Enginn Íslendingur í úrvalsliði riðilsins: Jóhann Berg hæstur hjá Íslandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. nóvember 2021 18:30 Ilkay Gündogan stýrir umferðinni á miðju úrvalsliðs J-riðils. Boris Streubel/Getty Images Tölfræðivefsíðan WhoScored hefur tekið saman meðaleinkunn allra leikmanna í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu og búið til úrvalslið hvers riðils fyrir sig. Enginn Íslendingur kemst í úrvalslið J-riðils. Ísland endaði í 5. sæti af sex liðum með níu stig. Þrátt fyrir að enda í neðsta sæti riðilsins með aðeins eitt stig er Benjamin Büchel, markvörður Liechtenstein, í marki úrvalsliðsins. Það er góð ástæða fyrir því. Hann varði alls 71 skot í undankeppninni, enginn varði fleiri og raunar var enginn nálægt honum. In 9 World Cup qualifying appearances, Liechtenstein keeper Benjamin Buchel faced 101 shots on target His 71 saves from said shots is at least 19 more than any other keeper A valiant effort!— WhoScored.com (@WhoScored) November 15, 2021 Það kemur svo sem ekki á óvart að úrvalslið J-riðils er að mestu skipað leikmönnum Þýskalands en alls eru sex Þjóðverjar í liðinu. Þá eru þrír leikmenn frá Norður-Makedóníu ásamt Büchel í markinu. WhoScored stillir upp í hefðbundið 4-4-2 leikkerfi. Jonas Hoffmann er í hægri bakverði, Tilo Kehrer er í miðverði ásamt Darko Velkovski. Þá er Ezgjan Alioski í vinstri bakverði. Serge Gnabry er á hægri vængnum og Leroy Sané á þeim vinstri. Á miðri miðjunni eru Ilkay Gündogan og Enis Bardhi. Upp á topp eru svo Chelsea-mennirnir Kai Havertz og Timo Werner. World Cup 2022 UEFA Qualifying - Group J Germany - 27 North Macedonia - 18 Romania - 17 Armenia - 12 Iceland - 9 Liechtenstein - 1 Best XI pic.twitter.com/bLRuyQQNrh— WhoScored.com (@WhoScored) November 15, 2021 Samkvæmt WhoScored var Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley á Englandi, með hæstu meðaleinkunnina í íslenska hópnum. Hann lék alls fjóra leiki og fékk 7,10 í meðaleinkunn. Þar á eftir kom Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður CSKA Moskvu, en hann náði aðeins tveimur leikjum áður en hann meiddist illa. Hörður Björgvin var með 7,00 í meðaleinkunn. Markvörðurinn ungi Elías Rafn Ólafsson (Midtjylland) lék fjóra leiki í undankeppninni og fékk 6,95 í meðaleinkunn. Miðjumaðurinn Stefán Teitur Þórðarson (Silkeborg) fékk 6,92 í meðaleinkunn og miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason (Lecce) fékk 6,89 í meðaleinkunn. Brynjar Ingi spilaði sjö leiki fyrir Ísland í undankeppni HM 2022 og stóð sig með prýði.Vasile Mihai-Antonio/Getty Images Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira
Ísland endaði í 5. sæti af sex liðum með níu stig. Þrátt fyrir að enda í neðsta sæti riðilsins með aðeins eitt stig er Benjamin Büchel, markvörður Liechtenstein, í marki úrvalsliðsins. Það er góð ástæða fyrir því. Hann varði alls 71 skot í undankeppninni, enginn varði fleiri og raunar var enginn nálægt honum. In 9 World Cup qualifying appearances, Liechtenstein keeper Benjamin Buchel faced 101 shots on target His 71 saves from said shots is at least 19 more than any other keeper A valiant effort!— WhoScored.com (@WhoScored) November 15, 2021 Það kemur svo sem ekki á óvart að úrvalslið J-riðils er að mestu skipað leikmönnum Þýskalands en alls eru sex Þjóðverjar í liðinu. Þá eru þrír leikmenn frá Norður-Makedóníu ásamt Büchel í markinu. WhoScored stillir upp í hefðbundið 4-4-2 leikkerfi. Jonas Hoffmann er í hægri bakverði, Tilo Kehrer er í miðverði ásamt Darko Velkovski. Þá er Ezgjan Alioski í vinstri bakverði. Serge Gnabry er á hægri vængnum og Leroy Sané á þeim vinstri. Á miðri miðjunni eru Ilkay Gündogan og Enis Bardhi. Upp á topp eru svo Chelsea-mennirnir Kai Havertz og Timo Werner. World Cup 2022 UEFA Qualifying - Group J Germany - 27 North Macedonia - 18 Romania - 17 Armenia - 12 Iceland - 9 Liechtenstein - 1 Best XI pic.twitter.com/bLRuyQQNrh— WhoScored.com (@WhoScored) November 15, 2021 Samkvæmt WhoScored var Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley á Englandi, með hæstu meðaleinkunnina í íslenska hópnum. Hann lék alls fjóra leiki og fékk 7,10 í meðaleinkunn. Þar á eftir kom Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður CSKA Moskvu, en hann náði aðeins tveimur leikjum áður en hann meiddist illa. Hörður Björgvin var með 7,00 í meðaleinkunn. Markvörðurinn ungi Elías Rafn Ólafsson (Midtjylland) lék fjóra leiki í undankeppninni og fékk 6,95 í meðaleinkunn. Miðjumaðurinn Stefán Teitur Þórðarson (Silkeborg) fékk 6,92 í meðaleinkunn og miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason (Lecce) fékk 6,89 í meðaleinkunn. Brynjar Ingi spilaði sjö leiki fyrir Ísland í undankeppni HM 2022 og stóð sig með prýði.Vasile Mihai-Antonio/Getty Images
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira