Telja sig hafa fundið fyrstu reikistjörnuna utan Vetrarbrautarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2021 09:06 Sólkerfið er í Svelgþokunni í um 28 milljón ljósára fjarlægð (t.v.). Efni sem svarthol eða nifteindastjarna gleypir í sig frá hinni stjörnunni í tvístirninu ofurhitnar og geislar röntgengeislun. Vísindamennirnir leituðu að röntgenuppsprettum sem dofnuðu tímabundið til að finna mögulegar fjarreikistjörnur. X-ray: NASA/CXC/SAO/R. DiStefano, et al.; Optical: NASA/ESA/STSc Stjarnvísindamenn telja sig hafa fundið merki um reikistjörnu á braut um stjörnu utan Vetrarbrautarinnar okkar í fyrsta skipti. Allar þær þúsundir fjarreikistjarna sem menn hafa fundið til þessa eru í Vetrarbrautinni. Fyrirbærið er að finna í þyrilvetrarbrautinni Messier 51 (M51) sem er þekkt sem Svelgþokan. M51 er í um 28 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Til samanburðar eru nær allar þekktar fjarreikistjörnur í innan við þrjú þúsund ljósára fjarlægð og innan okkar eigin Vetrarbrautar. Vísindamennirnir notuðu svonefnda þvergönguaðferð til þess að finna mögulegu reikistjörnuna. Hún byggist á því að mæla sýnilega birtu stjarna og fylgjast með örlitlum breytingum á henni þegar reikistjarna gengur fyrir stjörnu frá jörðinni séð. Þvergönguaðferðin er sú algengasta við leit að fjarreikistjörnum. Sjónaukar manna eru ekki nógu næmir til þess að geta notað þessa aðferð til að leita að reikistjörnum í meiri fjarlægð utan Vetrarbrautarinnar. Í tilfelli fyrirbærisins í M51 fylgdust stjörnufræðingarnir því ekki með breytingum á sýnilegri birtu heldur á röntgengeislun frá björtum tvístirnum. Þau eru yfirleitt samsett úr nifteindastjörnu eða svartholi sem drekkur í sig gas frá systurstjörnu. Efnið í kringum nifteindastjörnuna eða svartholið glóir röntgengeislun. Svæðið þaðan sem röntgengeislunin stafar er hlutfallslega lítið og því telja vísindamenn að reikistjarna í sólkerfi sem þessu lokaði nær algerlega á hana þegar hún gengi fyrir það frá jörðu séð. Með þessari aðferð vonast stjörnufræðingar til þess að geta fundið fjarreikistjörnur sem eru mun lengra í burtu en þær sem hafa fundist til þessa, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Áratugir gætu liðið þar til fundurinn verður staðfestur Kandídatinn sem menn telja sig hafa fundið í M51 er í tvístirniskerfi sem nefnist M51-ULS-1. Þar gengur annað hvort nifteindastjarna eða svarthol um stjörnu sem eru um tuttugu sinnum massameiri en sólin okkar. Þegar menn beindu Chandra-sjónaukanum að sólkerfinu datt röntgengeislunin niður í þrjár klukkustundir. Tilgáta vísindamannanna er að þar kunni að hafa verið á ferðinni reikistjarna á stærð við Satúrnus sem er um tvöfalt lengra frá nifteindastjörnunni eða svartholinu en Satúrnus er frá sólinni. Staðfesta þarf fundinn með frekari rannsóknum en það gæti reynst snúið. Sporbraut fyrirbærisins virðist svo víð að það ætti ekki að ganga aftur fyrir móðurstjörnu sína fyrr en eftir um sjötíu ár. Þá þarf að útiloka möguleikann á að stjörnufræðingarnir hafi í raun numið gas- og rykský sem hafi slökkt tímabundið á röntgengeisluninni. Vísindamennirnir telja þá skýringu ólíklega þar sem athuganir þeirra styðji frekar að um reikistjörnu hafi verið að ræða. Skýringarmyndin sýnir þversnið af sólkerfinu M51-ULS-1. Í miðjunni er tvístirnið en brotni hringurinn sýnir mögulega braut reikistjörnu. Á innfelldu myndinni til hægri má sjá tvístirnið sem samanstendur af sólstjörnu og ofurþéttu fyrirbæri sem sankar að sér efni frá systustjörnu sinni.NASA/CXC/M. Weiss Leita að fleiri kostum innan og utan Vetrarbrautarinnar Ekki er líklegt að möguleg reikistjarna í M51-ULS-1-sólkerfinu væri lífvænleg. Hún hefði að líkindum þurft að lifa af sprengistjörnu þegar nifteindastjarnan eða svartholið varð til. Þá gæti hin stjarnan í sólkerfinu enn sprungið og spúið háorkugeislum yfir reikistjörnuna. Stjörnufræðingarnir sem fundu ummerki um reikistjörnuna