Elín Edda uppgötvuð á Instagram og teiknaði fyrir Nike Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. nóvember 2021 11:31 Grafíski hönnuðurinn og höfundurinn Elín Edda Þorsteinsdóttir tók þátt í spennandi verkefni á vegum Nike. Nike/ Jerry Buttles „Ég held að þau hafi fundið mig á Instagram,“ segir grafíski hönnuðurinn og höfundurinn Elín Edda Þorsteinsdóttir en hún tók þátt í hönnunarferlinu á nýrri línu frá Nike Sportswear. „Ég fékk það verkefni að myndskreyta fyrir þau. Þemað er hvarf jöklanna og verið er að sýna hvernig náttúran er að breytast,“ segir Elín Edda í samtali við Lífið. „Svo gerði ég handa þeim persónu, sem átti að fanga Íslenska náttúru og töfra hennar. Það er eins og hann sé sprottinn upp úr náttúru, hann tengist engri ákveðinni lífveru og er svolítið abstract. Þetta er mjög forvitin persóna,“ segir Elín Edda um karakterinn. View this post on Instagram A post shared by Nike Sportswear (@nikesportswear) Teymi frá Nike kom til landsins fyrir myndtatöku á útivistarfatnaðinum. Ljósmyndarinn Jerry Buttles tók myndirnar en íslenski stílistinn Díana Breckmann vann með þeim að verkefninu. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt,“ segir Elín Edda um myndatökuna. Fyrstu myndirnar byrjaðar að sjást í auglýsingaherferðum fyrirtækisins og á samfélagsmiðlum. Á myndunum má meðal annars sjá Elínu Eddu sjálfa klædda í flíkur með teikningum sínum. Elín Edda tók sjálf þátt í auglýsingaherferð Nike fyrir línuna. Nike/ Jerry Buttles „Þetta er fyrsta sjálfbæra línan, allt endurunnin efni og það er verið að hugsa um fótsporið,“ segir Elín Edda um flíkurnar. Hún er því stolt að fá að taka þátt í verkefninu. Mikil leynd hvílir þó yfir framhaldinu á þessu Nike verkefni og mátti Elín Edda ekki segja mikið. Hún hefur þó nóg að gera í öðrum verkefnum í augnablikinu. „Ég er að læra ritlist og er að vinna sem grafískur hönnuður og myndskreytir með fram því. Ég hef verið að gera myndasögur líka, bæði hér heima og erlendis.“ Fleiri myndir af línunni eru væntanlegar á næstu dögum. Nike/ Jerry Buttles Hægt er að fylgjast með Elínu Eddu á Instagram hér. Tíska og hönnun Umhverfismál Bandaríkin Tengdar fréttir RAX Augnablik: Stórkostleg undraveröld íshellanna „Ég ólst eiginlega upp undir jöklinum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 21. nóvember 2021 07:01 Gombri lifir fyrir aukinn hasar og takmarkað orsakasamhengi Fjórða myndasögubók hinnar 24 ára gömlu Elínar Eddu Þorsteinsdóttur kemur út í dag. Ber hún titilinn Gombri lifir og verða 87 upprunalegar myndir úr bókinni sýndar á sýningu sem opnar í Gallery Port í kvöld. 6. september 2019 10:45 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Ég fékk það verkefni að myndskreyta fyrir þau. Þemað er hvarf jöklanna og verið er að sýna hvernig náttúran er að breytast,“ segir Elín Edda í samtali við Lífið. „Svo gerði ég handa þeim persónu, sem átti að fanga Íslenska náttúru og töfra hennar. Það er eins og hann sé sprottinn upp úr náttúru, hann tengist engri ákveðinni lífveru og er svolítið abstract. Þetta er mjög forvitin persóna,“ segir Elín Edda um karakterinn. View this post on Instagram A post shared by Nike Sportswear (@nikesportswear) Teymi frá Nike kom til landsins fyrir myndtatöku á útivistarfatnaðinum. Ljósmyndarinn Jerry Buttles tók myndirnar en íslenski stílistinn Díana Breckmann vann með þeim að verkefninu. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt,“ segir Elín Edda um myndatökuna. Fyrstu myndirnar byrjaðar að sjást í auglýsingaherferðum fyrirtækisins og á samfélagsmiðlum. Á myndunum má meðal annars sjá Elínu Eddu sjálfa klædda í flíkur með teikningum sínum. Elín Edda tók sjálf þátt í auglýsingaherferð Nike fyrir línuna. Nike/ Jerry Buttles „Þetta er fyrsta sjálfbæra línan, allt endurunnin efni og það er verið að hugsa um fótsporið,“ segir Elín Edda um flíkurnar. Hún er því stolt að fá að taka þátt í verkefninu. Mikil leynd hvílir þó yfir framhaldinu á þessu Nike verkefni og mátti Elín Edda ekki segja mikið. Hún hefur þó nóg að gera í öðrum verkefnum í augnablikinu. „Ég er að læra ritlist og er að vinna sem grafískur hönnuður og myndskreytir með fram því. Ég hef verið að gera myndasögur líka, bæði hér heima og erlendis.“ Fleiri myndir af línunni eru væntanlegar á næstu dögum. Nike/ Jerry Buttles Hægt er að fylgjast með Elínu Eddu á Instagram hér.
Tíska og hönnun Umhverfismál Bandaríkin Tengdar fréttir RAX Augnablik: Stórkostleg undraveröld íshellanna „Ég ólst eiginlega upp undir jöklinum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 21. nóvember 2021 07:01 Gombri lifir fyrir aukinn hasar og takmarkað orsakasamhengi Fjórða myndasögubók hinnar 24 ára gömlu Elínar Eddu Þorsteinsdóttur kemur út í dag. Ber hún titilinn Gombri lifir og verða 87 upprunalegar myndir úr bókinni sýndar á sýningu sem opnar í Gallery Port í kvöld. 6. september 2019 10:45 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
RAX Augnablik: Stórkostleg undraveröld íshellanna „Ég ólst eiginlega upp undir jöklinum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 21. nóvember 2021 07:01
Gombri lifir fyrir aukinn hasar og takmarkað orsakasamhengi Fjórða myndasögubók hinnar 24 ára gömlu Elínar Eddu Þorsteinsdóttur kemur út í dag. Ber hún titilinn Gombri lifir og verða 87 upprunalegar myndir úr bókinni sýndar á sýningu sem opnar í Gallery Port í kvöld. 6. september 2019 10:45