Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 29-29 | Ótrúleg dramatík undir lokin er Valur og FH gerðu jafntefli Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 10. nóvember 2021 22:00 Það var hart barist í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Valur og FH gerðu jafntefli í Olís-deild karla þar sem lokamínúturnar voru vægast sagt dramatískar. Björgvin Páll Gústavsson varði tvö vítaköst en allt kom fyrir ekki, lokatölur 29-29. Leikurinn fór heldur hægt af stað. Fyrsta markið kom eftir rúmlega 3 mínútur og áttu bæði liðin erfitt með að koma boltanum í netið. Þegar tæplega 10 mínútur voru liðnar voru FH-ingar farnir að ranka við sér. FH náði öllum völdum á leiknum og í stöðunni 4-9 tekur Snorri Steinn, þjálfari Vals leikhlé eftir fremur dapran sóknarleik Valsmanna. Það virtist ekki kveikja nægilega í Valsmönnum og áfram héldu FH-ingar að halda góðu forskoti. Snorri Steinn tekur Björgvin Pál Gústavsson útaf og setur Motoki Sakai inná. Þá fer varnarleikur Valsara að smella saman og sóknarlega fóru þeir að ranka við sér. Hálfleikstölur 14-11 fyrir FH. Valsarar gáfu heldur betur í, í seinni hálfleik. Þegar um 5 mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum er staðan jöfn 15-15. Jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði leiks. Lokamínúturnar voru hörkuspennandi. FH-ingar komnir tveimur mörkum yfir. Björgvin Páll hrekkur í gang og ver tvö víti og Einar Þorsteinn Ólafsson fékk beint rautt spjald. Ásbjörn Friðriksson nær svo að jafna leikinn fyrir FH-inga úr víti á loka sekúndunum, lokatölur 29-29. Beint rautt spjald sem Einar fékk í leiknum Vísir:Hulda Margrét Afhverju varð jafntefli? FH-ingar unnu fyrri hálfleikinn og Valsmenn þann seinni. FH-ingar voru komnir í mjög góða stöðu þegar 20 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik, það virtist nánast allt ganga upp hjá þeim. Í seinni hálfleik missa þeir það hins vegar niður og Valsmenn ranka við sér. Markvarslan hrökk í gang og sóknarleikurinn þeirra varð töluvert agaðri. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Valsmönnum var Benedikt Gunnar Óskarsson atkvæðamestur með 10 mörk. Finnur Ingi Stefánsson og Tjörvi Týr Gíslason voru með 4 mörk hvor. Motoki Sakai kom öflugur inná, varði 8 bolta, 38% markvarsla. Hjá FH-ingum voru Jakob Martin Ásgeirsson, Ásbjörn Friðriksson og Egill Magnússon atkvæðamestir með 5 mörk hver. Phil Döhler var góður í fyrri hálfleik og endaði með 10 bolta varða, 30% markvörslu. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikurinn hjá Val gekk illa, sóknarleikurinn var ekki nógu góður með nánast enga markvörslu. Seinni hálfleikurinn hjá FH gekk illa, þeir misstu leikinn frá sér eftir að hafa verið með öll tök á leiknum og voru heppnir að skora úr vítinu sem þeir fengu á loka sekúndum leiksins. Hvað gerist næst? Sunnudaginn 14. nóvember kl. 19:30 sækja Valsmenn Fram heim. Þriðjudaginn 16. nóvember kl. 19:30 heimsækja FH-ingar Stjörnuna. Sigursteinn Arndal: Við megum þakka fyrir þetta stig í lokin Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. Vísir: Hulda Margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta var ekkert alltof sáttur með frammistöðu sinna manna þegar liðið gerði jafntefli við Val í kvöld. „Við megum þakka fyrir þetta stig í lokin. Við bara sóttum það, ætluðum okkur það. Ég er ekkert rosalega sáttur með leikinn. Mér fannst rosa mikið óðagot á okkur og við náðum ekki tökum á okkar leik í dag. Svo erum við að brenna alltof mikið af dauðafærum.“ FH-ingar byrjuðu leikinn mun betur og voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Í seinni missa þeir það svo frá sér. „Það myndast smá slaki, við höldum ekki jafn fast í conceptið okkar. Aftur brennum við svolítið af færum. Ég er frekar svekktur hvernig við spiluðum en ég er ánægður með að gefast aldrei upp og sækja þetta stig í lokin.“ FH-ingar eru í 4. sæti deildarinnar og kveðst Sigursteinn sáttur með hvernig liðið hefur byrjað mótið. „Ég er búin að vera mjög ánægður með síðustu vikur hvernig við höfum verið að koma inn. Þetta var svona smá högg til baka. Ekkert tekið af Valsliðinu sem er mjög kraftmikið og flottir strákar sem spiluðu hérna í dag.“ Olís-deild karla Valur FH Tengdar fréttir Snorri Steinn Guðjónsson: Ef ég er ekki í fyrsta sæti þá er ég ekki ánægður með það Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara Vals í handbolta leið illa eftir leikinn á móti FH en var þó stoltur af strákunum. Hörkuspennandi leikur sem endaði með jafntefli, 29-29. 10. nóvember 2021 22:50
