Fótbolti

Þýska­land endaði undan­keppnina á öruggum sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
İlkay Gündoğan skoraði tvö mörk fyrir Þýskaland í kvöld.
İlkay Gündoğan skoraði tvö mörk fyrir Þýskaland í kvöld. EPA-EFE/PHOTOLURE

Þýskaland endaði undankeppni HM 2022 með stórsigri á Armeníu en liðið hafði þegar tryggt sér sigur í J-riðli. Rúmenía vann sinn leik en það dugði ekki til þar sem Norður-Makedónía lagði Ísland 3-1 og tryggði sér þar með annað sæti riðilsins.

Kai Havertz kom Þýskalandi yfir eftir stundarfjórðungsleik í Armeníu þegar hann stýrði fyrirgjöf Jonas Hoffmann í netið. Undir lok fyrri hálfleiks fengu heimamenn vítaspyrnu sem  İlkay Gündoğan skilaði í netið og staðan 2-0 í hálfleik.

Gündoğan skoraði þriðja mark Þýskalands í upphafi síðari hálfleiks en Henrikh Mkhitaryan minnkaði muninn fyrir heimamenn þegar tæp klukkustund var liðin. 

Allar vonir um mögulega endurkomu dóu skömmu síðar er Hoffmann kom Þjóðverjum 4-1 yfir. Reyndust það lokatölur leiksins.

Í Liechtenstein komst Rúmenía yfir strax á áttundu mínútu þökk sé marki Dennis Man. Gestirnir fengu svo vítaspyrnu þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Nicolae Stanciu fór á punktinn en brenndi af Rúmenar því aðeins einu marki yfir er flautað var til hálfleiks.

Þegar þrjár mínútur lifðu leiks skoraði Nicusor Bancu annað mark Rúmeníu og gulltryggði sigur þeirra, lokatölur 2-0.

Rúmenía situr eftir með sárt ennið þar sem Íslandi tókst ekki að ná í stig gegn Norður-Makedóníu. Rúmenía er því í 3. sæti J-riðils með 17 stig á meðan Norður-Makedónía nær öðru sætinu með 18 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×