Fótbolti

Pólverjar halda í vonina eftir sigur gegn tíu leikmönnum Andorra | Allt jafnt í C-riðli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Robert Lewandowski skoraði tvö mörk fyrir Pólverja í kvöld.
Robert Lewandowski skoraði tvö mörk fyrir Pólverja í kvöld. PressFocus/MB Media/Getty Images

Öllum átta leikjum kvöldsins í undankeppni HM 2022 sem fram fer í Katar er nú lokið. Ítalía og Sviss gerðu 1-1 jafntefli í C-riðli og eru liðin enn jöfn á toppnum og Pólverjar unnu 4-1 sigur gegn Andorra í I-riðli.

Silvan Widmer kom Svisslendingum yfir gegn Ítölum strax á 11. mínútu áður en Giovanni Di Lorenzo jafnaði metin tíu mínútum fyrir hálfleik.

Jorginho fékk tækifæri til að stela sigrinum fyrir Ítali af vítapunktinum á 90. mínútu leiksins, en hann skaut framhjá og niðurstaðan því 1-1 jafntefli.

Ítalía og Sviss hafa nú bæði 15 stig í fyrsta og öðru sæti C-riðils þegar aðeins ein umferð er eftir. Ítalir hafa þí betir markatölu og eru því í betri stöðu fyrir lokaumferðina.

Ricard Fernandez kom sínum mönnum í Andorra í erfiða stöðu strax á fyrstu mínútu gegn Pólverjum þegar hann gaf Kamil Glik olnbogaskot og fékk að líta beint rautt spjald.

Robert Lewandowski kom Pólverjum yfir á fimmtu mínútu leiksins áður en Kamil Jozwiak tvöfaldaði forystuna eftir rúmlega tíu mínútna leik.

Marc Vales minnkaði muninn fyrir Andorra á 45. mínútu, en Arkadiusz Milik sá til þess að Pólverjar fóru með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn með marki í uppbótartíma.

Robert Lewandowski gulltryggði svo 4-1 sigur Póllands með sínu öðru marki á 73. mínútu, en Pólverjar eru nú með 20 stig í öðru sæti I-riðils, þrem stigum á eftir Englendingum sem tróna á toppnum.

Andorra situr í fimmta sæti með sex stig.

Úrslit dagsins

C-riðill

Ítalía 1-1 Sviss

Norður-Írland 1-0 Litháen

F-riðill

Moldavía 0-2 Skotland

Austurríki 4-2 Ísrael

Danmörk 3-1 Færeyjar

I-riðill

Andorra 1-4 Pólland

England 5-0 Albanía

Ungverjaland 4-0 San Marínó




Fleiri fréttir

Sjá meira


×