Vålerenga og Brann mættust í lokaleik dagsins í norsku úrvalsdeildinni. Leikurinn var frekar opinn en mörkin létu á sér standa en undir lok fyrri hálfleiks braut Viðar Örn ísinn þegar hann kom knettinum í netið eftir sendingu Henrik Bjørdal.
Staðan 1-0 í hálfleik og reyndust það einnig lokatölur leiksins. Viðar Örn var svo tekinn af velli á 81. mínútu leiksins.
Vålerenga er nú í 7. sæti með 37 stig að loknum 25 umferðum.