Danskur landsliðsmaður greindist með veiruna á leið sinni að hitta landsliðið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. nóvember 2021 20:47 Mathias Jensen verður ekki með adanska landsliðinu í þessum landsliðsglugga. EPA-EFE/Friedemann Vogel Mathias Jensen verður ekki með danska landsliðinu í fótbolta í komandi verkefni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna á flugvellinum er hann var á leið að hitta landsliðið. Pione Sisto hefur verið kallaður inn í hans stað. Hinn 25 ára gamli Jensen leikur með Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Hann var á leiðinni að hitta liðsfélaga sína í danska landsliðinu fyrir leiki liðsins gegn Færeyjum og Skotlandi. Þar kom í ljós að hann væri með kórónuveiruna. Hann þurfti því að draga sig úr hópnum og halda heim á leið í einangrun. Udskiftning i landsholdstruppen Mathias Jensen er desværre testet positiv for COVID-19 og må derfor melde afbud til de kommende kampe for Herrelandsholdet.I hans sted er Pione Sisto udtaget. God bedring til Mathias - og velkommen i truppen til Pione. #ForDanmark pic.twitter.com/asNckFQsUi— Fodboldlandsholdene (@dbulandshold) November 8, 2021 Í hans stað var Pione Sisto, 26 ára gamall leikmaður Midtjylland, kallaður inn í hópinn. Sisto gekk í raðir Midtjylland á nýjan leik á síðasta ári eftir að hafa leikið með Celta Vigo í fjögur ár. Hann komst í heimsfréttirnar er faraldurinn hafði skollið á og útivistarbann hafði verið sett þar í landi en Sisto ákvað þá að keyra frá Spáni til Danmerkur. Sisto hefur alls leikið 25 leiki fyrir danska landsliðið en sá síðasti kom í nóvember á síðasta ári. Hann fær nú mögulega tækifæri til að bæta tveimur leikjum til viðbótar í safnið en Danmörk hefur nú þegar tryggt sér sæti á HM 2022 í Katar. Danir hafa unnið alla átta leikina sem þeir hafa spilað til þessa og þá á liðið enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni. Pione Sisto í leik Danmerkur og Englands í október á síðasta ári.EPA-EFE/Toby Melville Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Jensen leikur með Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Hann var á leiðinni að hitta liðsfélaga sína í danska landsliðinu fyrir leiki liðsins gegn Færeyjum og Skotlandi. Þar kom í ljós að hann væri með kórónuveiruna. Hann þurfti því að draga sig úr hópnum og halda heim á leið í einangrun. Udskiftning i landsholdstruppen Mathias Jensen er desværre testet positiv for COVID-19 og må derfor melde afbud til de kommende kampe for Herrelandsholdet.I hans sted er Pione Sisto udtaget. God bedring til Mathias - og velkommen i truppen til Pione. #ForDanmark pic.twitter.com/asNckFQsUi— Fodboldlandsholdene (@dbulandshold) November 8, 2021 Í hans stað var Pione Sisto, 26 ára gamall leikmaður Midtjylland, kallaður inn í hópinn. Sisto gekk í raðir Midtjylland á nýjan leik á síðasta ári eftir að hafa leikið með Celta Vigo í fjögur ár. Hann komst í heimsfréttirnar er faraldurinn hafði skollið á og útivistarbann hafði verið sett þar í landi en Sisto ákvað þá að keyra frá Spáni til Danmerkur. Sisto hefur alls leikið 25 leiki fyrir danska landsliðið en sá síðasti kom í nóvember á síðasta ári. Hann fær nú mögulega tækifæri til að bæta tveimur leikjum til viðbótar í safnið en Danmörk hefur nú þegar tryggt sér sæti á HM 2022 í Katar. Danir hafa unnið alla átta leikina sem þeir hafa spilað til þessa og þá á liðið enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni. Pione Sisto í leik Danmerkur og Englands í október á síðasta ári.EPA-EFE/Toby Melville
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira