Reikna með hlaupi úr Grímsvötnum á allra næstu dögum Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 24. nóvember 2021 16:48 Jarðvísindamenn eiga von á jökulhlaupi á allra næstu dögum. Eldgos er möguleg afleiðing slíks hlaups. Vísir/Vilhelm Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag. Björn Oddsson er jarðeðlisfræðingur hjá Almannavörnum og sat fundinn ásamt fleiri vísindamönnum. Niðurstaðan er sú að hlaups sé að vænta. „Í Grímsvötnum safnast fyrir bræðsluvatn undir íshellu sem liggur þarna yfir. Það er GPS-mælitæki sem er ofan á íshellunni sem sýnir stöðuna á vatninu. Þegar vatn safnast saman þá rýs hellan. Síðustu mánuði og eitt til tvö ár hefur íshellan verið með mjög háa stöðu. Mikið vatn er í Grímsvötnum og það er metið að sé um einn rúmkílómetri sem er þar fyrir,“ segir Björn. Nú hafi farið að berast merki frá GPS-stöðinni um að íshellan sé farin að síga sem bendi til þess að vatn sé að renna undan henni og í átt að Skeiðárjökli. „Það má búast við því að hefjist hlaup úr Grímsvötnum á næstu dögum,“ segir Björn. „Við höfum séð þetta áður, eins og síðasta sumar, að það koma merki frá tækjum en þá var það þess eðlis að það var farið að bráðna undan GPS-tækinu. En nú erum við með tvö tæki þarna upp frá og þau sýna sama ferlið. Svo það er staðfest að íshellan er sannarlega að síga.“ Björn segir að hlaupið eitt og sér muni sennilega ekki hafa sérstaklega mikil áhrif á mannvirki. „Vatnið rennur í Gígjuhvísl og síðan undir brúna á þjóðveginum þar. Það þarf að fylgjast vel með þróuninni og hvernig vatnsstaðan er þar þegar hlaupið kemur undan. Dæmin hafa sýnt að eldgos geta fylgt slíkum jökulhlaupum. Það er þá fylgst með jarðskjálftamælum og öðru í Grímsvötnum. Ef eitthvað bendir til þess að þessum atburðum myndi fylgja eldgos þá skiptum við um gír og tökum á þeim atburði ef af honum verður.“ Aðspurður um líkur á eldgosi segir Björn: „Það er hvorki líklegt né ólíklegt en möguleiki og þess vegna verðum við að vera tilbúin að bregðast við því.“ Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Íshellan í Grímsvötnum farin að síga Íshellan í Grímsvötnum er farin að síga. Þetta benda nýjar mælingar Veðurstofu Íslands í Grímsvötnum til. Gæti þetta verið vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum. 24. nóvember 2021 13:45 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Björn Oddsson er jarðeðlisfræðingur hjá Almannavörnum og sat fundinn ásamt fleiri vísindamönnum. Niðurstaðan er sú að hlaups sé að vænta. „Í Grímsvötnum safnast fyrir bræðsluvatn undir íshellu sem liggur þarna yfir. Það er GPS-mælitæki sem er ofan á íshellunni sem sýnir stöðuna á vatninu. Þegar vatn safnast saman þá rýs hellan. Síðustu mánuði og eitt til tvö ár hefur íshellan verið með mjög háa stöðu. Mikið vatn er í Grímsvötnum og það er metið að sé um einn rúmkílómetri sem er þar fyrir,“ segir Björn. Nú hafi farið að berast merki frá GPS-stöðinni um að íshellan sé farin að síga sem bendi til þess að vatn sé að renna undan henni og í átt að Skeiðárjökli. „Það má búast við því að hefjist hlaup úr Grímsvötnum á næstu dögum,“ segir Björn. „Við höfum séð þetta áður, eins og síðasta sumar, að það koma merki frá tækjum en þá var það þess eðlis að það var farið að bráðna undan GPS-tækinu. En nú erum við með tvö tæki þarna upp frá og þau sýna sama ferlið. Svo það er staðfest að íshellan er sannarlega að síga.“ Björn segir að hlaupið eitt og sér muni sennilega ekki hafa sérstaklega mikil áhrif á mannvirki. „Vatnið rennur í Gígjuhvísl og síðan undir brúna á þjóðveginum þar. Það þarf að fylgjast vel með þróuninni og hvernig vatnsstaðan er þar þegar hlaupið kemur undan. Dæmin hafa sýnt að eldgos geta fylgt slíkum jökulhlaupum. Það er þá fylgst með jarðskjálftamælum og öðru í Grímsvötnum. Ef eitthvað bendir til þess að þessum atburðum myndi fylgja eldgos þá skiptum við um gír og tökum á þeim atburði ef af honum verður.“ Aðspurður um líkur á eldgosi segir Björn: „Það er hvorki líklegt né ólíklegt en möguleiki og þess vegna verðum við að vera tilbúin að bregðast við því.“
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Íshellan í Grímsvötnum farin að síga Íshellan í Grímsvötnum er farin að síga. Þetta benda nýjar mælingar Veðurstofu Íslands í Grímsvötnum til. Gæti þetta verið vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum. 24. nóvember 2021 13:45 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Íshellan í Grímsvötnum farin að síga Íshellan í Grímsvötnum er farin að síga. Þetta benda nýjar mælingar Veðurstofu Íslands í Grímsvötnum til. Gæti þetta verið vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum. 24. nóvember 2021 13:45