rúm 20 ár en hefur nú verið látinn fara. Martin Hunter/Getty Galdramaður Nýja-Sjálands, sem er líklega eini galdramaðurinn á launaskrá hins opinbera í heiminum, hefur verið látinn taka pokann sinn eftir 23 ára starf. Galdramaðurinn, sem heitir réttu nafni Ian Brackenbury Channell og er 88 ára gamall, hefur í rúma tvo áratugi starfað fyrir borgina í Christchurch. Hann hefur sinnt kynningarstörfum fyrir borgina og jafnframt sinnt skyldum sínum fyrir borgina sem galdramaður. Fyrir það hefur Channell verið á launaskrá hjá borginni og fengið 16 þúsund Bandaríkjadali ár hvert í laun, eða rétt rúmar tvær milljónir króna. Á sínum rúma tuttugu ára starfsferli hjá borginni hefur hann því þegið 368 þúsund Bandaríkjadali að launum, eða 47,5 milljónir króna. Galdramaðurinn fæddist í Englandi og fór að sýna galdralistir sínar stuttu eftir að hann flutti til Nýja-Sjálands árið 1976. Þegar borgarstjórnin í Christchurch gerði tilraunir til að stöðva galdrana hópuðust borgarbúar saman og mótmæltu. Árið 1990 lagði Mike Moore, þáverandi forsætisráðherra landsins, það til að Channell yrði opinber Galdramaður Nýja-Sjálands. Síðan þá hefur hann stundað galdra opinberlega í Christchurch og dansað regndansa fyrir nýsjálensk og áströlsk yfirvöld þegar þurrkatíð hefur herjað á. Árið 2009 fékk hann heiðursviðurkenningu Elísabetar Bretadrottningar. Galdramaðurinn hefur undanfarin ár verið gagnrýndur fyrir ummæli sem hann hefur látið falla um konur. Til að mynda sagði hann í þætti sem sýndur var í apríl síðastliðnum á Stöð 3 í Nýja-Sjálandi að honum þætti skemmtilegt að „stríða konum“ með því að segja þeim að þær væru „lævísar“ og að þær notuðu „bolabrögð til að næla sér í menn sem væru vitlausir.“ „Ég elska konur, ég fyrirgef þeim mjög oft. Ég hef enn ekki barið konu. Aldrei berja konu því þær merjast svo auðveldlega, svo kjafta þær í vini sína og nágranna... og þá ertu kominn í klípu.“ Samkvæmt frétt Guardian byggist ákvörðun borgarstjórnarinnar á því að borgin sé að taka nýja stefnu í kynningarmálum. Þau vilji sýna að borgin fagni fjölbreytileikanum og sé nútímaleg borg. Galdramaðurinn segir sjálfur að borgin hafi ákveðið að hætta að borga honum því hann passi ekki inn í „stemningu“ borgarinnar. Hann sé alltaf að ögra, sem borgarstjórnin vilji ekki lengur. Nýja-Sjáland Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Galdramaðurinn, sem heitir réttu nafni Ian Brackenbury Channell og er 88 ára gamall, hefur í rúma tvo áratugi starfað fyrir borgina í Christchurch. Hann hefur sinnt kynningarstörfum fyrir borgina og jafnframt sinnt skyldum sínum fyrir borgina sem galdramaður. Fyrir það hefur Channell verið á launaskrá hjá borginni og fengið 16 þúsund Bandaríkjadali ár hvert í laun, eða rétt rúmar tvær milljónir króna. Á sínum rúma tuttugu ára starfsferli hjá borginni hefur hann því þegið 368 þúsund Bandaríkjadali að launum, eða 47,5 milljónir króna. Galdramaðurinn fæddist í Englandi og fór að sýna galdralistir sínar stuttu eftir að hann flutti til Nýja-Sjálands árið 1976. Þegar borgarstjórnin í Christchurch gerði tilraunir til að stöðva galdrana hópuðust borgarbúar saman og mótmæltu. Árið 1990 lagði Mike Moore, þáverandi forsætisráðherra landsins, það til að Channell yrði opinber Galdramaður Nýja-Sjálands. Síðan þá hefur hann stundað galdra opinberlega í Christchurch og dansað regndansa fyrir nýsjálensk og áströlsk yfirvöld þegar þurrkatíð hefur herjað á. Árið 2009 fékk hann heiðursviðurkenningu Elísabetar Bretadrottningar. Galdramaðurinn hefur undanfarin ár verið gagnrýndur fyrir ummæli sem hann hefur látið falla um konur. Til að mynda sagði hann í þætti sem sýndur var í apríl síðastliðnum á Stöð 3 í Nýja-Sjálandi að honum þætti skemmtilegt að „stríða konum“ með því að segja þeim að þær væru „lævísar“ og að þær notuðu „bolabrögð til að næla sér í menn sem væru vitlausir.“ „Ég elska konur, ég fyrirgef þeim mjög oft. Ég hef enn ekki barið konu. Aldrei berja konu því þær merjast svo auðveldlega, svo kjafta þær í vini sína og nágranna... og þá ertu kominn í klípu.“ Samkvæmt frétt Guardian byggist ákvörðun borgarstjórnarinnar á því að borgin sé að taka nýja stefnu í kynningarmálum. Þau vilji sýna að borgin fagni fjölbreytileikanum og sé nútímaleg borg. Galdramaðurinn segir sjálfur að borgin hafi ákveðið að hætta að borga honum því hann passi ekki inn í „stemningu“ borgarinnar. Hann sé alltaf að ögra, sem borgarstjórnin vilji ekki lengur.
Nýja-Sjáland Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira