Fótbolti

Bjarki Steinn fram­lengir í Fen­eyjum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bjarki Steinn Bjarkason í eitursvalri treyju Venezia.
Bjarki Steinn Bjarkason í eitursvalri treyju Venezia. Getty

Hinn 21 árs gamli Bjarki Steinn Bjarkason hefur framlengt samning sinn við ítalska knattspyrnufélagið Venezia til sumarsins 2024.

Bjarki Steinn lék með ÍA í Pepsi Max-deild karla hér á landi síðasta sumar en samdi svo við Venezia sem lék þá í Serie B. Félagið vann sér svo inn sæti í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, síðasta vor.

Þegar tíu umferðir eru búnar á yfirstandandi tímabili hefur Bjarki Steinn tekið þátt í sex leikjum.

„Ég er mjög ánægður með að hafa framlengt samning minn. Framtíðarsýn Venezia heillar mig og er þetta frábært tækifæri fyrir mig til að þróa minn leik. Fólkið í kringum félagið er eins og ein stór fjölskylda. Ég tel að ég geta sannað mig í nánustu framtíð með liðinu,“ sagði Bjarki Steinn í yfirlýsingu sem birtist á samfélagsmiðlum Venezia.

Bjarki Steinn á að baki alls 21 landsleik fyrir yngri landslið Íslands, þar á meðal sex fyrir U-21 árs landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×