Pólverjar halda í vonina eftir sigur gegn tíu leikmönnum Andorra | Allt jafnt í C-riðli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. nóvember 2021 22:16 Robert Lewandowski skoraði tvö mörk fyrir Pólverja í kvöld. PressFocus/MB Media/Getty Images Öllum átta leikjum kvöldsins í undankeppni HM 2022 sem fram fer í Katar er nú lokið. Ítalía og Sviss gerðu 1-1 jafntefli í C-riðli og eru liðin enn jöfn á toppnum og Pólverjar unnu 4-1 sigur gegn Andorra í I-riðli. Silvan Widmer kom Svisslendingum yfir gegn Ítölum strax á 11. mínútu áður en Giovanni Di Lorenzo jafnaði metin tíu mínútum fyrir hálfleik. Jorginho fékk tækifæri til að stela sigrinum fyrir Ítali af vítapunktinum á 90. mínútu leiksins, en hann skaut framhjá og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Ítalía og Sviss hafa nú bæði 15 stig í fyrsta og öðru sæti C-riðils þegar aðeins ein umferð er eftir. Ítalir hafa þí betir markatölu og eru því í betri stöðu fyrir lokaumferðina. #WCQ 🌍⏱️ FT - Level on the day, level on points. It all comes down to the final matchday...#ITASUI 1️⃣-1️⃣#Azzurri #VivoAzzurro pic.twitter.com/AiASARZYCW— Italy ⭐️⭐️⭐️⭐️ (@Azzurri_En) November 12, 2021 Ricard Fernandez kom sínum mönnum í Andorra í erfiða stöðu strax á fyrstu mínútu gegn Pólverjum þegar hann gaf Kamil Glik olnbogaskot og fékk að líta beint rautt spjald. Robert Lewandowski kom Pólverjum yfir á fimmtu mínútu leiksins áður en Kamil Jozwiak tvöfaldaði forystuna eftir rúmlega tíu mínútna leik. Marc Vales minnkaði muninn fyrir Andorra á 45. mínútu, en Arkadiusz Milik sá til þess að Pólverjar fóru með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn með marki í uppbótartíma. Robert Lewandowski gulltryggði svo 4-1 sigur Póllands með sínu öðru marki á 73. mínútu, en Pólverjar eru nú með 20 stig í öðru sæti I-riðils, þrem stigum á eftir Englendingum sem tróna á toppnum. Andorra situr í fimmta sæti með sex stig. Úrslit dagsins C-riðill Ítalía 1-1 Sviss Norður-Írland 1-0 Litháen F-riðill Moldavía 0-2 Skotland Austurríki 4-2 Ísrael Danmörk 3-1 Færeyjar I-riðill Andorra 1-4 Pólland England 5-0 Albanía Ungverjaland 4-0 San Marínó HM 2022 í Katar Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Sjá meira
Silvan Widmer kom Svisslendingum yfir gegn Ítölum strax á 11. mínútu áður en Giovanni Di Lorenzo jafnaði metin tíu mínútum fyrir hálfleik. Jorginho fékk tækifæri til að stela sigrinum fyrir Ítali af vítapunktinum á 90. mínútu leiksins, en hann skaut framhjá og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Ítalía og Sviss hafa nú bæði 15 stig í fyrsta og öðru sæti C-riðils þegar aðeins ein umferð er eftir. Ítalir hafa þí betir markatölu og eru því í betri stöðu fyrir lokaumferðina. #WCQ 🌍⏱️ FT - Level on the day, level on points. It all comes down to the final matchday...#ITASUI 1️⃣-1️⃣#Azzurri #VivoAzzurro pic.twitter.com/AiASARZYCW— Italy ⭐️⭐️⭐️⭐️ (@Azzurri_En) November 12, 2021 Ricard Fernandez kom sínum mönnum í Andorra í erfiða stöðu strax á fyrstu mínútu gegn Pólverjum þegar hann gaf Kamil Glik olnbogaskot og fékk að líta beint rautt spjald. Robert Lewandowski kom Pólverjum yfir á fimmtu mínútu leiksins áður en Kamil Jozwiak tvöfaldaði forystuna eftir rúmlega tíu mínútna leik. Marc Vales minnkaði muninn fyrir Andorra á 45. mínútu, en Arkadiusz Milik sá til þess að Pólverjar fóru með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn með marki í uppbótartíma. Robert Lewandowski gulltryggði svo 4-1 sigur Póllands með sínu öðru marki á 73. mínútu, en Pólverjar eru nú með 20 stig í öðru sæti I-riðils, þrem stigum á eftir Englendingum sem tróna á toppnum. Andorra situr í fimmta sæti með sex stig. Úrslit dagsins C-riðill Ítalía 1-1 Sviss Norður-Írland 1-0 Litháen F-riðill Moldavía 0-2 Skotland Austurríki 4-2 Ísrael Danmörk 3-1 Færeyjar I-riðill Andorra 1-4 Pólland England 5-0 Albanía Ungverjaland 4-0 San Marínó
C-riðill Ítalía 1-1 Sviss Norður-Írland 1-0 Litháen F-riðill Moldavía 0-2 Skotland Austurríki 4-2 Ísrael Danmörk 3-1 Færeyjar I-riðill Andorra 1-4 Pólland England 5-0 Albanía Ungverjaland 4-0 San Marínó
HM 2022 í Katar Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Sjá meira