Kai Havertz kom Þýskalandi yfir eftir stundarfjórðungsleik í Armeníu þegar hann stýrði fyrirgjöf Jonas Hoffmann í netið. Undir lok fyrri hálfleiks fengu heimamenn vítaspyrnu sem İlkay Gündoğan skilaði í netið og staðan 2-0 í hálfleik.
Gündoğan skoraði þriðja mark Þýskalands í upphafi síðari hálfleiks en Henrikh Mkhitaryan minnkaði muninn fyrir heimamenn þegar tæp klukkustund var liðin.
— European Qualifiers (@EURO2024) November 14, 2021
Gündo an now has 5 goals in #WCQ pic.twitter.com/4cZHt4p2X0
Allar vonir um mögulega endurkomu dóu skömmu síðar er Hoffmann kom Þjóðverjum 4-1 yfir. Reyndust það lokatölur leiksins.
Í Liechtenstein komst Rúmenía yfir strax á áttundu mínútu þökk sé marki Dennis Man. Gestirnir fengu svo vítaspyrnu þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Nicolae Stanciu fór á punktinn en brenndi af Rúmenar því aðeins einu marki yfir er flautað var til hálfleiks.
Dennis Man puts Romania ahead against Liechtenstein #WCQ pic.twitter.com/fukVImgtCd
— European Qualifiers (@EURO2024) November 14, 2021
Þegar þrjár mínútur lifðu leiks skoraði Nicusor Bancu annað mark Rúmeníu og gulltryggði sigur þeirra, lokatölur 2-0.
Rúmenía situr eftir með sárt ennið þar sem Íslandi tókst ekki að ná í stig gegn Norður-Makedóníu. Rúmenía er því í 3. sæti J-riðils með 17 stig á meðan Norður-Makedónía nær öðru sætinu með 18 stig.