Natasha samdi við ÍBV árið 2014 og hefur leikið hér á landi allar götur síðan. Alls hefur hún leikið 153 KSÍ leiki fyrir Keflavík og ÍBV og skorað 50 mörk. Þar á meðal 14 í 17 leikjum í Lengjudeild kvenna árið 2020.
Þá á hún að baki tvo A-landsleiki fyrir Ísland.
Hin þrítuga Natasha hefur aðallega leikið sem miðvörður eða sem djúpur miðjumaður hjá Keflavík en brá sér einstaka sinnum í sóknina sumarið 2020 eins og markaskorun hennar gefur til kynna.
Bikarmeistarar Breiðabliks enduðu í 2. sæti Pepsi Max deildar kvenna á síðustu leiktíð og eru sem stendur í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.
Natasha Moraa Anasi til Breiðabliks https://t.co/jHOSNHZRcZ
— Blikar.is (@blikar_is) October 31, 2021
Á vef Breiðabliks kemur fram að Natasha sé því miður ekki lögleg í Meistaradeildinni „en mun án efa gefa liðsfélögum sínum mikið á æfingum og koma með dýrmæta reynslu í hópinn sem nýtist vel í keppninni.“