Valur og FH gerðu jafntefli í Olís-deild karla þar sem lokamínúturnar voru vægast sagt dramatískar. Björgvin Páll Gústavsson varði tvö vítaköst en allt kom fyrir ekki, lokatölur 29-29. Leikurinn fór heldur hægt af stað. Fyrsta markið kom eftir rúmlega 3 mínútur og áttu bæði liðin erfitt með að koma boltanum í netið. Þegar tæplega 10 mínútur voru liðnar voru FH-ingar farnir að ranka við sér. FH náði öllum völdum á leiknum og í stöðunni 4-9 tekur Snorri Steinn, þjálfari Vals leikhlé eftir fremur dapran sóknarleik Valsmanna. Það virtist ekki kveikja nægilega í Valsmönnum og áfram héldu FH-ingar að halda góðu forskoti. Snorri Steinn tekur Björgvin Pál Gústavsson útaf og setur Motoki Sakai inná. Þá fer varnarleikur Valsara að smella saman og sóknarlega fóru þeir að ranka við sér. Hálfleikstölur 14-11 fyrir FH. Valsarar gáfu heldur betur í, í seinni hálfleik. Þegar um 5 mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum er staðan jöfn 15-15. Jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði leiks. Lokamínúturnar voru hörkuspennandi. FH-ingar komnir tveimur mörkum yfir. Björgvin Páll hrekkur í gang og ver tvö víti og Einar Þorsteinn Ólafsson fékk beint rautt spjald. Ásbjörn Friðriksson nær svo að jafna leikinn fyrir FH-inga úr víti á loka sekúndunum, lokatölur 29-29. Beint rautt spjald sem Einar fékk í leiknum Vísir:Hulda Margrét Afhverju varð jafntefli? FH-ingar unnu fyrri hálfleikinn og Valsmenn þann seinni. FH-ingar voru komnir í mjög góða stöðu þegar 20 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik, það virtist nánast allt ganga upp hjá þeim. Í seinni hálfleik missa þeir það hins vegar niður og Valsmenn ranka við sér. Markvarslan hrökk í gang og sóknarleikurinn þeirra varð töluvert agaðri. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Valsmönnum var Benedikt Gunnar Óskarsson atkvæðamestur með 10 mörk. Finnur Ingi Stefánsson og Tjörvi Týr Gíslason voru með 4 mörk hvor. Motoki Sakai kom öflugur inná, varði 8 bolta, 38% markvarsla. Hjá FH-ingum voru Jakob Martin Ásgeirsson, Ásbjörn Friðriksson og Egill Magnússon atkvæðamestir með 5 mörk hver. Phil Döhler var góður í fyrri hálfleik og endaði með 10 bolta varða, 30% markvörslu. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikurinn hjá Val gekk illa, sóknarleikurinn var ekki nógu góður með nánast enga markvörslu. Seinni hálfleikurinn hjá FH gekk illa, þeir misstu leikinn frá sér eftir að hafa verið með öll tök á leiknum og voru heppnir að skora úr vítinu sem þeir fengu á loka sekúndum leiksins. Hvað gerist næst? Sunnudaginn 14. nóvember kl. 19:30 sækja Valsmenn Fram heim. Þriðjudaginn 16. nóvember kl. 19:30 heimsækja FH-ingar Stjörnuna. Sigursteinn Arndal: Við megum þakka fyrir þetta stig í lokin Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. Vísir: Hulda Margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta var ekkert alltof sáttur með frammistöðu sinna manna þegar liðið gerði jafntefli við Val í kvöld. „Við megum þakka fyrir þetta stig í lokin. Við bara sóttum það, ætluðum okkur það. Ég er ekkert rosalega sáttur með leikinn. Mér fannst rosa mikið óðagot á okkur og við náðum ekki tökum á okkar leik í dag. Svo erum við að brenna alltof mikið af dauðafærum.“ FH-ingar byrjuðu leikinn mun betur og voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Í seinni missa þeir það svo frá sér. „Það myndast smá slaki, við höldum ekki jafn fast í conceptið okkar. Aftur brennum við svolítið af færum. Ég er frekar svekktur hvernig við spiluðum en ég er ánægður með að gefast aldrei upp og sækja þetta stig í lokin.“ FH-ingar eru í 4. sæti deildarinnar og kveðst Sigursteinn sáttur með hvernig liðið hefur byrjað mótið. „Ég er búin að vera mjög ánægður með síðustu vikur hvernig við höfum verið að koma inn. Þetta var svona smá högg til baka. Ekkert tekið af Valsliðinu sem er mjög kraftmikið og flottir strákar sem spiluðu hérna í dag.“
Olís-deild karla Valur FH Tengdar fréttir Snorri Steinn Guðjónsson: Ef ég er ekki í fyrsta sæti þá er ég ekki ánægður með það Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara Vals í handbolta leið illa eftir leikinn á móti FH en var þó stoltur af strákunum. Hörkuspennandi leikur sem endaði með jafntefli, 29-29. 10. nóvember 2021 22:50
Snorri Steinn Guðjónsson: Ef ég er ekki í fyrsta sæti þá er ég ekki ánægður með það Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara Vals í handbolta leið illa eftir leikinn á móti FH en var þó stoltur af strákunum. Hörkuspennandi leikur sem endaði með jafntefli, 29-29. 10. nóvember 2021 22:50
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti