Ástardrama skekur sænska skíðaskotfimiliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2021 11:01 Jesper Nelin og Hanna Öberg kyssast á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang 2018. Þau eru ekki lengur par en leituðu ekki langt yfir skammt að nýjum mökum. getty/Nils Petter Nilsson Ástardramatík hefur raskað jafnvæginu innan sænska landsliðsins í skíðaskotfimi. Hanna Öberg og Jesper Nelin voru eitt af þekktustu pörum vetraríþróttanna. Öberg vann meðal annars til gullverðlauna í einstaklingskeppni skíðaskotfimi á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang fyrir þremur árum. Á sömu leikum var Nelin hluti af sænska liðinu sem vann gull í boðhlaupskeppninni. Leiðir skildu hjá Öberg og Nelin síðasta sumar. Dramatíkin var þá bara rétt að byrja. Öberg byrjaði nefnilega með Martin Ponsiluoma, félaga Nelins í sænska landsliðinu. „Við vorum mjög þétt og samheldið lið. En það er ekki þannig lengur,“ sagði Nelin við Aftonbladet. Ponsiluoma hætti með kærustu sinni, Fanny Johansson, eftir HM í Pokljuka í Slóveníu fyrr á þessu ári og tók saman við Öberg. Skömmu síðar fóru sænsku skíðaskotfimiskapparnir á mót í Tékklandi. Martin Ponsiluoma mundar byssuna á HM í Pokljuka í Slóveníu.getty/Sven Hoppe „Þar var glundroði. Mér leið ekki vel. Það er ekki algengt að vinur þinn byrji með fyrrverandi kærustu þinni. En eftir á að hyggja skil ég það,“ sagði Nelin. „Þetta hefur verið sérstakt en svona er þetta núna. Ég held að öllum finnist þetta ganga ágætlega en ég veit ekki hvort við Martin getum aftur orðið vinir.“ Dramatíkinni var langt því frá lokið því Nelin og Johannsson heilluðust af hvort öðru og eru nú par. Öberg telur að þessi ástarþríhyrningur hafi ekki skapað sundrungu innan sænska skíðaskotfimisliðsins. „Lífið heldur áfram og samband okkar Jespers er gott eins og sakir standa. Mér finnst þetta ganga vel og við erum öll fagfólk þegar við erum saman í landsliðinu,“ sagði Öberg. Skíðaíþróttir Svíþjóð Ástin og lífið Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira
Hanna Öberg og Jesper Nelin voru eitt af þekktustu pörum vetraríþróttanna. Öberg vann meðal annars til gullverðlauna í einstaklingskeppni skíðaskotfimi á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang fyrir þremur árum. Á sömu leikum var Nelin hluti af sænska liðinu sem vann gull í boðhlaupskeppninni. Leiðir skildu hjá Öberg og Nelin síðasta sumar. Dramatíkin var þá bara rétt að byrja. Öberg byrjaði nefnilega með Martin Ponsiluoma, félaga Nelins í sænska landsliðinu. „Við vorum mjög þétt og samheldið lið. En það er ekki þannig lengur,“ sagði Nelin við Aftonbladet. Ponsiluoma hætti með kærustu sinni, Fanny Johansson, eftir HM í Pokljuka í Slóveníu fyrr á þessu ári og tók saman við Öberg. Skömmu síðar fóru sænsku skíðaskotfimiskapparnir á mót í Tékklandi. Martin Ponsiluoma mundar byssuna á HM í Pokljuka í Slóveníu.getty/Sven Hoppe „Þar var glundroði. Mér leið ekki vel. Það er ekki algengt að vinur þinn byrji með fyrrverandi kærustu þinni. En eftir á að hyggja skil ég það,“ sagði Nelin. „Þetta hefur verið sérstakt en svona er þetta núna. Ég held að öllum finnist þetta ganga ágætlega en ég veit ekki hvort við Martin getum aftur orðið vinir.“ Dramatíkinni var langt því frá lokið því Nelin og Johannsson heilluðust af hvort öðru og eru nú par. Öberg telur að þessi ástarþríhyrningur hafi ekki skapað sundrungu innan sænska skíðaskotfimisliðsins. „Lífið heldur áfram og samband okkar Jespers er gott eins og sakir standa. Mér finnst þetta ganga vel og við erum öll fagfólk þegar við erum saman í landsliðinu,“ sagði Öberg.
Skíðaíþróttir Svíþjóð Ástin og lífið Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira