Borgarstjóri segir að næstu tíu ár verði áratugur uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í borginni.
Þá heyrum við álit veiðimanna á reglum um rjúpnaveiði en umhverfisráðherra ákvað í gær að stytta tímann sem menn hafa á hverjum degi til veiða í ljósi bágrar stöðu stofnsins.
Einnig fjöllum við um mál íslendinganna sem handteknir voru í tengslum við líkamsárás í Kaupmannahöfn á dögunum og heyrum í hundaræktanda sem telur telur dýralækni hafa gengið fulllangt með því að ráða fólki frá því að kaupa sér flatnefja gæludýr.