stefna að því að skima fyrir fleiri mögulegum hnöttum utan Vetrarbrautarinnar. Þeir hafa þegar í höndunum gögn frá Chandra um að minnsta kosti tuttugu vetrarbrautir. Þá hafa þeir áhuga á að prófa að beita aðferðinni til að leita að fjarreikistjörnum í óvenjulegum sólkerfum í Vetrarbrautinni okkar. Geimurinn Vísindi Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Fyrirbærið er að finna í þyrilvetrarbrautinni Messier 51 (M51) sem er þekkt sem Svelgþokan. M51 er í um 28 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Til samanburðar eru nær allar þekktar fjarreikistjörnur í innan við þrjú þúsund ljósára fjarlægð og innan okkar eigin Vetrarbrautar. Vísindamennirnir notuðu svonefnda þvergönguaðferð til þess að finna mögulegu reikistjörnuna. Hún byggist á því að mæla sýnilega birtu stjarna og fylgjast með örlitlum breytingum á henni þegar reikistjarna gengur fyrir stjörnu frá jörðinni séð. Þvergönguaðferðin er sú algengasta við leit að fjarreikistjörnum. Sjónaukar manna eru ekki nógu næmir til þess að geta notað þessa aðferð til að leita að reikistjörnum í meiri fjarlægð utan Vetrarbrautarinnar. Í tilfelli fyrirbærisins í M51 fylgdust stjörnufræðingarnir því ekki með breytingum á sýnilegri birtu heldur á röntgengeislun frá björtum tvístirnum. Þau eru yfirleitt samsett úr nifteindastjörnu eða svartholi sem drekkur í sig gas frá systurstjörnu. Efnið í kringum nifteindastjörnuna eða svartholið glóir röntgengeislun. Svæðið þaðan sem röntgengeislunin stafar er hlutfallslega lítið og því telja vísindamenn að reikistjarna í sólkerfi sem þessu lokaði nær algerlega á hana þegar hún gengi fyrir það frá jörðu séð. Með þessari aðferð vonast stjörnufræðingar til þess að geta fundið fjarreikistjörnur sem eru mun lengra í burtu en þær sem hafa fundist til þessa, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Áratugir gætu liðið þar til fundurinn verður staðfestur Kandídatinn sem menn telja sig hafa fundið í M51 er í tvístirniskerfi sem nefnist M51-ULS-1. Þar gengur annað hvort nifteindastjarna eða svarthol um stjörnu sem eru um tuttugu sinnum massameiri en sólin okkar. Þegar menn beindu Chandra-sjónaukanum að sólkerfinu datt röntgengeislunin niður í þrjár klukkustundir. Tilgáta vísindamannanna er að þar kunni að hafa verið á ferðinni reikistjarna á stærð við Satúrnus sem er um tvöfalt lengra frá nifteindastjörnunni eða svartholinu en Satúrnus er frá sólinni. Staðfesta þarf fundinn með frekari rannsóknum en það gæti reynst snúið. Sporbraut fyrirbærisins virðist svo víð að það ætti ekki að ganga aftur fyrir móðurstjörnu sína fyrr en eftir um sjötíu ár. Þá þarf að útiloka möguleikann á að stjörnufræðingarnir hafi í raun numið gas- og rykský sem hafi slökkt tímabundið á röntgengeisluninni. Vísindamennirnir telja þá skýringu ólíklega þar sem athuganir þeirra styðji frekar að um reikistjörnu hafi verið að ræða. Skýringarmyndin sýnir þversnið af sólkerfinu M51-ULS-1. Í miðjunni er tvístirnið en brotni hringurinn sýnir mögulega braut reikistjörnu. Á innfelldu myndinni til hægri má sjá tvístirnið sem samanstendur af sólstjörnu og ofurþéttu fyrirbæri sem sankar að sér efni frá systustjörnu sinni.NASA/CXC/M. Weiss Leita að fleiri kostum innan og utan Vetrarbrautarinnar Ekki er líklegt að möguleg reikistjarna í M51-ULS-1-sólkerfinu væri lífvænleg. Hún hefði að líkindum þurft að lifa af sprengistjörnu þegar nifteindastjarnan eða svartholið varð til. Þá gæti hin stjarnan í sólkerfinu enn sprungið og spúið háorkugeislum yfir reikistjörnuna. Stjörnufræðingarnir sem fundu ummerki um reikistjörnuna stefna að því að skima fyrir fleiri mögulegum hnöttum utan Vetrarbrautarinnar. Þeir hafa þegar í höndunum gögn frá Chandra um að minnsta kosti tuttugu vetrarbrautir. Þá hafa þeir áhuga á að prófa að beita aðferðinni til að leita að fjarreikistjörnum í óvenjulegum sólkerfum í Vetrarbrautinni okkar.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira