Pólverjar halda í vonina eftir sigur gegn tíu leikmönnum Andorra | Allt jafnt í C-riðli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. nóvember 2021 22:16 Robert Lewandowski skoraði tvö mörk fyrir Pólverja í kvöld. PressFocus/MB Media/Getty Images Öllum átta leikjum kvöldsins í undankeppni HM 2022 sem fram fer í Katar er nú lokið. Ítalía og Sviss gerðu 1-1 jafntefli í C-riðli og eru liðin enn jöfn á toppnum og Pólverjar unnu 4-1 sigur gegn Andorra í I-riðli. Silvan Widmer kom Svisslendingum yfir gegn Ítölum strax á 11. mínútu áður en Giovanni Di Lorenzo jafnaði metin tíu mínútum fyrir hálfleik. Jorginho fékk tækifæri til að stela sigrinum fyrir Ítali af vítapunktinum á 90. mínútu leiksins, en hann skaut framhjá og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Ítalía og Sviss hafa nú bæði 15 stig í fyrsta og öðru sæti C-riðils þegar aðeins ein umferð er eftir. Ítalir hafa þí betir markatölu og eru því í betri stöðu fyrir lokaumferðina. #WCQ 🌍⏱️ FT - Level on the day, level on points. It all comes down to the final matchday...#ITASUI 1️⃣-1️⃣#Azzurri #VivoAzzurro pic.twitter.com/AiASARZYCW— Italy ⭐️⭐️⭐️⭐️ (@Azzurri_En) November 12, 2021 Ricard Fernandez kom sínum mönnum í Andorra í erfiða stöðu strax á fyrstu mínútu gegn Pólverjum þegar hann gaf Kamil Glik olnbogaskot og fékk að líta beint rautt spjald. Robert Lewandowski kom Pólverjum yfir á fimmtu mínútu leiksins áður en Kamil Jozwiak tvöfaldaði forystuna eftir rúmlega tíu mínútna leik. Marc Vales minnkaði muninn fyrir Andorra á 45. mínútu, en Arkadiusz Milik sá til þess að Pólverjar fóru með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn með marki í uppbótartíma. Robert Lewandowski gulltryggði svo 4-1 sigur Póllands með sínu öðru marki á 73. mínútu, en Pólverjar eru nú með 20 stig í öðru sæti I-riðils, þrem stigum á eftir Englendingum sem tróna á toppnum. Andorra situr í fimmta sæti með sex stig. Úrslit dagsins C-riðill Ítalía 1-1 Sviss Norður-Írland 1-0 Litháen F-riðill Moldavía 0-2 Skotland Austurríki 4-2 Ísrael Danmörk 3-1 Færeyjar I-riðill Andorra 1-4 Pólland England 5-0 Albanía Ungverjaland 4-0 San Marínó HM 2022 í Katar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Silvan Widmer kom Svisslendingum yfir gegn Ítölum strax á 11. mínútu áður en Giovanni Di Lorenzo jafnaði metin tíu mínútum fyrir hálfleik. Jorginho fékk tækifæri til að stela sigrinum fyrir Ítali af vítapunktinum á 90. mínútu leiksins, en hann skaut framhjá og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Ítalía og Sviss hafa nú bæði 15 stig í fyrsta og öðru sæti C-riðils þegar aðeins ein umferð er eftir. Ítalir hafa þí betir markatölu og eru því í betri stöðu fyrir lokaumferðina. #WCQ 🌍⏱️ FT - Level on the day, level on points. It all comes down to the final matchday...#ITASUI 1️⃣-1️⃣#Azzurri #VivoAzzurro pic.twitter.com/AiASARZYCW— Italy ⭐️⭐️⭐️⭐️ (@Azzurri_En) November 12, 2021 Ricard Fernandez kom sínum mönnum í Andorra í erfiða stöðu strax á fyrstu mínútu gegn Pólverjum þegar hann gaf Kamil Glik olnbogaskot og fékk að líta beint rautt spjald. Robert Lewandowski kom Pólverjum yfir á fimmtu mínútu leiksins áður en Kamil Jozwiak tvöfaldaði forystuna eftir rúmlega tíu mínútna leik. Marc Vales minnkaði muninn fyrir Andorra á 45. mínútu, en Arkadiusz Milik sá til þess að Pólverjar fóru með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn með marki í uppbótartíma. Robert Lewandowski gulltryggði svo 4-1 sigur Póllands með sínu öðru marki á 73. mínútu, en Pólverjar eru nú með 20 stig í öðru sæti I-riðils, þrem stigum á eftir Englendingum sem tróna á toppnum. Andorra situr í fimmta sæti með sex stig. Úrslit dagsins C-riðill Ítalía 1-1 Sviss Norður-Írland 1-0 Litháen F-riðill Moldavía 0-2 Skotland Austurríki 4-2 Ísrael Danmörk 3-1 Færeyjar I-riðill Andorra 1-4 Pólland England 5-0 Albanía Ungverjaland 4-0 San Marínó
C-riðill Ítalía 1-1 Sviss Norður-Írland 1-0 Litháen F-riðill Moldavía 0-2 Skotland Austurríki 4-2 Ísrael Danmörk 3-1 Færeyjar I-riðill Andorra 1-4 Pólland England 5-0 Albanía Ungverjaland 4-0 San Marínó
HM 2022 í Katar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira